Forsætisnefnd - Fundur nr. 173

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 27. febrúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. mars nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á skólasameiningum með áherslu á samskipti og samráð við foreldra

c) Umræður um tillögur fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar)

d) Umræður um skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

e) Umræður um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

f) Kosning í barnaverndarnefnd

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar: 

Lagt er til að samþykkt verði að boða til sérstaks hátíðarfundar kvenna í borgarstjórn Reykjavíkur þann 31. mars nk. í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. febrúar 2015, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum þann 17. febrúar 2015 samþykkt tillögu um skipun fulltrúa í ráð og nefndir. 

Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna minnisblað vegna málsins og leggja fyrir forsætisnefnd.

4. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 2. desember 2014, um ábendingar úttektarnefndar nr. 12, 20 og 21, ásamt tillögu að reglum Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa.

Frestað.

5. Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnir umsóknir um afnot af borgarstjórnarsal.

6. Fram fer umræða um fjölgun borgarfulltrúa.

7. Fram fer umræða um fund borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna 24. mars 2015.

8. Fram fer umræða um sameiginlega fund Reykjavíkurborgar og Akureyrar sem haldinn verður 5. mars nk.

9. Fram fer kynning á stöðu undirbúningsvinnu fyrir Norrænu höfuðborgarráðstefnuna 2015.

Hilmar Magnússon og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.44 víkur Halldór Halldórsson af fundi.

10. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar, dags. í dag, um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12.00

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson