No translated content text
Forsætisnefnd
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2007, föstudaginn 30. mars var haldinn 46. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Bolli Thoroddsen, Benedikt Geirsson, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt sátu fundinn: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit um afgreiðslutíma sundstaða á hátíðisdögum.
2. Lögð fram ársskýrsla Reykjavíkurmaraþons 2006.
- kl. 12:10 kom Reynir Ragnarsson á fundinn.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. mars sl. ásamt niðurstöðum starfshóps um þarfagreiningu á grunnaðstöðu í húsnæði tómstundamála.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni með þarfagreininguna.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. mars sl. vegna sumarstarfs í Grafarholti í samstarfi ÍTR og Fram og æfingar í ár og næsta ár á vegum Fram í handknattleik og knattspyrnu.
5. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 16. mars sl. varðandi úthlutunarskilmála vegna útivistarsvæðis við Gufunes.
Samþykkt með 5 atkvæðum meirihluta og SES að ganga til viðræðna við Fjörefli ehf. og Smábílaklúbb Íslands.
SJS, HV, ASÓ lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við úthlutun á svæðum til tómstundaiðkana þarf að hafa jafnréttissjónarmið í huga. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að stríðsleikir og bílaleikir virðast síður á áhugasviði stúlkna og við köllum eftir hugmyndum sem höfða til stúlkna.
6. Lagt fram bréf Glímusambands Íslands dags. 23. mars sl. með ósk um styrk vegna sumarnámskeiða.
Samþykkt og vísað til afgreiðslu sviðsstjóra ÍTR.
7. Lögð fram ályktun formanna skíðadeilda höfuðborgarsvæðisins og formanns Skíðaráðs Reykjavíkur.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ástandið í skíðamálum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu undirstrikar nauðsyn þess að farið verði í vinnu við að undirbúa áætlanir um framtíðaruppbyggingu til skíðaiðkunar og að þá verði horft til næstu áratuga. Þá þarf bæði að líta til nýrra svæða og nýjunga í aðstöðu, s.s. yfirbyggðs skíðahúss.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Á vettvangi ÍTR og Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins hefur verið unnið að stefnumótun til framtíðar varðandi uppbyggingu skíðasvæða. Á síðasta fundi ÍTR var ákveðið að kanna möguleika á snjóframleiðslu í samstarfi við OR í Skálafelli og Bláfjöllum. Þá hafa hugmyndir um skíðahús verið vel tekið af ÍTR og því erindi vísað til skipulagsráðs.
8. Lögð fram starfsáætlun ÍTR 2007.
9. Lagðar fram upplýsingar um norræna stórborgarraðstefnu - Storbyens Hjerte og Smerte - sem fram fer í Odense í Danmörku í október n.k.
Vísað til borgarráðs til afgreiðslu.
10. Lögð fram könnun ÍBR á störfum íþróttafulltrúa félaga.
11. Lagt fram ársuppgjör ÍTR 2006.
12. Lögð fram þriggja ára áætlun ÍTR varðandi rekstur og framkvæmdir 2007-2010.
13. Lagt fram samkomulag milli Reykjavíkurborgar og ÍR dags. 11. mars sl. um að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæði félagsins í Suður-Mjódd og uppbyggingu á íþróttahúsi félagsins á svæðinu.
14. Lagt fram bréf Africa United og Alþjóðahússins dags. 28. mars sl. með ósk um styrk til styrktarsjóðs knattspyrnuliðsins Africa United.
Samþykkt að veita styrk að upphæð 500.000 kr.
15. Lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Vinstri grænna, Samfylkingunni og F-lista:
Stjórn ÍTR leggur til að minjar fyrstu skíðalyftu á Reykjavíkursvæðinu verði verndaður og jafnframt verði skíðastökkspalli sem er á sama svæði sýnd virðing með verndum.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra.
16. BG lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til Samfylkingarinnar:
Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 9. mars sl. var tilnefnt í rekstrarstjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Breið samstaða skapaðist um það á fundinum að skipa utanaðkomandi fulltrúa í stjórnina, fulltrúa með reynslu úr atvinnulífinu og með rekstrarkunnáttu.
Á fundinum tilnefndu fulltrúar Samfylkarinnar Hákon Óla Guðmundsson í stjórnina og var gengið frá öllum nöfnum í fundargerð ráðsins. Þessi tilnefning fylkingarinnar var að mínu mati mjög góð og hefði getað nýst garðinum mjög vel m.a. í tengslum við vísindasafn og styrktaraðila í tengslum við það.
Þegar síðan fundargerðinni var dreift kom í ljós að í stað Hákons Óla Guðmundssonar var komið nafn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem fulltrúa í rekstrarstjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Af þessu tilefni eru fulltrúar Samfylkingarinnar í íþrótta- og tómstundaráði beðnir um skýringar á þessari kúvendingu hjá þeim, hvað gerðist eiginlega eftir að fundi ráðsins lauk, voru þetta mistök ráðsmanna um tilnefninguna eða varð niðurstaðan sú að fulltrúi minnihlutans í rekstrarstjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verði að koma úr innsta kjarna pólitísku valdhafanna í flokknum.
17. Lagðar fram upplýsingar um málþing um samstarf skóla og frístundaheimila 12. apríl n.k.
18. Rætt um hugmyndir að vettvangsferðum ÍTR í júní og október n.k.
Fundi slitið kl. 13:30
Björn Ingi Hrafnsson
Bolli Thoroddsen Benedikt Geirsson
Björn Gíslason Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson Sigrún Elsa Smáradóttir