Forsætisnefnd - Fundur nr. 239

Forsætisnefnd

Ár 2018, mánudaginn 25. júní, var haldinn fundur nr. 239 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek og Guðrún Ögmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á störfum forsætisnefndar.
    Samþykkt að halda starfsdag forsætisnefndar 17. ágúst 2018.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu forseta borgarstjórnar á fundi borgarstjórnar 19. júní 2018, þar sem fram kemur að Dóra Björt Guðjónsdóttir hafi verið kjörin forseti borgarstjórnar til eins ár og að Pawel Bartoszek og Guðrún Ögmundsdóttir hafi verið kjörin 1. og 2. varaforsetar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi tilnefningu áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd þar sem fram kemur að Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir verði áheyrnarfulltrúar og Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Eyþór Laxdal Arnalds verði áheyrnarfulltrúar til vara.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi tilnefningu áheyrnarfulltrúa í borgarráð, þar sem fram kemur að Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir verði áheyrnarfulltrúar og Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir verði áheyrnarfulltrúar til vara.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi tilnefningu áheyrnarfulltrúa í skipulags- og samgönguráð þar sem fram kemur að Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir verði áheyrnarfulltrúar og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir verði áheyrnarfulltrúar til vara.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2018 á tillögu um stofnun mannréttinda- og lýðræðisráðs.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2018 á tillögu um stofnun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2018 á tillögu um stofnun skipulags- og samgönguráðs.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2018 á tillögu um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram drög að fundadagatali fagráða Reykjavíkurborgar.

    -    Kl. 11:05 víkur Guðrún Ögmundsdóttir af fundinum

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd beinir þeim tilmælum til formanna fagráða að reyna að haga fundartíma ráðanna þannig að gert verði ráð fyrir matarhléi.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. júní 2018, þess efnis að Karl Berndsen borgarfulltrúi hafi tilkynnt um veikindaleyfi.

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að kjörnir fulltrúar og starfsmenn Ráðhússins fái frí bílastæði hér í borginni, með bílastæðakorti sem dæmi eða öðru kerfi. Það eru einhverjir sem bæði vilja og þurfa að nota einkabílinn sinn til vinnu og eiga að geta gert það án þess að nýta þá upphæð sem hugsað er að fari í eitt og annað aukreitis í starfinu. Hafa skal í huga að margir koma langt að og eiga þess ekki kost að nota almenningsamgöngur eða hjól enda á þetta að vera val hvers og eins. Ef hugsað er um hvernig þetta skuli fjármagnað legg ég til að sá siður leggist af að borgarstjóri hafi bílstjóra. Ég óskaði fyrir nokkrum dögum eftir upplýsingum um kostnað er varðar að halda úti bílstjóra fyrir borgarstjóra með öllu því sem því fylgir en hef ekki fengið það sent enn.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

  13. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2018, um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar.
    Frestað.

    -    Kl. 11:36 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.

    Fylgigögn