No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 29. janúar, var haldinn 284. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:41. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds, Alexandra Briem og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. febrúar 2021.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillögur að markvissum vinnu- og virkniaðgerðum vegna stöðu á vinnumarkaði í kjölfar COVID-19, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt loftgæði í Reykjavík
c) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir fólk á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum
d) Umræða um hlutdeildarlán og tækifæri Reykjavíkur í uppbyggingu hagkvæmra íbúða (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um Alþjóðahús
f) Umræða um mansal (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)
g) Kosning í skipulags- og samgönguráð
h) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
i) Kosning í öldungaráð R21010074 -
Lagt fram fundadagatal borgarstjórnar og forsætisnefndar 2021. R21010084
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta, dags. 27. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Kostnaður við útvarpsútsendingar fer eftir lengd funda en er að meðaltali kr. 180.000 pr. fund á yfirstandandi kjörtímabili. Hagræðing af því að hætta útvarpsútsendingum væri u.þ.b. 2 m.kr. á ársgundvelli. Er því lagt til að forsætisnefnd samþykki að hætta útvarpsútsendingum frá fundum borgarstjórnar og fela skrifstofu borgarstjórnar að segja upp gildandi samningi án tafar og skal útsendingum hætt eftir sumarleyfi borgarstjórnar 2021. R21010084
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundum á netinu auk þess sem hljóðrásin er einnig send út sér. Því þykir, í ljósi kostnaðar, rétt að hætta með sérstakar útvarpsútsendingar af fundum borgarstjórnar.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber að senda út borgarstjórnarfundina í heyranda hljóði. Í ljósi þess er mikilvægt að gott aðgengi sé að útsendingum borgarstjórnarfundanna og nýttar séu fjölbreyttar leiðir til þess. Ef eitthvað er ættum við að leita fleiri leiða til að auka aðgengi að fundunum en að skrúfa fyrir útvarpssendingar. Í því sambandi mætti nefna Spotify o.fl. veitur og jafnvel sjónvarpsútsendingar frá fundunum. Lýðræðið kostar og hér er um tvær milljónir að ræða sem auðveldlega hefði mátt spara annars staðar en á kostnað lýðræðisins.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokk Íslands:
Það kann að vera að fólk sem hafi ekki aðgang að tölvu og neti, styðjist við útvarpssendingar til þess að hlusta á útsendingar af borgarstjórnarfundi. Mikilvægt er að kanna umfang þess áður en farið er í að skoða að hætta við útvarpssendingar.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun fulltrúa Sósíalista þess efnis „að það kann að vera að fólk sem hafi ekki aðgang að tölvu og neti, styðjist við útvarpssendingar til þess að hlusta á útsendingar af borgarstjórnarfundi. Mikilvægt er að kanna umfang þess áður en farið er í að skoða að hætta við útvarpssendingar.“
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að festa í sessi tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar, sbr. 11. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. janúar 2021. R20080128
Tillagan er felld með þremur atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Allir borgarfulltrúar í forsætisnefnd sameinuðust um þá nýbreytni í borgarstjórn að vera með óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn í tilraunaskyni í hálft ár. Sú tilraun hefur gefist vel og því hefði verið eðlilegt að þessi dagskrárliður verði festur í sessi. Þessi nýbreytni hefur verið liður í að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari, sveigjanlegri, auka upplýsingaflæði og gagnsæi auk þess að vekja meiri áhuga almennings og fjölmiðla á borgarmálefnum. Þá getur dagskrárliður sem þessi m.a. verið nauðsynlegur á óvissutímum eins og við höfum staðið frammi fyrir nú til að bregðast við og miðla upplýsingum með skjótari hætti. Með ofangreint í huga eru það vonbrigði að meirihlutinn felli tillöguna án nokkurra málefnalegra raka og komi þannig í veg fyrir að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Tilraun var gerð með óundirbúnar fyrirspurnir seinasta haust. Skoðanir á hugmyndinni eru skiptar og því þykir ekki rétt að festa hana í sessi án þess að breiðari samstaða sé um hana innan borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um ummæli kjörinna fulltrúa á netinu. R21010084
-
Fram fer umræða um öryggi kjörinna fulltrúa. R21010084
Lögð fram svohljóðandi bókun forsætisnefndar ásamt áheyrnarfulltrúum:
Forsætisnefnd fordæmir árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra og lítur þær mjög alvarlegum augum. Því miður hafa margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótanir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Forseta er falið að ræða við borgarritara og lögregluyfirvöld og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þurfi að óttast um öryggi sitt.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. janúar 2021, varðandi veikindaleyfi Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata. R20100338
Fylgigögn
-
Umræðu um tæknimál borgarstjórnar er frestað. R21010084
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Forsætisnefnd samþykkir að haldið verði kolefnisbókhald yfir flugferðir borgarfulltrúa innanlands sem utan. Slíkt bókhald yrði til þess fallið að veita borgarfulltrúum aðhald og meta nauðsyn og tilgang þeirra ferða sem farnar eru. Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi þegar kemur að gagnsærri stjórnsýslu. Ljóst er að kolefnisfótspor eru komin til vera sem mælieining sem gerir okkur meðvitaðri um þau spor sem við skiljum eftir okkur með m.a. með flugferðum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21010304
Frestað.
Fundi slitið klukkan 12:51
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir