No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 12. febrúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Breytingartillaga borgarstjóra um að útfæra þjónustukönnun meðal borgarbúa með áherslu á notendur þjónustu og þjónustu í hverfum borgarinnar við tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Reykjavíkurborg kaupi íbúakönnun Gallup, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. febrúar
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytt hlutverk umhverfis- og skipulagsráðs
c) Umræða um barnalýðræði
d) Umræða um skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra
e) Umræða um málefni Grafarholts og Úlfarsárdals (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. júlí 2015, þar sem óskað er eftir umsögn forsætisnefndar um meðfylgjandi skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar, dags. 30. júní 2015.
Svohljóðandi umsögn forsætisnefndar samþykkt:
Forsætisnefnd þakkar fyrir að fá að koma að athugasemdum við fyrirliggjandi skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkur. Forsætisnefnd minnir á að á næsta kjörtímabili mun borgarfulltrúum fjölga úr 15 í að lágmarki 23 og má gera ráð fyrir því að störf þeirra komi til með að taka breytingum. Forsætisnefnd vinnur nú að því verkefni, m.a. með því að endurskoða samþykktir Reykjavíkurborgar, og mun taka mið af niðurstöðum skýrslunnar í þeirri vinnu.
Þá þarf að taka afstöðu til þess við ákvarðanatöku um þær leiðir sem farnar verða með hvaða hætti pólitísk ákvörðun verður – hvort hún á að breytast og færast í ríkari mæli út í hverfin eða hvort hún á áfram að vera í höndum borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða. Hlutverk hverfisráða þarf að vera skýrt gagnvart þeirri þjónustu og þeirri stefnumörkun sem á að eiga sér stað í hverfunum.
3. Fram fer umræða um fund borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar.
Samþykkt að fella niður sameiginlegan fund sem áætlaður var þann 4. mars nk. og halda hann að ári.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. febrúar 2016, um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda.
Samþykkt að vísa minnisblaðinu til kynningar hjá nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar.
5. Kynnt er fyrirhuguð ferð forseta borgarstjórnar til New York vegna kvennanefndarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer 14. til 24. mars nk.
6. Lagt fram tölvubréf mannréttindaskrifstofu, dags. 5. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir afnotum af borgarstjórnarsal dagana 15. og 16. september 2016 vegna funda með sendinefnd Intercultural Cities.
Samþykkt.
7. Fram fer umræða um fund borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna.
Forsætisnefnd samþykkir eftirfarandi reglur um fundarsköp:
Hver og ein tillaga Reykjavíkurráðsins verður afgreidd eftir umræðu um hana. Einn borgarfulltrúi hefur heimild til að taka til máls undir hverjum lið og skal ræðutími ekki vera lengri en 5 mínútur. Tími til andsvara skal vera 1 mínúta.
8. Fram fer kynning á stöðu mála hjá umboðsmanni borgarbúa.
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið. kl. 12.03
Sóley Tómasdóttir
Halldór Auðar Svansson Elsa Yeoman