Hverfisráð Háaleitis og Bústaða
Hverfisráð Háaleitis
Ár 2007, miðvikudaginn 15. júní, var haldinn 51. fundur í hverfisráði Háaleitis. Fundurinn var haldinn á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39 og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Ingvar Mar Jónsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi Vinstri grænna. Jafnframt sat fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, og Helgi Hjartarson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvarinnar sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins voru Svavar Knútur Kristinsson ráðgjafi frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Kristjana Gunnarsdóttir deildarstjóri frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Kristján Helgason frá Framkvæmdasviði, Þórólfur Jónsson frá Framkvæmdasviði, Guðrún S. Hilmisdóttir frá Framkvæmdasviði, Marikó Margrét Ragnarsdóttir frá Jónsson og Le#EFKmacks, Halldór Steingrímsson Íþróttafulltrúi hjá Víkingi, Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Grensáskirkju og Sigurbjörn Reginn Óskarsson verkefnastjóri hjá frístundamiðstöðinni Tónabæ voru gestir fundarins undir lið 1.
Þetta gerðist:
1. Rætt var um skipulag hreinsunarátaks í Háaleitishverfi og leiðir til að virkja hinn almenna íbúa í hverfinu. Átakið hefst á fjórum stöðum þ. 30 júní kl. 11 við Álftamýrar-, Breiðagerðis-, Fossvogs- og Hvassaleitisskóla, sem endar svo með sameiginlegri grillveislu við Breiðagerðisskóla. Í hreinsunarátakinu verður lögð áhersla á að taka fyrir einstök svæði, s.s. leikvelli og göngustíga. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur mun halda utan um leiki og grill. Hverfisráð ákvað að kalla það svæði sem hreinsunarátakið nær til “Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi”.
2. Erindi frá íbúa við Sogaveg um hljóðmön við Miklubraut. Í svari Ólafs Bjarnasonar aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs kemur fram að ekki er fyrirhugað að reisa hljóðmön á þessu svæði. Hús á þessu svæði eru 70 metra frá götukanti Miklubrautar en við Rauðagerði eru hús um 45 metra frá götukanti. Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var samþykkt að reisa hljóðmön (vegg) við Rauðagerði og Ásenda nú í sumar. Hverfisráð Háaleitis hvetur Framkvæmdasvið til að taka ofangreint erindi til efnislegrar meðferðar sem fyrst.
3. Beiðni frá stjórn íbúasamtaka Háaleitis norður um að fá sæti fyrir áheyrnarfulltrúa í hverfisráði Háaleitis. Afgreiðslu frestað.
4. Deiliskipulag fyrir svæði neðan Sléttuvegar lagt fram.
Fundi slitið kl. 14:30
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ingvar Mar Jónsson Sigrún Elsa Smáradóttir