Borgarstjórn - Borgarstjórn 3.12.2024

Borgarstjórn

Ár 2024, þriðjudaginn 3. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:12. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. nóvember 2024. Einnig er lagður fram 6. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2024; breytingatillögur borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025, merktar SBPC-1 til SBPC-17 ásamt 25. lið sömu fundargerðar; breytingatillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J-1 til J-4. Lagðar eru fram á fundinum breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D-2 til D-18, breytingatillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F-7 til F-27 og breytingatillögur borgarfulltrúa Vinstri grænna merktar V-11 til V-14.

    -    Kl. 12:15 víkur Andrea Helgadóttir af fundinum og Ásta Þórdís Skjalddal tekur þar sæti.
    -    Kl. 14:00 tekur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sæti á fundinum og Helga Þórðardóttir víkur af fundi. 
    -    Kl. 15:15 er gert hlé á fundinum.
    -    Kl. 15:37 er fundi fram haldið
    -    Kl. 17:45 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum og Helgi Áss Grétarsson tekur þar sæti.
    -    Kl. 17:50 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir tekur þar sæti. 
    -    Kl. 18:05 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundinum og Ásta Björg Björgvinsdóttir tekur þar sæti.
    -    Kl. 18:25 er gert hlé á fundinum. 
    -    Kl. 19:10 er fundi fram haldið. 
    -    Kl. 20:20 víkur Friðjón R Friðjónsson af fundinum og Sandra Hlíf Ocares tekur þar sæti.

    Er þá gengið til atkvæða um þær breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2025 sem fyrir liggja.

    SBPC-1 Tillaga vegna Jafnlaunastofu. Lagt er til að fjárheimildir mannauðs- og starfsumhverfissviðs verði hækkaðar um 3.000 þ.kr. vegna leiðréttingar á launa- og rekstrarkostnaðargrunni. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205. 
    Samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-2 Tillaga vegna Vöggustofunefndar. Lagt er til að fjárheimildir sameiginlegs kostnaðar, ÖNN 09510 verði hækkaðar um 37.362 þ.kr. vegna heilstæðrar athugunar á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Vinna nefndarinnar er hafin en lýkur ekki fyrr en á árinu 2025 og því er lagt til að fjárheimildir sem ekki hafa verið nýttar á árinu 2024 verði fluttar yfir á árið 2025. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205. 
    Samþykkt.

    SBPC-3 Tillaga vegna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og íþróttasviðs verði hækkaðar um 38.400 þ.kr. vegna samningsbundinna greiðslna til Sinfóníuhljómsveitar Íslands en Reykjavíkurborg greiðir 18% af rekstri hljómsveitarinnar skv. lögum nr. 33/2023. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205. 
    Samþykkt.

    SBPC-4 Tillaga vegna búsetuúrræðis við Háteigsveg. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 216.362 þ.kr. vegna nýs búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk á Háteigsvegi. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205. Samþykkt.

    SBPC-5 Tillaga vegna tilfærslu á fjárheimildum. Lagt er til að velferðarsvið fái heimild til að leiðrétta dreifingu á fjármagni innan sviðs. Ekki er um að ræða breytingar á fjárhæð, eingöngu með hvaða hætti fjármagnið dreifist á kostnaðarstaði. 
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-6 Tillaga vegna breytingar á innri leigu. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði lækkaðar um 29.921 þ.kr. Á sama tíma munu tekjur eignasjóðs lækka um 3.172 þ.kr. og fjárheimildir á ÖNN, kostn.st. 09205, ófyrirséð hækkaðar um 26.749 þ.kr. Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-7 Tillaga vegna leikskólalíkansins Snorra. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 1.737.000 þ.kr. vegna innleiðingar á nýju leikskólalíkani, Snorra, sem kynnt var í borgarráði þann 14. nóvember 2024 og gert er ráð fyrir að tekið verði í notkun 1. janúar 2025. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205. 
    Samþykkt.

    SBPC-8 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi grunnskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 300.767 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna og uppfærslu á framlagi til sjálfstætt starfandi grunnskóla. Fjárheimildin gerir ráð fyrir að 819 börn sæki sjálfstætt starfandi grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205 og varasjóði launa, kostn.st. 09126. 
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-9 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi leikskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 432.000 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna og uppfærslu á framlagi til sjálfstætt starfandi leikskóla vegna innleiðingar á Snorra, nýju leikskólalíkani. Fjárheimildin gerir ráð fyrir að 1.164 börn sæki sjálfstætt starfandi leikskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-10 Tillaga vegna breytinga á barnafjölda í borgarreknum grunnskólum. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 20.325 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna í grunnskólalíkaninu Eddu. Fjárheimildin gerir ráð fyrir 14.495 börnum í borgarreknum grunnskólum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. 
    Samþykkt.

    SBPC-11 Fjárfesting í stafrænum innviðum flutt í rekstur. Lagt er til að fjárheimildir á ófyrirséð verði hækkaðar um 181.679 þ.kr. til að mæta rekstrarkostnaði vegna fjárfestingar í stafrænum innviðum. Útgjaldaauki verður fjármagnaður af handbæru fé. Samanlagt er gert ráð fyrir að 918.006 þ.kr. verði færðar úr fjárfestingu í rekstur frá upphafi árs 2025. Þar af munu fagsvið taka yfir kostnað vegna rekstrar á hugbúnaði og lausnum sem nemur 275.238 þ.kr., en af því má rekja 115.613 þ.kr. til sameiginlegra lausna og 159.624 vegna rekstrar á sérlausnum sviða. Reksturinn á Hlöðunni og mínum síðum, 242.768 þ.kr., verður færður miðlægt til útgjalda á sameiginlegan kostnað Reykjavíkurborgar. Sameiginlegur kostnaður ÞON vegna vörustjóra, stafrænna leiðtoga, gagnasérfræðinga og lögfræðiþjónustu verður jafnframt gjaldfærður miðlægt á sameiginlegan kostnað 400.000 þ.kr.
    Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-12 Tillaga vegna hækkunar á tekjum Jöfnunarsjóðs. Lagt er til að áætlaðar tekjur frá Jöfnunarsjóði vegna málaflokks fatlaðs fólks hækki um 361.089 þ.kr. í samræmi við uppfærða áætlun frá sjóðnum vegna næsta árs. Hækkuninni verður ráðstafað á ófyrirséð, kostn.st. 09205.
    Samþykkt.

    SBPC-13 Tillaga vegna hækkunar útsvarstekna. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna útsvars verði hækkaðar um 613.563 þ.kr. vegna breytinga á verðlags-, launa- og vinnumagnsforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2024. Áhrif hærri verðlags- og launaforsendu á útsvarstekjur hefur jákvæð áhrif vegna þess að útsvarstekjur eru háðar launum íbúa Reykjavíkur. Hækkun útsvarstekna leiðir til hækkunar á handbæru fé.
    Samþykkt.

    SBPC-14 Tillaga vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindingar verði hækkuð um 350.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2024. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Áhrif hærri launaforsendu eru neikvæð vegna þess að skuldbindingar sjóðsins eru uppreiknaðar með launavísitölu. Hækkun útgjalda hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu til lækkunar en ekki á handbært fé. Samþykkt.

    SBPC-15 Tillaga vegna breytingar á fjármagnskostnaði A-hluta. Lagt er til að nettó fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður í samræmi við breyttar verðlags- og vaxtaforsendur í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2024. Tillagan felur í sér að rekstrarniðurstaða lækkar vegna hærri verðbóta um 436.441 þ.kr. Á móti er gert ráð fyrir að handbært fé hækki um 125 m.kr. vegna endurskoðaðrar vaxtaforsendu og þar sem verðbætur hafa ekki áhrif á handbært fé. Breytingin hefur áhrif á aðalsjóð og eignasjóð samkvæmt meðfylgjandi töflu. Breytingin felur jafnframt í sér hækkun á liðnum „Verðbætur, afföll og gengismunur“ um 561.659 þ.kr. í sjóðstreymi A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-16 Breytingar á milliviðskiptum A-hluta. Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu. Breytingin skýrist af afleiddum áhrifum af breyttum verðlagsforsendum.
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-17 Framkvæmd. Lagt er til að sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið. 
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-2 Tillaga um lækkun eða frestun á fjárfestingum. Lagt er til að fjárfesting í áhöldum, tækjum og hugbúnaði ÞON verði lækkuð úr 1.600 milljónum króna niður í 1.000 milljónir króna. Forgangsraðað verði í þágu stafrænnar umbreytingar á velferðarþjónustu, skólastarfi barna og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs. Öll verkefni verði ábatagreind og það tryggt að áformað hagræði skili sér í reynd. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 600 milljónum króna og er lagt til að handbært fé verði hækkað sem því nemur.
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-3 Tillaga um frestun fjárfestinga í miðborginni. Lagt er til að fjárfestingum vegna Hlemmsvæðis verði frestað að hluta og framkvæmdum við göngugötur í Kvos verði frestað í heild. Kostnaðarlækkun vegna frestunar við Hlemmsvæði nemi 400 milljónum króna og kostnaðarlækkun vegna frestunar við göngugötur í Kvos nemi 150 milljónum króna. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur samanlagt 550 milljónum króna og fer af kostnaðarstað 3105. Lagt er til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    D-4 Tillaga um stjórnkerfisúttekt. Lagt er til að ráðnir verði óháðir sérfræðingar til að framkvæma stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu, þar sem lögbundin verkefni borgarinnar yrðu sundurgreind annars vegar og ólögbundin verkefni hins vegar. Jafnframt yrði leitað tækifæra til að ná fram auknu hagræði í rekstrinum. Niðurstöðum og tillögum verði skilað eigi síðar en 1. maí 2025. Í framhaldinu verði fjármunum forgangsraðað í þágu lögbundinnar grunnþjónustu, auk leikskólaþjónustu. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.
    Samþykkt með 22 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

    D-5 Tillaga um ráðningarbann í miðlægri stjórnsýslu. Lagt er til að bann verði lagt við frekari ráðningum innan miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar út árið 2025. Þess í stað verði einblínt á að manna framlínustörf og nauðsynleg störf við framfylgd lögbundinnar þjónustu. Dregið verði úr þeirri þróun að starfsmönnum borgarinnar fjölgi hlutfallslega meira en íbúum, líkt og raunin var á undanliðnum árum. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-6 Tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði færð undir velferðarsvið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð verði sameinað velferðarráði. Lagt er til að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur verði sameinuð velferðarsviði og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð og velferðarráð verði sameinuð í eitt ráð: velferðar- og mannréttindaráð. Tillagan felur í sér hagræðingu og aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Auk þess felur tillagan í sér valdeflingu í verki svo styrkja megi málaflokkinn og efla. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 150 m.kr. árlega, sem færðar verða af kostnaðarstöðum 01270 og 01271 yfir á handbært fé.
    Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-7 Tillaga um hagræðingu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að hagrætt verði á skrifstofu borgarstjóra (01100) sem nemur 100 m.kr. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01100 verði því lækkaðar um 100 m.kr. og handbært fé hækkað sem því nemur. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-25 Tillaga um niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og annarri stjórnsýslu. Lagt er til að borgarstjórn samþykki kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og í annarri stjórnsýslu borgarinnar þar sem flestar ráðningar hafa átt sér stað og mesta þenslan er. Sjá tillögur um hagræðingarhugmyndir í meðfylgjandi greinargerð. Áætlað er að hagræðing nemi 30 m.kr. sem ráðstafað verði á liðinn ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingartillögunni. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-8 Tillaga um hagræðingu í markaðs- og viðburðamálum. Lagt er til að hagrætt verði um 10 milljónir hvað varðar markaðs- og viðburðarmál (01289), sérstakar athuganir og úttektir (09204), almannatengsl og kynningar (09514) og auglýsingar (09518). Fjárheimildir af kostnaðarstöðum 01289, 09204, 09514 og 09518 verði lækkaðar um 10 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-9 Tillaga um fækkun upplýsingafulltrúa. Lagt er til að hagrætt verði sem nemur 100 milljónum króna hvað varðar samskiptamál á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01288 verði lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-10 Tillaga um hagræðingu vegna móttaka. Lagt til að sameiginlegur kostnaður lækki sem nemur 10 m.kr. í móttökur. Fjárheimildir af kostnaðarstað 09202 verði því lækkaðar um 10 m.kr. og handbært fé hækki sem því nemur.
    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-11 Tillaga um að hagræða við skipulag borgarstjórnarfunda. Borgarstjórnarfundir hefjist klukkan 9 að morgni, tvo þriðjudaga í mánuði, og verði þannig dregið úr kostnaði við yfirvinnu starfsfólks og fjölskylduvænna vinnuumhverfi skapað. Fjárheimildir borgarstjórnar, kostnaðarstaður 01001, verði þannig lækkaðar til samræmis og handbært fé hækkað um sömu fjárhæð.
    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, og Vinstri grænna gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-12 Tillaga um fækkun borgarfulltrúa. Lagt til að Borgarstjórn Reykjavíkur skori á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Fækkun borgarfulltrúa mun leiða til kostnaðarlækkunar á kostnaðarstað 01001.
    Tillögunni er vísað frá með 17 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar Flokks fólksins og Vinstri grænna  gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

    D-13 Tillaga um fjölgun lóðaúthlutana undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis. Lagt til að tekjuáætlun fimm ára fjárhagsáætlunar verði styrkt með því að fjölga lóðum undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis í borgarlandinu. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs en þó ekki síður að gefa borgarbúum áhugaverðara val á búsetukostum á hagstæðu verði. Borgarstjórn felur umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem vinna að þessu markmiði. Horft verði í fyrstu atrennu til fjölgunar lóða í Örfirisey, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Staðahverfi í Grafarvogi. 
    Samþykkt með 22 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar átakshóps í húsnæðismálum.

    F-22 Tillaga um breytt fyrirkomulag lóðaúthlutana. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að brjóta nýtt land undir byggð og auka valmöguleika á úthlutun lóða í Reykjavík þannig að félögum, hópum og jafnvel einstaklingum verði gert fært að sækja um byggingarhæfa lóð í Reykjavík á föstu verði. Eins og staðan er í dag er lóðum eingöngu úthlutað að undangengnu útboði en það er of takmarkað og útilokar þar með smærri hópa eða einstaklinga sem tilbúnir eru til að byggja hús. Áætlað er að aðgerðin skili 400 m.kr. í tekjuauka á árinu 2025.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-14 Tillaga um fjölgun atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Lagt til að fjölgað verði atvinnulóðum fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs til næstu ára. Á undanförnum árum hafa reykvísk fyrirtæki af margvíslegum toga ekki séð sér annað fært en að flytja starfsemi sína úr höfuðborginni. Kostir á uppbyggingu innan Reykjavíkur hafa verið takmarkaðir og fáar atvinnulóðir eru í boði. Markmið tillögunnar er því einnig að snúa þeirri þróun við. Hugað verði að skipulagi atvinnulóða við þróun allra borgarhverfa. Borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem stefna að þessu markmiði. Fjárhagsáætlun verði breytt til samræmis verði tillagan samþykkt.
    Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-15 Tillaga um sölu Ljósleiðarans ehf. Lagt er til að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur að fullu, í ljósi þess að sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.
    Tillagan er felld með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata,  Viðreisnar, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokka.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-16 Tillaga um undirbúning sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Lagt er til að hafinn verði undirbúningur á fyrirhugðu söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Styrkum stoðum verði rennt undir reksturinn á næstu árum svo fýsilegt verði að setja félagið í söluferli við lok kjörtímabils.
    Tillögunni er vísað frá með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-17 Tillaga um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar. Lagt er til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar.
    Tillögunni er vísað frá með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    D-18 Tillaga um rekstrarútboð á sorphirðu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í rekstrarútboð á sorphirðu Reykjavíkurborgar. Reksturinn verði boðinn út eigi síðar en 1. mars 2025.
    Tillögunni er vísað frá með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-21 Tillaga um tilraunaverkefni á útboði sorphirðu í einu póstnúmeri. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að farið verði í útboð á sorphirðu í einu póstnúmeri innan Reykjavíkur ásamt því að kanna hagkvæmni á útboði vegna þjónustu við djúpgáma.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Tillögunni er vísað frá með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    J-1 Tillaga um að laun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum árið 2025. Grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Í ljósi efnahagsstöðunnar er lagt til að launin taki ekki hækkunum árið 2025. Sparnaðurinn fyrir árið 2025 er áætlaður 35.500 þ.kr.
    Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    J-2 Tillaga um hækkun fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð borgarinnar er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar og er ekki veitt nema að allar aðrar leiðir hafi verið kannaðar til hlítar. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er því síðasta úrræðið sem stendur manneskjum til boða og er oft hugsuð sem öryggisnet til skemmri tíma en sumir þurfa að lifa á þessari upphæð til lengri tíma. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar nemur allt að 247.572 krónum á mánuði, frá áramótum 2025, fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en upphæðin fer lækkandi ef slíkt á ekki við. Upphæðir fjárhagsaðstoðarinnar eru því ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni. Því er lagt til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu verði bundin við lægsta taxta Starfsgreinasambandsins sem er sett við 425.985 krónur á mánuði. Kostnaðarauki tillögunnar sé tekið mið af fjölskyldugerð og búsetuformi þess hóps sem fékk fjárhagsaðstoð í október 2024 og áætlaðrar fjölgunar á komandi ári, nemur á mánuði um 305 m.kr. eða á ári um 3.660 m.kr. (3,6 milljarðar). Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoðin þróist í takt við hækkun lágmarkstekna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    J-3 Tillaga um desemberuppbót til allra með tekjur fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að allir sem fá nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það einungis náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 14,5 m.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    J-4 Tillaga um gjaldfrjáls frístundaheimili. Lagt er til að frístundaheimili á vegum borgarinnar verði gjaldfrjáls. Tekjulækkun skóla- og frístundasviðs yrði 1.089 þ.kr. miðað við að ekki yrðu breytingar á þeim barnfjölda sem er nú þegar að nýta sér þjónustuna. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-7 Tillaga um að fjölga talmeinafræðingum. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fjölgað verði um eitt stöðugildi talmeinafræðings í skóla- og frístundaþjónustu á hverri miðstöð. Áætlaður heildarkostnaður er 64 milljónir á ársgrundvelli sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
    Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um rýningu a biðlistum barna og ungmenna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á framkvæmd.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-8 Tillaga um aukið fjármagn til félags- og velferðamála fatlaðs fólks. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að veitt verði meira fé til félags- og velferðarmála fatlaðs fólks. Áætlaður kostnaður er 600 milljónir sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-9 Tillaga um úrbætur við biðstöðvar Strætó. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að hraða úrbótum á biðstöðvum Strætó. Nauðsynlegt er að bæta við a.m.k 70 biðstöðvum umfram það sem áætlað er. Fjármagn verði flutt frá verkefnum eins og þrengingu gatna og endurgerð á Lækjartorgi/Kirkjustræti. Áætlaður heildarkostnaður á hverja stöð er að meðaltali 4-4,5 m.kr. Inni í þeim kostnaði er hönnun, framkvæmd og eftirlit en innri kostnaður er ekki talinn í þessa upphæð. Áætlaður kostnaður við 70 biðstöðvar er 280 m.kr. miðað við að hver stöð kostar 4. m.kr. Lagt er til að 150 m.kr. verði teknar af verkefni 30539, vistgötur og göngusvæði í Kvosinni, og 130 m.kr af liðnum ófyrirséð. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-10 Tillaga um að fjármagna uppbyggingaráætlun um sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fjármagna að fullu uppbyggingaráætlun um sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk sem var samþykkt sumarið 2022 til viðbótar gildandi áætlun frá 2017. Áætlaður kostnaður er 800 milljónir sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Vísað frá með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins og Vinstri grænna. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-11 Tillaga um að fjölga félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki styrk til Félags eldri borgara, álíka upphæð og greitt er til hinna félagsmiðstöðvanna. Félag eldri borgara er eitt fárra félaga ef ekki eina félagið innan Landssambands eldri borgara sem nýtur ekki stuðnings frá sínu bæjarfélagi/Reykjavíkurborg. Um er að ræða eins konar ígildi  átjándu félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Áætlaður kostnaður er 76 m.kr. sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um mótun stefnu í málefnum eldra fólks. 
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-12 Tillaga um breytingar á ráðstöfun fjármagns á skóla- og frístundasviði. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að falla frá eftirfarandi skerðingum á þjónustu skóla- og frístundarsviðs. Áætlaður heildarkostnaður er 800 m.kr. á ársgrundvelli sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Fallið verði frá að fresta verkefninu fyrr í frístundaheimili og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 300 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá frestun á verkefninu áfallateymi og fjölmenningarráðgjöf í miðstöðvum, 265 m.kr. og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 265 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá frestun á hækkun framlags til grunnskóla vegna ísl.2. og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til samræmis. Fallið verði frá lækkun þróunarstyrkja menntastefnu tímabundið úr 100 m.kr. í 50 m.kr. og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 50 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá fækkun frístundafræðinga og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 28 m.kr. til samræmis. Falllið verði frá skerðingu á þjónustu frístundaheimila á löngum dögum og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 44 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá að loka í sumarfrístund í 5 vikur í stað 4 vikna og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 23 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá styttingu á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita um 30 mínútur og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 73 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá því að úr fjármagni til reksturs Brúarskóla og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 30 m.kr. til samræmis. Fallið verði frá því að skerða sumarlokun leikskóla. og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til samræmis. Fallið verði frá því að stytta opnunartíma leikskóla og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til samræmis. Fallið verði frá því að fækka í ráðgjafahópi og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til samræmis. Skerðing m.a. fækkun kennslustunda af tónlistskólanum verði aðeins helmingur af því sem lagt er til eða 75 m.kr. og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til samræmis.
    Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-13 Tillaga um að hækka styrkveitingu til Foreldrahúss. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að styrkur til Foreldrahúss verði 15. m.kr. í stað 10 m.kr.  Áætlaður kostnaður er 5 milljónir sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-14 Tillaga um úrbætur á aðgengi í skólum Reykjavíkurborgar. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að leysa þann aðgengisvanda sem er til staðar í sumum skólum borgarinnar með því að flytja fjármagn frá verkefnum eins og þrengingu gatna og hönnun á Lækjartorgi og það fjármagn nýtt til að bæta aðgengi fyrir fötluð börn að skólum og öðrum samkomustöðum barna. Þessi mál þurfa að fara í forgang. Samkvæmt kostnaðarmati má gera ráð fyrir 5 m.kr. á hvern skóla. Áætlaður kostnaður við fimm skóla er 25 m.kr. sem yrði fjármagnað af verkefni 30539, vistgötur og göngusvæði í Kvosinni.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-15 Tillaga um hækkun grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækki sem hér segir: Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækki úr 239.895 kr. á mánuði í 257.046 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækki úr 383.832 kr. í 411.273 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækki úr 202.123 kr. í 216.574 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækki úr 119.948 kr. í 128.524 kr. á mánuði. Fjárhæð vegna barna í 16. gr. a hækki úr 19.254 kr. í 20.631 kr. á mánuði. Breyting þessi taki gildi frá og með 1. janúar 2025. Áætlaður kostnaður er 132 m.kr. sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. 
    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-16 Tillaga um breytingar á launum formanna íbúðaráða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera breytingar á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg þannig að laun formanna verði lækkuð til jafns við laun annarra í íbúaráðunum. Ekki er greitt fyrir hvern fund heldur eru fulltrúar á föstum launum allt árið. Miðað við uppfærð laun nefndarfulltrúa og níu ráð þá ætti heildarsparnaður við að lækka laun að vera 10,1 m.kr. Sparnaður verði færður á liðinn ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-17 Tillaga um að lækka áætlaðan kostnað vegna utanlandsferða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að lækka áætlaðan kostnað vegna utanlandsferða. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 er gert ráð fyrir ferðakostnaði að upphæð 92,8 m.kr. Lagt er til að sú fjárhæð verði færð niður í 46,4 m.kr. og sama upphæð verði færð á liðinn ófyrirséð. Öll svið og ráð stilli ferðum erlendis í hóf næsta ár vegna fjárhagsstöðu borgarinnar og einnig til að geta nýtt meira fjármagn í þágu þeirra sem minna mega sín. Utanlandsferðir verði aðeins í undantekningartilvikum þar til borgin fer að sýna betri fjárhagslega afkomu, þ.e. þegar áætlanir eru farnar að standast. Mest um vert er þó að nota fjármagn í skynsamlega hluti, s.s. að bæta hag barna og þeirra sem minna mega sín.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-18 Tillaga um aukið fjármagn til námskeiða fyrir börn og foreldra. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auka framboð bæði lengri og styttri námskeiða fyrir foreldra. Í þessu sambandi er mikilvægt að foreldrum sé gert skylt að mæta á stutt námskeið í grunnþáttum uppeldisfræði ef barn þeirra er komið í vinnsluferli skólaþjónustu.
    Áætlaður kostnaður er 14 m. kr. sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 
    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um rýningu á biðlistum barna og ungmenna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á framkvæmd.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-19 Tillaga um sálfræðilegt meðferðarúrræði fyrir eldra fólk. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela Keðjunni að stofna sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi í formi heimsókna þar sem boðið er upp á samtal, stuðning og fræðslu. Ávinningur er mikill, fyrst og fremst til að draga úr einmanaleika þessa hóps og einnig til að fyrirbyggja og draga úr notkun geðlyfja. Tíðni samtala fer eftir samkomulagi og þörfum hvers og eins. Áætlaður kostnaður er 14 m.kr. sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um mótun stefnu í málefnum eldra fólks.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-20 Tillaga um lækkun útgjalda vegna leigubílaferða. Lagt er til að kostnaður við leigubíla verði lækkaður um 27,6 m.kr. og fluttur á lið ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-23 Tillaga um breytingar á skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera svohljóðandi breytingar á skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar: Nafni sviðsins verði breytt í upplýsingatæknisvið Reykjavíkurborgar (UTR) sem skiptist í eftirfarandi starfseiningar:  skrifstofa verkefnastýringar og þróunar: umsjón með stafrænni umbreytingu, ráðgjöf og eftirfylgni. Skrifstofan ber ábyrgð á því að leitað sé meira samstarfs við ríkið og önnur sveitarfélög hvað varðar alla stafræna umbreytingu með samlegðaráhrif og einföldun opinberrar þjónustu í huga. Skrifstofa upplýsingaþjónustu: þjónustuver Reykjavíkurborgar ásamt einni rafrænni þjónustumiðstöð sem heldur utan um rafrænar umsóknir fyrir öll svið og skrifstofur borgarinnar. Rafræn þjónustumiðstöð hefur umsjón með öllum vefjum Reykjavíkurborgar. Skrifstofa gagnaþjónustu: ber ábyrgð á allri gagnavinnslu og gagnamiðlun Reykjavíkurborgar í stað þeirra gagnaeininga sem nú eru til undir þjónustu- og nýsköpunarsviði. Einnig sér skrifstofan um allt það er við kemur Borgarskjalasafni sem og samskiptum og gagnamiðlun til Þjóðskjalasafns þegar eða ef af þeirri yfirfærslu verður.  Skrifstofa tækniþjónustu: tækniborð, umsjón tækja og kerfisrekstur ásamt umsjón með rekstri stjórnsýsluhúsa. Sviðsstjóri ber ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð og mannauðs- og persónuverndarmálum með aðstoð mannauðsfulltrúa, fjármálastjóra og lögfræðingi sviðsins. Lagt er til að aðeins einn lögfræðingur sé starfandi á sviðinu varðandi persónuverndarmál og annað. Ef leita þarf til fleiri löglærðra aðila vegna umfangs eða sérþekkingar mun embætti borgarlögmanns aðstoða. Lagt er til að sviðsstjóri beri alfarið sjálfur ábyrgð á því að öllum markmiðum sviðsins sé fylgt eftir og það sé borgarráð ásamt fjármála- og áhættustýringasviði sem hafi eftirlit með rekstri upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar og að samþykktum og stefnumörkun Reykjavíkurborgar sé fylgt. Áætlað er að hagræðing vegna breytinganna nemi 75 m.kr. á árinu 2025 sem ráðstafað verði á liðinn ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 
    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-24 Tillaga um að falla frá leiguverðshækkunum hjá Félagsbústöðum. Lagt er til að borgarráð samþykki að í stað þess að hækka leigu Félagsbústað um 6,5% umfram verðlag eins og fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir verði fundnar aðrar leiðir til að halda Félagsbústöðum á floti. Mótvægisaðgerðir gætu verið í formi styrks til Félagsbústaða sem er bæði einfaldara og ódýrara fyrir borgina. Lagt er til að setja 300 m.kr. í mótvægisaðgerðir og verður það fjármagnað af liðnum ófyrirséð. 
    Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-26 Tillaga um að leggja niður stafrænt ráð. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að leggja niður stafrænt ráð og þau verkefni sem hafa eitthvert vægi verði sett undir mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð. Áætlaður kostnaður við stafrænt ráð fyrir 2025 er 17,8 m. kr. sem yrði flutt á liðinn ófyrirséð. 
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 
    Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-11 Tillaga að stjórnkerfisbreytingu. Lagt er til að stafrænt ráð verði lagt niður og verkefni þess færð undir borgarráð. Áætlað er að sparnaður vegna þessa nemi 17,8 m.kr. sem verði færður á liðinn ófyrirséð. 
    Fellt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    F-27 Tillaga um úttekt á búsetuhögum og búsetuúrræðum öryrkja í Reykjavík. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að láta framkvæma úttekt á búsetuhögum og búsetuúrræðum öryrkja í Reykjavík með áherslu á þá aðila sem eru á leigumarkaði með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ÖBÍ í fyrra og síðustu ár. Áætlaður kostnaður við úttektina nemi 7,5 m.kr. sem fjármagnað verði af liðnum ófyrirséð.
    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 
    Samþykkt með 22 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands , Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs.

    V-12 Tillaga að breytingu á íbúaráðunum. Lagt er til að leggja niður íbúaráðin í þeirri mynd sem þau eru í dag og fela ofbeldis- og mannréttindaráði verkefni þeirra tímabundið. Í framhaldinu skal skipa þverpólitískan stýrihóp sem skilar tillögum um betri leiðir til að auka og efla lýðræðislega aðkomu og þátttöku borgarbúa að verkefnum og viðfangsefnum Reykjavíkurborgar. Áætlað er að sparnaður vegna þessa nemi 74,1 m.kr. sem verði færður á liðinn ófyrirséð.
    Fellt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.  

    V-13 Tillaga um fjölgun ístíma Skautahallarinnar í Laugardal. Lagt er til að ístímum í Skautahöllinni verði fjölgað sem nemur þörf Skautafélags Reykjavíkur til að mæta þreföldun iðkendafjölda félagsins síðan 2017. Eru það á bilinu 25-30 tímar á viku til að uppfylla lágmarksþörfina. Sviðsstjóra er falið að útfæra fjölda ístíma í samráði við forsvarsmenn Skautafélags Reykjavíkur og leggja fyrir tillögu um fjölgun tíma á menningar- og íþróttaráðsfundi sem fyrst. Áætlað er að kostnaður vegna þessa nemi 20 m.kr. sem verði fjármagnað af liðnum ófyrirséð.
    Samþykkt að vísa tillögunni til menningar- og íþróttaráðs.

    V-14 Tillaga að breytingu á fundarkostnaði/launagreiðslum varamanna í ráðum og nefndum. Lagt er til að fjármagn vegna fundarkostnaðar/launagreiðslna varamanna í ráðum og nefndum, að fagráðum undanskildum, verði fært til skrifstofu borgarstjórnar til samræmis við það fyrirkomulag sem hefur gilt um fagráð.
    Vísað til meðferðar forsætisnefndar.

    Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 með áorðnum breytingum.

    MYND AF ATKVÆÐAGREIÐSLUSKRÁ

    Breytingar á frumvarpinu eftir afgreiðslu breytingartillagna eru samþykktar.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 með áorðnum breytingum er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkennir fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025 þar sem gert er ráð fyrir 1,3 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu A- og B-hluta skilar 13,9 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Meirihlutinn lýsir yfir ánægju með þessa niðurstöðu en leggur áherslu á að halda áfram að gera vel þegar kemur að rekstri borgarinnar til að geta veitt sem besta þjónustu.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að árétta að innleiðing reglugerðar nr. 1195/2024, sem tók gildi 24. október 2024, var ekki kynnt á vettvangi borgarráðs né heldur á vettvangi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá var framlengdur frestur reglugerðarinnar ekki heldur kynntur í greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Höfðu fulltrúarnir því ekki upplýsingar um innleiðinguna fyrir umfjöllun um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Breytingin heimilar undanþágu vegna veitu- og orkufyrirtækja við útreikning á skuldaviðmiði sveitarfélaga.

    Borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Rétt er að minna á skyldur kjörinna fulltrúa skv. sveitarstjórnarlögum til þess að kynna sér þau lög og þær reglur sem um fjármál sveitarfélaga gilda. Erindi frá innviðaráðuneytinu um breytingar á umræddri reglugerð, erindi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um sama efni og umsögn eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga voru rædd á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 30. ágúst sl. þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi var viðstödd. Fundargerð þessa fundar var send kjörnum fulltrúum borgarinnar undir embættisafgreiðslum borgarráðs þann 18. september. Breytt reglugerð var birt í Stjórnartíðindum 24. október. Efni reglugerðarbreytingarinnar hefði því átt að vera borgarfulltrúunum ljóst. Skuldaviðmið borgarinnar var rætt í borgarráði við framlagningu fjárhagsáætlunar. Borgarstjóri vakti sérstaka athygli á áhrifum reglugerðarbreytingarinnar við fyrri umræðu í borgarstjórn og því vekur umræða um þetta mál furðu.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það er ljóst að fulltrúar minnihlutans höfðu ekki fengið kynningu á innleiðingu fyrirliggjandi reglugerðarbreytingar, sem tók gildi 24. október 2024, hvorki á vettvangi borgarráðs né heldur á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúarnir þakka þó að reglugerðin hafi nú verið færð í embættisafgreiðslur fyrir næsta fund borgarráðs. En í kjölfar umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er meginatriði málsins þetta: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við útkomuspá og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ef ekki væri fyrir arðgreiðslur, sölu byggingarréttar og eignasölu myndi rekstur borgarinnar skila halla sem nemur 11,8 milljörðum árið 2024. Ljóst er að ráðast þarf í aðgerðir til að stemma stigu við ósjálfbærum rekstri. Aukin skuldsetning er einkennandi fyrir fjármálastefnu vinstri meirihlutans í borgarstjórn. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2024 áttu skuldir samstæðu borgarinnar að nema 515 milljörðum króna um komandi áramót. Samkvæmt útkomuspá verða skuldir samstæðunnar hins vegar 527 milljarðar um áramótin. Samkvæmt frumvarpinu munu skuldirnar enn hækka á næsta ári og nema tæpum 558 milljörðum króna í árslok 2025. Afar mikilvægt er að fjármálin verði tekin föstum tökum í því skyni að ná stjórn á rekstrinum og láta af skuldasöfnun. Til þess þarf að endurskoða allan rekstur og ráðast í víðtækan sparnað og hagræðingu.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Breytingatillögur Sósíalistaflokks við fjárhagsáætlun: Frístundaheimili verði gerð gjaldfrjáls, laun borgar- og varaborgarfulltrúa hækki ekki á næsta ári, grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki og allir sem framfleyti sér á fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Útgangspunkturinn er efnahagslegt réttlæti svo börn/borgarbúar taki þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða. Á sama tíma er mikilvægt að tekjustofnar borgarinnar verði efldir líkt og segir í bókun Sósíalistaflokksins um fjárhagsáætlun næstu ára. Breytingatillögur annarra flokka: Sósíalistar eru opnir fyrir því að skoða gagnsemi  stjórnkerfisúttektar en minna á að ýmis ólögbundin verkefni eru mikilvæg og ekki hægt að leggja þau af. Mikilvægt er að hagræða í móttökum en helmingslækkkun er óraunhæf. Fjölbreyttar lóðir þurfa að vera til staðar undir fjölbreytt húsnæði en Sósíalistar hafa gagnrýnt verð lóða og útboð þeirra. Í tillögum borgarfulltrúa Flokks fólksins þá er nauðsynlegt að bæta biðstöðvar Strætó en Sósíalistar setja spurningamerki við fjármögnunarleið tillögunnar líkt og í öðru. Fjármagna þarf uppbyggingaráætlun um sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk að fullu. Mjög margt er mikilvægt í tillögu F-12 en getum ekki tekið undir allt. Mikilvægt er að fjölga námskeiðum fyrir börn og foreldra en það er ekki alltaf farsælt að skylda foreldra til mætingar. Mikilvægt er að vinna úttekt um búsetuhagi/búsetuúrræði öryrkja, með ÖBÍ.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það lítur út fyrir að rekstrarafkoma borgarinnar sé betri en í fyrra en hvort um sé að ræða raunverulegan ábata tilkominn vegna skynsamlegrar fjármálastjórnar er spurning. Hafa skal í huga að um sex milljarðar króna eru fluttir frá Orkuveitu Reykjavíkur yfir í A-hluta borgarsjóðs. Í öðru lagi eru hinar umdeildu matsbreytingar eigna hjá Félagsbústöðum sem nema hærri fjárhæð en heildartekjur fyrirtækisins til að ná fram jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Svo er það sala Perlunnar sem er ekki ennþá frágengin, en skal færð sem rekstrartekjur í A-hluta og á þann hátt er jákvæðum rekstrarafgangi náð. Þessi aðferðafræði gengur á svig við lögbundnar bókhaldsreglur sveitarfélaga. Eignasala er einskiptisaðgerð. Söluandvirði eigna á að ganga til að greiða niður skuldir en ekki til að greiða rekstrargjöld. Á borðinu liggur bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga um að Reykjavíkurborg uppfylli ekki öll viðmið ráðuneytis sveitarstjórnarmála um fjárhagslega sjálfbærni. Einnig hefur verið seilst í vasa borgarbúa. Fasteignaskattar hafa hækkað vegna hærra fasteignamats en ekki vegna betri rekstrar. Veltufé frá rekstri er 10,6 milljarðar eða 5,5% af heildartekjum. Því er raunverulegt veltufé frá rekstri hjá A-hluta borgarsjóðs samkvæmt útkomuspá 2,3% sem er langt fyrir neðan allar viðmiðanir.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er ekkert nýtt að blikur séu á lofti í rekstri Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn virðist sem fyrr ófær um að takast það ætlunarverk sitt að ná stöðugleika í reksturinn, skila afgangi og skapa trúverðugleika á skuldabréfamarkaði. Veðjað er á það villuljós að skyndilegar breytingar á ytri aðstæðum, álverði og lækkun stýrivaxta bjargi málum. Til vara er fetað refilstigu í eignasölu. Fálmkennd forgangsröðun í hagræðingaratriðum að viðbættri viðvarandi vanfjármögnun í lögbundnum verkefnum á sviði mennta- og velferðarmála kunna að hafa afdrifaríkar afleiðingar og er helst til þess fallin að skapa aukin útgjöld í framtíðinni. Fjárhagsáætlunin sem borgarstjórn samþykkir í dag ber ekki vitni um skýra pólitíska sýn og festu. Þess í stað virðast þreyta og uppgjöf einkenna samstarf meirihlutaflokkanna sem leiðir til þess að útkoman er moðsoða máttlausra málamiðlana. Reykvíkingar verðskulda betri stjórnarhætti í Ráðhúsinu þar sem skýr sýn ríkir og jöfnuður, félagsleg velsæld, öflugt mennta- og menningarlíf, umhverfisvernd og uppbygging í takt við loftslagsmarkmið og lýðheilsu séu ávallt í forgrunni þegar fjárhagsáætlun næsta árs og til fimm ára er frágengin.
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2025-2029, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. nóvember 2024. 
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Styrkja þarf tekjustofna sveitarfélaganna svo þau geti staðið undir mikilvægri þjónustu við íbúana. Má þar nefna útsvar á fjármagnstekjur þannig að auðugri íbúar greiði til nærsamfélagsins. Þá ber að innheimta gistináttagjald sem færi til sveitarfélaga. Veiking tekjustofna á nýfrjálshyggjuárunum hefur skert sjálfstæði sveitarfélaga og hrakið þau í eignasölu til að bæta sér tekjutapið. Lóðasala er eitt dæmi þessa. Lækkun skatta á hin auðugu hrakti sveitarfélög til að bjóða upp lóðir í stað þess að úthluta þeim. Afleiðing þess að selja hæstbjóðanda slík almannagæði skilar sér í hærra íbúðaverði. Með þessu er kostnaði vegna skattalækkana fyrirtækja og fjármagnseigenda varpað yfir á almenning. Annað dæmi er hækkun fasteignagjalda. Eignaskattar sem voru felldir niður upp úr aldamótum voru lagðir á hreina eign, en fasteignagjöld, sem í dag eru stærri hluti tekna sveitarfélaga en á áratugunum fyrir nýfrjálshyggju, eru lögð á heildareignir án tillits til þess hversu mikið eigandinn skuldar eða hvers tegundar eignin er. Fyrir hin verr settu eru fasteignagjöld því skattur á skuldir, sem er svívirðilega ósanngjarn skattur.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Batahorfur mættu vera miklu betri. Ekki þarf mikið til að allt fari á heljarþröm. Það sést t.d. á því að veltufjárhlutfall A-hluta borgarsjóðs fer lækkandi á tímabilinu og er komið niður undir 0,8. Mikil lækkun veltufjárhlutfalls undir 1 eykur líkur á að dráttarvextir hækki. Það mun þó taka langan tíma að koma mikilvægasta atriðinu í fjármálastefnu borgarinnar í ásættanlegt horf, veltufé frá rekstri. Ekki verður undan skorist að ræða stöðu húsnæðismála í Reykjavíkurborg þegar horft er til næstu fimm ára. Skortstefna hefur ríkt í úthlutun lóða um margra ára skeið. Áherslan er á þéttingarstefnu sem hefur leitt af sér mikla hækkun á húsnæðisverði. Það er dýrt að byggja á þéttingarreitum. Bílastæðum hefur fækkað þannig að víða er ekki nema 0,2-0,5 bílastæði á hverja íbúð. Í grundvallaratriðum er Flokkur fólksins ósammála meirihlutanum í útdeilingu fjármagns. Veita þarf meiru í beina þjónustu við fólkið. Ein af tillögum Flokks fólksins er t.d. að fjölgað verði um eitt stöðugildi talmeinafræðings í skóla- og frístundaþjónustu á hverri miðstöð. Áætlaður heildarkostnaður er 64 milljónir á ársgrundvelli sem yrði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Þessi tillaga er mjög mikilvæg því á biðlista eftir talmeinafræðingum eru núna 493 börn.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 21. og 28. nóvember.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun undir 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember:

    Í breytingatillögum Sósíalistaflokks Íslands við fjárhagsáætlun: Frístundaheimili verði gerð gjaldfrjáls, laun borgar- og varaborgarfulltrúa hækki ekki á næsta ári, grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki og allir sem framfleyti sér á fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Útgangspunkturinn er efnahagslegt réttlæti svo börn/borgarbúar taki þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða. Á sama tíma er mikilvægt að tekjustofnar borgarinnar verði efldir líkt og segir í bókun Sósíalistaflokksins um fjárhagsáætlun næstu ára. Breytingatillögur annarra flokka: Sósíalistar eru opnir fyrir því að skoða gagnsemi stjórnkerfisúttektar en minna á að ýmis ólögbundin verkefni eru mikilvæg og ekki hægt að leggja þau af. Mikilvægt er að hagræða í móttökum en helmingslækkun er óraunhæf. Fjölbreyttar lóðir þurfa að vera til staðar undir fjölbreytt húsnæði en Sósíalistar hafa gagnrýnt verð lóða og útboð þeirra. Í tillögum Flokks fólksins þá er nauðsynlegt að bæta biðstöðvar Strætó en Sósíalistar setja spurningamerki við fjármögnunarleið tillögunnar líkt og í öðru. Fjármagna þarf uppbyggingaráætlun um sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk að fullu. Mjög margt er mikilvægt í tillögu F-12 en getum ekki tekið undir allt. Mikilvægt er að fjölga námskeiðum fyrir börn og foreldra en það er ekki alltaf farsælt að skylda foreldra til mætingar. Mikilvægt er að vinna úttekt um búsetuhagi/búsetuúrræði öryrkja, með ÖBÍ.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember:

    Í breytingatillögu SBPC-11 er fjallað um fjárfestingu í stafrænum innviðum flutt í rekstur, þessi breytingatillaga er ekki samþykkjanleg. Í fyrsta lagi verður rekstur þjónustu- og nýsköpunarsviðs á næsta ári umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Því er verið að færa fjármuni frá fyrirhugaðri fjárfestingu í rekstur eða samtals rúmlega 900 milljónir. Í öðru lagi á að hækka rekstrarkostnað vegna fjárfestinga um 181 milljón. Í þriðja lagi er hér óttast að verið sé að reyna að dylja sífellt meira umfang þjónustu- og nýsköpunarsviðs með því að færa hluta af rekstrarkostnaði sviðsins bæði yfir á sameiginlegan kostnað Reykjavíkurborgar (242.768 + 400.000 = 642.768 þ.kr. eða nær 650 milljónir) og svo er hluti kostnaðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs upp á 275 milljónir króna færður yfir á fagsvið. Samtals er verið að færa tæpan milljarð af rekstrarkostnaði sviðsins yfir á sameiginlegan kostnað og á önnur fagsvið. Í þeim tillögupakka sem Flokkur fólksins leggur fram núna er megin áherslan á að draga saman og spara á þjónustu- og nýsköpunarsviði sem er hástökkvari í eyðslu fjármagns úr borgarsjóði síðustu ár. Afurðir hafa ekki verið í neinu samræmi við 20 milljarða plús sem farið hafa til sviðsins. Enn vantar mikilvægar lausnir s.s. Búa sem er stafræn lausn fyrir skólaskráningar. 
     

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. nóvember, 
    menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 25. nóvember, stafræns ráðs frá 27. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. nóvember og velferðarráðs frá 20. nóvember.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 25. nóvember:

    Tillaga Flokks fólksins um að hækka niðurgreiðslu Reykjavíkurborgar hjá einkareknum ungbarnaleikskólum þegar barn nær 18 mánaða aldri. Hér er átt við í þeim tilvikum þegar barn er með virka umsókn en fær ekki pláss hjá dagforeldrum eða á borgareknum leikskóla. Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Hér er um sanngirnismál að ræða og ótrúlegt að þessi tillaga skyldi ekki njóta skilnings. Viðmið Reykjavíkurborgar eru þau að börn ættu að vera komin með boð um leikskólapláss í borginni um 18 mánaða aldur (miðað við 1. september). Núgildandi reglur gera ráð fyrir að niðurgreiðslur nái einungis til barna hjá dagforeldrum, en ekki einkareknum ungbarnaleikskólum. Hér er um mismunun að ræða sem grundvallast á því að ekki er laust pláss hjá dagforeldri né í leikskóla og eina lausa úrræðið er einkarekinn ungbarnaleikskóli.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 23:20

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 3.12.2024 - Prentvæn útgáfa