Forsætisnefnd - Fundur nr. 219

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 15. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Áslaug María Friðriksdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram yfirlit yfir mætingar á fundi fagráða, forsætisnefndar, borgarráðs og borgarstjórnar fyrstu sex mánuði ársins 2017.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram á yfirlit yfir mætingar á fundi hverfisráða fyrstu sex mánuði ársins 2017.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. september nk. R17010108

     

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

     

    Kaup á Aðalstræti 10 og sýning um sögu Reykjavíkur, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. september 2017

    Aðgerðaáætlun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. september 2017

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lifandi umferðarupplýsingar

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lengri opnunartíma sundlauga í öllum hverfum

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa

    Umræða um skýrslu um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)

    Umræða um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    Umræða um kostnaðarskiptingu vegna borgarlínu (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

     

Fundi slitið klukkan 11:05

Líf Magneudóttir