Hverfisráð Vesturbæjar - Fundur nr. 141

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2015, fimmtudagurinn 10. desember, var haldinn 141. fundur Hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn Vesturgarði og hófst kl. 12.05. Viðstödd voru: Sverrir Bollason, Teitur Atlason, Marta Guðjónsdóttir, Margrét Marteinsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Einnig sátu fundinn þau Sigrún Skaftadóttir deildarstjóri í Vesturgarði og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri í Vesturgarði sem jafnframt ritaði fundargerðina. Gestir fundarins voru:  Birgir Þröstur Jóhannsson, Gunnar Haraldsson og Ásta Magnúsdóttir frá Íbúasamtökum Vesturbæjar.

Þetta gerðist:

1. Staða ungmenna í Vesturbæ: Sigrún Skaftatóttir og Halldór K Júlíusson deildarstjórar í Vesturgarði fóru stöðu ungmenna og stöðuna á fjárhagsaðstoð eins og hún er í dag.

- Kl. 12.11: Bjarni Þór Sigurðsson tekur sæti á fundi.

- Kl. 12.27: Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundi.

2. Staða formanns og varaformanns Íbúasamtaka Vesturbæjar sem áheyrnarfulltrúa í Hverfisráði Vesturbæjar.

Bókun hverfisráðs:

Hverfisráð Vesturbæjar samþykkir að skipa fulltrúa Íbúasamtaka Vesturbæjar áheyrnarfulltrúa í ráðinu með málfrelsi og tillögurétt í samræmi við 4. gr. samþykktar Reykjavíkurborgar um hverfisráð.

- Kl. 12.37: Marta yfirgefur fund.

3. Bílastæðamál í Vesturbæ: Farið var yfir bílastæðamál í Vesturbæ og var eftirfarandi bókað:

Bókun hverfisráðs:

Hverfisráð Vesturbæjar óskar eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið kanni hvort bæta megi úr aðstæðum á Birkimel við gatnamót Hringbrautar. Þar er bílum gjarnan lagt upp á gangstétt sem skapar hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tilefni er til að skapa skammtímastæði og koma í veg fyrir að lagt sé nærri gatnamótunum. 

4. Deiliskipulag í Vesturbugt: 

Málinu frestað. 

5. Jól og áramót í Vesturbæ: Farið var yfir dagskrá um jól og áramót og er hefðbundin dagskrá nema kannski að það verður meira um flugelda þar sem KR flugeldar ætla að sameinast þeim aðilum sem halda utan um Þrettándahátíðina og bæta við flugeldum miðað við það sem hefur áður verið.

6. Önnur mál: Tillaga lögð fram í lok fundar: Tillaga hverfisráðs:

Hverfisráð Vesturbæjar óskar eftir því að ÍTR í samvinnu við skipulagsyfirvöld skoði með mjög ákveðið  grundvöll fyrir sambyggðu knatt- og fimleikahúsi  í Vatnsmýrinni sem gæti nýst íbúum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða ásamt því að taka við iðkendum af Seltjarnarnesi sem þurfa betri aðstöðu. 

Frestað til næsta fundar

Fundi slitið kl. 13.15

Sverrir Bollason (sign)

Teitur Atlason  (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Margrét Marteinsdóttir  (sign)