Forsætisnefnd - Fundur nr. 347

Forsætisnefnd

Ár 2024, föstudaginn 15. nóvember, var haldinn 349. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:07. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og   Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Andrea Helgadóttir, Alexandra Briem og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhansdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Eiríkur Búi Halldórsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. nóvember 2024. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a) Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd 2024-2027, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024
    b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um 2000 íbúða bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði
    c) Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis og mannréttindamálum, sbr. 5. lið fundargerðar  frá 15. nóvember 2024
    d) Umræða vegna mistaka Reykjavíkurborgar við gerð deiliskipulags lóðanna Gufunesvegur 34 og Þengilsbás 1, Loftkastalinn (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    e)  Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um friðlýsingu Laugarnestanga
    f) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um um að ráðist verði í tafarlausar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar
    g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matvöruverslun á Bauhaus-reit
    h)  Kosning í skóla- og frístundaráð
    j) Kosning í velferðarráð
    k) Kosning í fjölmenningarráð
    l) Kosning í íbúaráð Breiðholts
    m) Kosning í íbúaráð Grafarvogs
    n) Kosning í íbúaráð Miðborgar og Hlíða
    o) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
    p) Kosning í stjórn Félagsbústaða MSS24010053

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. nóvember 2024, varðandi samning um stuðning við Iceland Innovatinon Week 2025-2026, ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt.  Vísað til borgarráðs.

    Hulda Hallgrímsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22090037

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. október 2024, varðandi reglur um Borgaraþing, ásamt fylgiskjölum.
    Vísað til borgarstjórnar.


    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24040172

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðsskrifstofu, dags. 4. október 2024, varðandi skólaheimsóknir í Ráðhús Reykjavíkur. ásamt fylgiskjölum.

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24040172

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðiskrifstofu, dags. 11. október 2024 varðandi  aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026, ásamt fylgiskjölum. 
    Vísað til borgarstjórnar.

    Anna Kristinsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010102

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026 er lögð fram. Þessi aðgerðaráætlun er sannarlega yfirgripsmikil. Það sem kannski vantar þó að fjalla um er hvernig  eftirfylgni á að vera háttað. Það sem merkt er „viðvarandi“ hvernig á að mæla árangur af því og hvernig er eftirfylgni háttað? Það skiptir máli að sjá með áþreyfanlegum hætti hvort það sem verið er að gera skili sér. Ef það er ekki að skila þeim árangri sem lagt var upp með þarf að gera breytingar. Það er ekki nóg að skrifa einhverjar áætlanir og síðan ekki söguna meir. Mælingar á árangri aðgerða skipta öllu máli.
     

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12.

    Ómar Þórdórsson og Hróðný Njarðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010284

Fundi slitið kl 11:41

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 15.11.2024 - Prentvæn útgáfa