Fjölmenningarráð - Fundur nr. 73

Fjölmenningarráð

Ár 2024, þriðjudaginn 10. september var haldinn 73. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.01. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Monika Gabriela Bereza, Milan Chang, Helga Margrét Marzellíusardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Mouna Nasar. Einnig sat fundinn Elísabet Pétursdóttir og Aleksandra Kozimala.

Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjölmenningarráðs: 

    Lagt er til að fjölmenningaráð samþykki að starfsáætlun fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, starfsárið 2024- 2025 verði með eftirfarandi hætti; Auk Fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar sem haldið verður í maí 2025, verði fjórir fundir fjölmenningarráðs tileinkaðir samstarfi með hagsmunaaðilum og haldnir í hverfum borgarinnar í október, janúar, mars og apríl.

    Tillögunni fylgir greinargerð. MSS24090033

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram fundardagatal fjölmenningarráðs 2024-2025. MSS22090148

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu Ungir leiðtogar. MSS24030087

    Fylgigögn

  4. Lögð fram skýrsla mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar um Fjölmenningarþing 2024. MSS23010211

    Fylgigögn

  5. Kynningu um Borgaraþing um málefni barna á aldrinum 0-6 ára, er frestað. MSS24050127

  6. Lögð fram skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunar, Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland 2024. MSS24090019

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:59

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir

Monika Gabriela Bereza Milan Chang

Mouna Nasr

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs 10. september 2024