Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Árið 2011, miðvikudagurinn 7. september var haldinn 50. fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Hraunbæ 115 og hófst hann kl. 12.00. Viðstaddir voru: Margrét Sverrisdóttir, Óttarr Guðlaugsson, Inga K. Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Óskar Örn Guðbrandsson Áheyrnarfulltrúar íbúasamtaka Grafarholts og íbúasamtaka Úlfarsárdals þeir Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Ingimundur Stefánsson sátu fundinn. Jafnframt sátu fundinn fulltrúar Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri ÞÁG og Jón Ragnar Jónsson verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Umhverfis- og samgönguráðs dags. 6. júlí 2011 varðandi hundagerði í Grafarholti og Úlfarsárdal. Hverfisráðið bendir á svæðið norðan Reynisvatnsáss, svæðið austan megin við keppninsvöll Fram í Úlfarsárdalnum og við Leirtjörnina við rætur Úlfarsfells. Hverfisráðið er sammála því að uppsetning hundagerðis í hverfinu er ekki aðkallandi verkefni.
2. Lagt fram bréf Skipulags- og bygginarsviðis dags. 1. júlí 2011 þar sem kynnt er staða vinnu og kynningarferill Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
3. Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar kynntur, farið yfir úthlutunarreglur sjóðsins og hlutverk hverfisráðs við úthlutun úr sjóðnum. Ákveðið að auglýsa eftir umsóknum í næsta Árbæjarblaði en umsóknarferstur er til 23. sept. n.k.
4. Hverfapottar 2011 ræddir. Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals óskar eftir tíma- og framkvæmdaáætlun vegna þeirra verkefna sem ákveðið var að fara í.
5. Haust- og vetrarstarf hverfisráðsins rætt og fundartímar fastsettir dagana 5. okt. 2. nóv. og 7. des.
6. Opinn íbúafundur sem hverfisráð stendur fyrir Skipulags- og bygginarsviði ákveðinn laugardaginn 15. okt n.k.
7. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi aðstöðu/hús í Leirdalnum við grasæfingarsvæðið.
8. Hverfisráðið óskar eftir að fá skýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur varðandi leikskóla í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Fundi slitið kl. 13.00
Margrét Sverrisdóttir
Óttarr Guðlaugsson Sigrún Jónsdóttir
Inga K. Gunnarsdóttir Óskar Örn Guðbrandsson