No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2011, föstudaginn 2. september, var haldinn 119. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru Elsa Yeoman og Óttarr Proppé. Jafnframt sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um úttekt á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í Reykjavík.
b. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks um úttekt innri endurskoðanda á stofnun skóla- og frístundasviðs og sameiningum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
c. Umræða um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og húsnæðismarkað í Reykjavík (að beiðni allra flokka)
Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 11.15.
2. Lögð fram tillaga að endurskoðuðum símareglum borgarfulltrúa.
Frestað.
3. Umræða um samþykktir borgarstjórnar.
Samþykkt að halda vinnudag forsætisnefndar í byrjun október. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að gera tillögu að tímasetningu fundarins og dagskrá.
Fundi slitið kl. 11.45
Elsa Yeoman
Óttarr Proppé