Forsætisnefnd - Fundur nr. 365

Forsætisnefnd

Ár 2025, föstudaginn 17. október, var haldinn 365. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: DÍs Sigurgeirsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. október 2025.


    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:


    a) Umræða um borgarhönnunarstefnu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
    b) Umræða um skýrslu innri endurskoðanda um bensínstöðvalóðir
    c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að láta framkvæma könnun meðal fólks á barneignaraldri um leiðir til að brúa umönnunarbilið.
    d) Tillaga Framsóknarflokksins um aðgerðir til að styðja við 16-29 ára sem ekki eru í námi, vinnu eða virkni
    e) Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið
    f) Umræða um deiliskipulag Birkimels 1 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að staðið verði við samkomulag við Víking
    h) Umræða stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    i) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti.


    -     Kl. 10:04 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum. MSS25010046


    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Forseti mun nýta heimild í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar til að takmarka umræðu við dagskrárliði, þannig að hver umræða standi ekki lengur en í um  tvo klukkutíma. Þá mun forseti leggja til að umræðu um dagskrárliði áður en kemur að fundargerðum verði lokið í síðasta lagi kl. 18:30. Miðað verði við að frá klukkan 18:30 til 19:30 hið mesta, verði fundargerðir lagðar fram og orðið gefið laust fyrir umræður. Miðað er við að stutt hlé verði á fundinum um kl.15:00. Miðast þetta við samkomulag um tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag funda borgarstjórnar sem samþykkt var á fundi 312 forsætisnefndar árið 2022.

    Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Framsókn styður endurskoðun á samkomulagi um fundi borgarstjórnar en leggur ríka áherslu á að allir flokkar geti komið einu máli hið minnsta til umræðu á fundi borgarstjórnar. Ef að núverandi tímarammi funda leyfir það ekki er ljóst að endurskoða þarf fyrirkomulag borgarstjórnarfunda eða tímaramma fundanna. Flokkarnir eru með lýðræðislegt umboð kjósenda og mikilvægt er að þeir geti fylgt málum sínum eftir í borgarstjórn.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. október 2025, varðandi mætingar borgarfulltrúa í borgarstjórn á kjörtímabilinu.
    Frestað.


    Viktoría Júlía Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið MSS25100067

  3. Fram fer umræða um fyrirkomulag á fundum borgarstjórnar.

    Viktoría Júlía Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25040015

  4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá  30. maí 2025 ásamt umsögn viðburðarstjórnar, dags. 8. ágúst 2025:

    Lagt er til að komið verði upp upplýsingaspjaldi í Ráðhúsi Reykjavíkur með upplýsingum um þá fulltrúa sem kjörnir hafa verið í borgarstjórn Reykjavíkur. Markmið spjaldsins er að auka sýnileika og vitund almennings um kjörna fulltrúa, sem og að efla tengsl borgarbúa við lýðræðislega stjórnsýslu borgarinnar. Upplýsingaspjaldið gæti einnig nýst sem fræðsluefni við heimsóknir grunnskóla í Ráðhúsið, þar sem starfsemi borgarstjórnar er kynnt fyrir börnum og unglingum. Lagt er til að byrjað verði með kjörtímabilið 2022–2026 og að spjaldið verði komið upp haustið 2025.

    Tillagan er samþykkt og vísað til útfærslu viðburðarstjórnar. MSS25050140

    Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Framsókn fangar því að setja á upp upplýsingarspjald í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar um kjörna fulltrúa. Markmið spjaldsins er að auka sýnileika og vitund almennings um kjörna fulltrúa, sem og að efla tengsl borgarbúa við lýðræðislega stjórnsýslu borgarinnar. Upplýsingaspjaldið gæti einnig nýst sem fræðsluefni við heimsóknir grunnskóla í Ráðhúsið, þar sem starfsemi borgarstjórnar er kynnt fyrir börnum og unglingum.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um fyrirkomulag fundar forsætisnefndar föstudaginn 31. október 2025. MSS25040015
     

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Framsóknarflokksins:

    Óskað er eftir umræðu um móttökur Reykjavíkurborgar og boðun í þær.

    Frestað. MSS25100123.
     

  7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Framsóknarflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um hverjir hafa fengið boð í verðlaunahendingar og viðburði á vegum Reykjavíkurborgar og hvernig það er ákvarðað.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. MSS25100123.

Fundi slitið kl. 11:53.

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 17. október 2025 - Prentvæn útgáfa