Hverfisráð Hlíða
Ár 2014, mánudaginn 19. maí var haldinn 109. fundur Hverfisráðs Hlíða. Fundurinn var haldinn á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða að Laugavegi 77 og hófst kl. 17:00. Viðstödd voru Hilmar Sigurðsson, formaður, sem stýrði fundi, Sigurður Eggertsson og Jóhann Birgisson. Garðar Mýrdal sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi VG. Þá sat Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða fundinn og ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir verkefnalista yfir send og ósvöruð erindi á kjörtímabilinu. Allnokkrum erindum hefur ekki verið svarað af fagráðum eða sviðum borgarinnar. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ítreka fjögur erindi sem ekki hefur verið svarað.
2. Samþykkt að benda USK á þann möguleika að stækka lóð Háteigsskóla í tengslum við kaup borgarinnar á lóð sunnan skólans. Framkvæmdstjóra falið að senda erindi um málið.
3. Eftirfarandi var samþykkt: „Hverfisráð Hlíða hvetur komandi borgarstjórn til að auka vægi og efla hlutverk hverfisráða í Reykjavík á komandi kjörtímabili. Vel skipuð hverfisráð með fulltrúum úr viðkomandi hverfum borgarinnar, hafa alla burði til að hafa góð áhrif á þjónustu borgarinnar í góðri samvinnu allra stofnana borgarinnar og með fulltingi öflugra þjónustumiðstöðva hverfanna“. Framkvæmdastjóra falið að koma þessari samþykkt á framfæri við borgarstjórn og oddvita framboðanna í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 18:00
Hilmar Sigurðsson
Sigurður Eggertsson Jóhann Birgisson