Forsætisnefnd
Ár 2025, föstudaginn 12. desember, var haldinn 367. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:10. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Einar S. Guðmundsson og Helga Þórðardóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. desember 2025.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Forvarnir og aðgerðir gegn ofbeldi barna og ungmenna, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að falla frá deiliskipulagstillögu fyrir Suðurlandsbraut
c) Ljósvistarstefna Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. desember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna)
d) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um Reykjavíkurflugvöll
e) Umræða um deiliskipulag Birkimels 1 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
f) Umræða um tilögu að nýju deiliskipulag við Holtsgötu 10-12 og Brekkustíg 16 (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
g) Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti
j) Umræða um öryggismál á skiptistöðinni í Mjódd (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) MSS25010046 -
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 10 desember, varðandi drög að stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25110035Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2025, varðandi breytingar á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 með síðari breytingum, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. október 2025, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um boð í verðlaunaafhendingar og viðburði á vegum Reykjavíkurborgar, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 17. október 2025.
Tinna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25100123
Fulltrúar Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir kynninguna á verklagi í kringum gestalista í opinberar móttökur Reykjavíkurborgar. Í dag er miðað við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. Talið er að núverandi gestalisti endurspegli betur hverja móttöku fyrir sig og þann málaflokk sem um ræðir. Forsætisnefnd telur eðlilegt að ræða og skoða þetta verklag nánar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ásamt áheyrnarfulltrúa Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt einsdæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökur haldnar fyrir hönd allrar borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda. Samkvæmt samþykktum borgarinnar ber forsætisnefnd ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því er óeðlilegt að borgarstjóri taki slíkar ákvarðanir án þess að upplýsa nefndina eða kalla eftir afstöðu hennar. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni. Slíkir viðburðir eru ekki einkamál embættismanna heldur formleg framsetning borgarinnar, þar sem viðvera kjörinna fulltrúa skiptir máli. Framganga borgarstjóra í þessu máli vekur áhyggjur af meirihlutaræði og skorti á gegnsæi í stjórnsýslu borgarinnar og grefur undan trausti og samstöðu innan borgarstjórnar.
Fulltrúar Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Rétt er að taka fram að opinberar móttökur borgarstjórnar eru á ábyrgð skrifstofu borgarstjórnar og opinberar móttökur borgarstjóra eru á ábyrgð skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Unnið er eftir samþykktri vinnulýsingu um ákvörðun og framkvæmd opinberra móttaka.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ásamt áheyrnarfulltrúa Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Rétt er að taka fram að samkvæmt 1. gr. reglna um móttökur borgarstjórnar kemur fram að opinberar móttökur Reykjavíkurborgar eru formlegar móttökur borgarstjórnar og borgarstjóra. Í 4. gr. sömu reglna kemur þá fram að gestgjafar eru borgarstjóri, forseti borgarstjórnar, formaður borgarráðs, borgarfulltrúar eða staðgenglar þeirra. Rétt er að hafa þetta í huga þegar ákvarðanir eru teknar um boð í móttökur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um umræðu um móttökur Reykjavíkurborgar og boðun í þær, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 17. október 2025.
Samþykkt.Tinna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25100123
-
Fram fer umræða um trúnaðarmerkingar á gögnum. MSS22080219
Fundi slitið kl. 11:53
Sanna Magdalena Mörtudottir Helga Þórðardóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 12.12.2025 - Prentvæn útgáfa