Forsætisnefnd - Aukafundur forsætisnefndar 21. mars 2017

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 21. mars, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í forsetaherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar um breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Lagt er til að samþykkt verði að gera breytingar á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg þannig að heildarlaunakostnaður borgarfulltrúa og þóknanir annarra kjörinna fulltrúa taki framvegis breytingum til samræmis við launavísitölu.  Grunnlaunin skulu miða við þróun launavísitölu frá síðasta úrskurði kjararáðs fyrir upphaf tímabilsins sem rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins miðar við, þ.e. marsmánuð 2013, og uppfærast í janúar og júlí ár hvert . Breytingin skal miðast við 1. nóvember 2016 og er skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að vinna nauðsynlegar breytingar á samþykktinni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16110090

Samþykkt.

Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 13.38

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson