Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 169

Heilbrigðisnefnd

Árið 2026, fimmtudaginn 22. janúar kl. 11:08, var haldinn 169. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Hjálmar Sveinsson, Birkir Ingibjartsson, Björn Gíslason, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Jón Ragnar Gunnarsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram uppfært fundardagatal frá janúar - maí 2026 fyrir heilbrigðisnefnd. HER26010001
     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kosning á varaformanni í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
    Samþykkt að Einar Sveinbjörn Guðmundsson verði varaformaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. HER25010001
     

  3. Fram fer í trúnaði, umræða um málefni Reykjavíkurflugvallar. HER26010001
     

  4. Fram fer umræða á sameiginlegum aðgerðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur með lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum. HER26010001
     

  5. Lögð fram kæra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 5. janúar 2026 vegna rofs á innsigli að Skipholt 27. HER26010001
     

  6. Lögð fram uppfærð reglugerð nr. 1450 um fráveitur og skólphreinsun, útgáfudagur 23. desember 2025. HER26010001
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram uppfærð reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. HER26010001
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. janúar 2026 um nýja reglugerð um meðhöndlun seyru sbr. mál nr. S-238/2025 í samráðsgátt. HER26010001
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. desember 2025 um breytingu á reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg, sbr. mál nr. S-232/2025 í samráðsgátt. HER26010001
     

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. desember 2025 um lýsingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Hallar og nágrenni, sbr. mál nr. 1504/2025 í skipulagsgátt. HER26010001
     

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. desember 2025, 11. desember 2025, 18. desember 2025, 22. desember 2025, 29. desember 2025, 6. janúar 2026, 8. janúar 2026, 9. janúar 2026, 15. janúar 2026 og 16. janúar 2026. HER26010001
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:35

Hjálmar Sveinsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Birkir Ingibjartsson Björn Gíslason

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Ólafur Hvanndal Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 22. janúar 2026