Fjölmenningarráð - Fundur nr. 70

Fjölmenningarráð

Ár 2024, miðvikudaginn 20. mars var haldinn 70. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.02. Fundinn sátu Helgi Áss Grétarsson, Þorvaldur Daníelsson og Milan Chang. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Jeta Ejupi Abdullahu. Einnig sat eftirfarandi starfsmaður fundinn: Elísabet Pétursdóttir.

Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um viðhorf gagnvart fólki af erlendum uppruna í Reykjavík.

  - Kl. 15.08 tekur Monika Bereza sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:

  Fjölmenningarráð þakkar fyrir umræðu um aukningu í neikvæðum viðhorfum til fólks af erlendum uppruna og gagnlegt var að fá umræðu um ýmis grundvallaratriði sem tengjast aukinni skautun í samfélaginu. Finna þarf leiðir til að auka fræðslu og skilning svo að samhygð og inngilding sé ávallt höfð að leiðarljósi í málefnum þeirra sem eru af erlendu bergi brotin.

  Óskar Dýrmundur Ólafsson og Fahim Khoshkhoo taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24030082

 2. Fram fer kynning á verkefninu úttekt um menningar- og kynþáttafordóma hjá starfstöðum Reykjavíkurborgar. MSS22060212

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um Fjölmenningarþing 2024 sem verður haldið þann 4. maí n.k. MSS23010211

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.29

Helgi Áss Grétarsson Þorvaldur Daníelsson

Milan Chang Monika Gabriela Bereza

Jeta Ejupi Abdullahu

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 20. mars 2024