Forsætisnefnd - fundur nr. 69

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, föstudaginn 11. apríl, var haldinn 69. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna varðandi Hallargarðinn og Fríkirkjuveg 11.
b. Umræða um átak í málefnum miðborgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa F-lista og Sjálfstæðisflokks)
c. Umræða um Borgarbörn – aðgerðaráætlun leikskólaráðs (að beiðni borgarfulltrúa F-lista og Sjálfstæðisflokks)

2. Dagur B. Eggertsson tilkynnir að Oddný Sturludóttir hafi tekið við sem formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar af Björk Vilhelmsdóttur.

3. Rætt um aðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.

Fundi slitið kl. 11.00

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Dagur B. Eggertsson