No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 12. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Eva Einarsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen. Einnig sátu fundinn Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
Breyting á deiliskipulagi vegna Borgartúns 28, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. september sl.
Tillaga að framlengingu verkefnis um umboðsmann borgarbúa og umræða um áfangaskýrslu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata)
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðbrögð vegna veikinda starfsmanna
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að auka gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og bæta upplýsingamiðlun til almennings
Umræða um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)
Breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar; síðari umræða
Fundi slitið. kl. 11.30.
Sóley Tómasdóttir
Eva Einarsdóttir Þórgnýr Thoroddsen