Forsætisnefnd - Fundur nr. 220

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 29. september, var haldinn 220. fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Marta Guðjónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

  1. Lagt til að sameiginlegum fundi borgarstjórnar og öldungaráðs verði frestað.
  2. Lögð fram tillaga, dags. 25. september 2016, um breytingu á lögreglusamþykktum Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. september 2017, um endurskoðun á samþykkt fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. september 2017, um endurskoðun á samþykkt fyrir umboðsmann borgarbúa.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram tölvubréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 19. september 2017, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 18. september 2017, á verklagsreglum um samskipti umboðsmanns borgarbúa við stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram tölvubréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. september 2017, um endurskoðaða starfslýsingu umboðsmanns borgarbúa.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20 september 2017, um samþykkt borgarstjórnar frá 19. september á tillögu forsætisnefndar um fjölgun borgarfulltrúa.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. september 2017, þar sem tilkynnt er að Linda Jónsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals í stað Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Jafnframt er tilkynnt að Sigurður Ingi Jónsson taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í stað Lindu.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um ársskýrslu umboðsmanns borgarbúa fyrir árið 2016.
  10. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. október nk. R17010108

Fundi slitið klukkan 11:30

Líf Magneudóttir

Halldór Auðar SvanssonElsa Hrafnhildur Yeoman