Forsætisnefnd
Ár 2025, föstudaginn 29. ágúst, var haldinn 362. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Guðný Maja Riba. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Helga Þórðardóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Hulda Hólmkelsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. september2025.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:a) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um friðlýsingu menningarlandslags í Laugarnesi
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fimm aðgerðir í menntamálum
c) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um skyldubundið námsmat í grunnskólum Reykjavíkur
d) Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um tilraunaverkefni vegna lóðaúthlutunar
e) Umræða um deiliskipulag Birkimels 1 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
f) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að Reykjavíkurborg verði barnvænt sveitarfélag
g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stækkun athafnasvæðis Víkings
h) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um sleppistæði
i) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun gatnagerðargjalda- Kl. 10:05 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum. MSS25010046
-
Fram fer umræða um starfsáætlun forsætisnefndar til loka kjörtímabilsins. MSS24020171
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki að sameiginlegur fundur borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna verði haldinn 10. febrúar nk. kl. 15:00.
Samþykkt. MSS23010287Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki dagsetningar fyrir skólaheimsóknir í Ráðhús og mætingu borgarfulltrúa samkvæmt slembivali í fylgiskjali og feli mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og skrifstofu borgarstjórnar að boða til heimsóknanna, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MSS24040172Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. ágúst 2025, við fyrirspurn forsætisnefndar um fjölda verkefna og beiðna sem varða borgarstjórnarfundi sem eru í vinnslu hjá sviðinu, sbr. 11. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 30. maí 2025.
Nanna Rún Ásgeirsdóttir, Ólafur Sólimann Helgason, Þröstur Sigurðsson og Ólöf Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25050141Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggja fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd þakkar fyrir þær upplýsingar sem fram koma í svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn nefndarinnar um fjölda verkefna og beiðna sem varða borgarstjórnarfundi sem eru í vinnslu hjá sviðinu. Forsætisnefnd óskar eftir því að heildstæðri uppfærslu á tæknibúnaði borgarstjórnarsalar verði flýtt eins og unnt er og að það verkefni verði skoðað í samhengi við innleiðingu nýs fundarumsjónarkerfis sem og mögulegum útskiptingum á einstaka tækjum. Forsætisnefnd telur nauðsynlegt að sameina verkefni sem tengjast uppfærslu borgarstjórnarsalar, uppfæra kostnaðaráætlun, koma á verkefnastjórn sem ber ábyrgð á verkefnunum án þess að það tefji löngu tímabærar uppfærslur og breytingar í sal borgarstjórnar. Mikilvægt er að fundir borgarstjórnar geti gengið vel án þess að tæknilegir erfiðleikar hindri framgang þeirra.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um aðgengi að borgarstjórnarfundum á streymisveitum, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 30. maí 2025. Einnig lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. ágúst 2025.
Frestað.
Nanna Rún Ásgeirsdóttir, Ólafur Sólimann Helgason, Þröstur Sigurðsson og Ólöf Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25050139Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki að fela skrifstofu borgarstjórnar að senda ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar erindi til framlagningar þar sem minnt er á reglur varðandi fjarfundi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MSS25070098Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um endurskoðun á fundarsköpum forsætisnefndar, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. júní 2025. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. ágúst 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS25040028Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2025, þar sem lagt er til að forsætisnefnd samþykki að hefja endurskoðun á reglum um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur. Einnig er lagt til að forsætisnefnd feli viðburðarstjórn Ráðhúss Reykjavíkur að gera tillögu að breytingum á reglunum m.t.t. þess að setja viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús og til að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á.
Samþykkt. MSS24080092Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um friðarfána Reykjavíkurborgar, sbr. 69. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. júní 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við endurskoðun á reglum um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur. MSS25060145Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um íslenska þjóðfánann, sbr. 70. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. júní 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við endurskoðun á reglum um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur. MSS25040020Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2025, varðandi breytingar á samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279Ólöf Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2025, varðandi breytingar á samþykkt stafræns ráðs, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2025, varðandi breytingar á samþykkt endurskoðunarnefndar, ásamt fylgiskjölum,
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2025, varðandi breytingar á samþykkt mannréttindaráðs, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:05
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 29.8.2025 - prentvæn útgáfa