Forsætisnefnd - Fundur nr. 309

Forsætisnefnd

Ár 2022, föstudaginn 2. september, var haldinn 309. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Magnús Davíð Norðdahl. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. júní 2022. MSS22010058

  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

  a.    Umræða um samstarfssáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar)
  b.    Umræða um stöðu leikskólamála í Reykjavík
  c.    Umræða um framtíð Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
  d.    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stofnun byggingarfélags Reykjavíkurborgar
  e.    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að hætta notkun stimpilklukku í grunnskólum Reykjavíkur
  f.    Umræða um skýrslu innri endurskoðunar um sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)
  g.    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hjólareinar
  h.    Kosning í borgarráð
  i.    Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
  j.    Kosning í skóla- og frístundaráð
  k.    Kosning í starfrænt ráð
  l.    Kosning í velferðarráð
  m.    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
  n.    Kosning í íbúaráð Vesturbæjar.

 2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ásamt viðaukum vegna breytinga á ráðum og nefndum. MSS22080219
  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 31. ágúst 2022, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur. MSS22080241
  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar. dags. 31. ágúst 2022, varðandi uppfærslu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. MSS22010060
  Samþykkt.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Grunnlaun borgarfulltrúa nema 948.481 krónum. Ofan á það leggjast ýmiskonar greiðslur vegna setu í ráðum og nefndum. Sósíalistar telja þessi laun of há og nauðsynlegt að setja á launastefnu innan borgarinnar þar sem hæstu laun nemi aldrei meira en ákveðið hlutfall af lægstu launum. Til samanburðar má nefna að fólki á fjárhagsaðstoð er gert að lifa á grunnupphæð sem nemur 217.799 krónum. Við verðum að ávarpa stéttaskiptinguna í samfélaginu og skoða þar með laun borgarfulltrúa. Fulltrúi sósíalista minnir á að tillaga sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum í COVID hefur enn ekki verið afgreidd. Á meðan hækka launin sjálfkrafa tvisvar sinnum á ári miðað við launavísitölu.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd. MSS22080228
  Frestað.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir kjaranefnd. MSS22080216
  Frestað.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir mannréttinda- og ofbeldisvarnarnefnd. MSS22080226
  Frestað.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir stafrænt ráð. MSS22080221
  Frestað

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, varðandi drög að samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð. MSS22080227
  Frestað.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, þar sem tilkynnt er um að Sara Björg Sigurðardóttir hafi verið tilnefnd sem formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. MSS22010060

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Þorleifs Arnar Gunnarssonar varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. MSS22010060

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. MSS22010060

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2022, þar sem tilkynnt er um tilhögun fæðingarorlofs Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata. MSS22010060

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. ágúst 2021, þar sem tilkynnt er um tímabunda lausn Þórdísar Jónu Sigurðardóttur frá störfum til 30. júní 2023. MSS22080201

  Fylgigögn

 15. Fram fer umræða um landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022. MSS22030203

 16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní 2022 á tillögu að breyttu hlutverki forsætisnefndar. MSS22060157

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Reykjavíkurborg er sjálfstætt stjórnvald sem stjórnað er af lýðræðislega kjörinni borgarstjórn í umboði íbúa sveitarfélagsins. Forsætisnefnd hefur því hlutverki að gegna að tryggja vel skipulagða fundi borgarstjórnar, og þar með stuðla að góðum starfsanda. Að sama skapi er það ekki hlutverk forsætisnefndar að taka afstöðu til efnisatriða er varða stjórn Reykjavíkurborgar enda þekkist það vart að nefnd á vegum löggjafarþings, þjóðþings eða stjórnar sveitarfélags, sem sér um fundarstjórn, blandi sér í pólitísk efnisatriði. Það bókast hér með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gjalda varhug við því að í störf forsætisnefndar blandist verkefni atvinnulífs, nýsköpunar og ferðamála, sem eru veigamiklir og mikilvægir málaflokkar. Ákjósanlegra væri fyrir málaflokkana að færa þá undir viðeigandi fagráð innan borgarkerfisins.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Tillagan sem hér um ræðir felur í sér aukið hlutverk forsætisnefndar svo um munar. Nefndin fundar tvisvar í mánuði og á að taka yfir ólíklegustu mál, s.s. atvinnumál og ferðaþjónustu. Ekki er alveg séð hvernig þessi mál falla undir hlutverk forsætisnefndar eins og það var hugsað í grunninn. Þar ægir nú öllu saman, allt frá því að skipuleggja starf borgarstjórnar og fjalla um málefni kjörinna fulltrúa yfir í stóra málaflokka eins og atvinnu- og ferðamál. Nú þegar hlutverk forsætisnefndar hefur verið útvíkkað svo um munar er spurning hvort ekki þurfi að fjölga fundum og breyta nafni nefndarinnar.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní 2022 á tillögu að stofnun mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS22060044

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins hefur áhyggjur af því að með þessari breytingu, þ.e. að leggja niður ofbeldisvarnarnefnd og setja málaflokkinn undir mannréttindaráð, áður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð, sé verið að gengisfella málaflokkinn um ofbeldismál. Honum er nánast fórnað fyrir málaflokkinn um stafræna vegferð sem hefur fengið sér ráð. Til að fylla skarð málaflokks stafrænna umbreytinga í því ráði sem það var í, þótti meirihlutanum í lagi að smella málaflokknum um ofbeldi þar inn. Þessi tilfærsla segir mest um forgangsröðun síðasta og þessa meirihluta. Stafræn umbreyting er álitin mikilvægari en málaflokkur um ofbeldi. Enda þótt segi í greinargerð með tillögunni að þeim sem setið hafa í ofbeldisvarnanefnd verði tryggð aðkoma að störfum hins nýja ráðs þá er það nokkuð annað en að sitja í sérstakri nefnd um ofbeldismál eins og áður var. Ekki kemur fram hvort einhver sérstakur fjárhagslegur ávinningur sé af þessari breytingu.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní 2022 á tillögu að stofnun stafræns ráðs. MSS22060158

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokki fólksins þótti það ansi langt gengið af meirihlutanum að tilkynna eftir kosningar þegar búið var að ákveða skiptingu fulltrúa í ráð og fyrir lá að fulltrúi Flokks fólksins hygðist sitja í mannréttinda- og nýsköpunarráði næsta kjörtímabil að málaflokkur stafrænna umbreytinga skyldi fluttur úr ráðinu í sérstak stafrænt ráð. Flokkur fólksins hefur veitt aðhald og haldið uppi gagnrýni á hvernig hluta 13 milljarða hefur nánast verið eytt af lausung og leikaraskap ef tekið er mið af nútíma kröfum um skilvirkni. Tugir milljóna hafa streymt í einhverja erlenda ráðgjöf, fjölda tilraunaverkefna, þróunar- og uppgötvunarvinnu á lausnum sem varla teljast brýnar meðan brýnar lausnir eru látnar bíða. Látið er sem borgin reki hugbúnaðarfyrirtæki. Er hægt að álykta sem svo að með stofnun stafræns ráðs sem Flokkur fólksins á ekki aðkomu að sé verið að draga úr möguleika minnihluta fulltrúa að halda uppi málefnalegri gagnrýnni, aðhaldi og eftirliti með hvernig skattfé borgarbúa er varið í þessum málum. Í greinargerð segir að lyfta eigi upp stafrænum verkefnum. Flokkur fólksins telur að verið sé að búa til farveg þar sem gagnrýni kemst ekki að. Flokkur fólksins óttast að stefni í enn meira stjórnleysi þegar fulltrúi Flokks fólksins nýtur ekki lengur við til að veita aðhald.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. september 2022, þar sem tilkynnt er að Magnús Davíð Norðdahl taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Alexöndru Briem og að Alexandra taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í stað Magnúsar. MSS22060040

  Fylgigögn

 20. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Óskað er eftir upplýsingum um allar móttökur, sem haldnar hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar á árinu. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um hvar viðkomandi móttökur hafa verið haldnar, hvenær, af hvaða tilefni, fjölda boðsgesta og kostnað. MSS21120135

  -    Kl. 11:50 víkur Magnús Davíð Norðdahl af fundi.

Fundi slitið kl. 11:56

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsaetisnefnd_0209.pdf