No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2024, föstudaginn 30. ágúst, var haldinn 345. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:07. Viðstödd voru Magnea Gná Jóhannsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Alexandra Briem. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Eiríkur Búi Halldórsson og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. september 2024.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst – fyrri umræða
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla
c) Umræða um skólamál, samræmt námsmat og fleira (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að tryggja næringargildi gjaldfrjálsra skólamáltíða
e) Umræða um ofbeldistilvik á Menningarnótt, öryggismál og fyrirbyggjandi aðgerðir (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
f) Umræða um starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins) MSS24010053Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. ágúst 2024 varðandi lausnarbeiðni Rannveigar Ernudóttur.
Vísað til borgarstjórnar MSS23060052Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2024, varðandi veikindaleyfi Trausta Breiðfjörð Magnússonar borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. MSS22090101
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. ágúst 2024, varðandi fánareglur við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar.
Frestað.Anna Karen Kristinsdóttir og Tinna Garðarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24080092
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. ágúst 2024, varðandi yfirlit yfir opinberar móttökur.
Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24010047
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins um greinargerðir í fundargerðum sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 7. júní 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. júlí 2024.
Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka MSS24060029
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir gegn mannsali, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15.mars 2024.
Vísað til meðferðar mannréttinda-og ofbeldisvarnarráðs. MSS24030088
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á mönnun kjörinna fulltrúa í skólaheimsóknir í Ráðhús Reykjavíkur. MSS24040172
-
Samþykkt að taka á dagskrá lausnarbeiðni Trausta Breiðfjörð Magnússonar, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, til loka kjörtímabilsins.
Vísað til borgarstjórnar. MSS22090101
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands varðandi fund umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. ágúst 2024.
Vísað til meðferðar forseta borgarstjórnar. MSS24080099Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fékk óvæntan stuðning frá Sósíalistum á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 21. ágúst síðastliðinn. Fulltrúa Sósíalista ofbauð framkoma fulltrúa Samfylkingarinnar í garð varafulltrúa Flokks fólksins á fundinum og sendi inn formlega kvörtun til forsætisnefndar. Í erindinu er því lýst hvernig fulltrúi Samfylkingarinnar hæðist að Flokki fólksins, m.a. vegna fjölda framlagðra mála flokksins, svo og oddvita flokksins sem var fjarstaddur. Um er að ræða ítrekuð tilvik af þessu tagi. Varaborgarfulltrúi hafði samband við oddvita eftir fundinn og sagðist buguð eftir skítkast frá fulltrúa Samfylkingarinnar. Á sex ára tímabili í borgarstjórn hafa nokkrum sinnum komið upp sambærileg mál og sum ratað í forsætisnefnd. Það er reynsla oddvita Flokks fólksins að mál þar sem minnihlutafulltrúi á undir högg að sækja gagnvart meirihlutafulltrúa hafi ekki verið leyst í forsætisnefnd. Oddviti Flokks fólksins tók því til þess ráðs að birta erindið á Facebook síðu Flokks fólksins. Við þeirri framkvæmd lá ekki fyrir blátt bann frá fulltrúa Sósíalista. Oddvita Flokks fólksins var þó kunnugt um að fulltrúinn vildi frekar að málið væri fyrst tekið fyrir í forsætisnefnd. Með því að gera þetta vonaði oddviti Flokks fólksins að framkoma af þessu tagi yrði ekki endurtekin og ekki væri þá heldur hægt að þagga málið eða stimpla það sem trúnaðarmál
Fundi slitið kl. 11:34
Magnea Gná Jóhannsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 30.8.2024 - Prentvæn útgáfa