No translated content text
Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2021, þriðjudaginn 7. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Alexandra Briem, Aron Leví Beck Rúnarsson, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Ólafur Kr. Guðmundsson, Kolbrún Baldursdóttir, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Skúli Helgason, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Örn Þórðarson. Heiða Björg Hilmisdóttir, Sabine Leskopf og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. nóvember 2021. Einnig er lagður fram 4. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. desember 2021; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merktar SCPV1-SCPV27, 9. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 3. desember; breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D1-D3, 10. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 3. desember; breytingartillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J1-J6, breytingartillögur borgarfulltrúa Miðflokksins merktar M1-M4 og 11. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 3. desember 2021; breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F1-F4. FAS21120097
- Kl. 17:23 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundabúnaði.
- Kl. 17:40 víkur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir af fundi og Diljá Mist Einarsdóttir tekur sæti.
- Kl. 18:00 er gert hlé á fundi.
- Kl. 18:45 er fundi áfram haldið. Þá hafa Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir vikið af fundinum og tekið sæti með rafrænum hætti. Einnig hefur Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson vikið af fundi og René Biasone tekur sæti á fundinum í hans stað.
- Kl. 22:55 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti.
Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2022 sem fyrir liggja:
SCPV-1, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna frístundar fatlaðra framhaldsskólanema. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 8.500 þ.kr. vegna nýrra laga sem skylda sveitarfélög til að bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu m.a. eftir að reglubundnum skóladegi lýkur og þegar skólar starfa ekki. Er núna gert ráð fyrir því að sveitarfélögin bjóði upp á svokallaða langa daga, m.a. í vetrarfríum, á starfsdögum og þegar prófatímabil framhaldsskólanna hefst, en þá fara nemendur starfsbrautanna í jólafrí. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-2, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna fjárhagsáætlunar SORPU bs. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs breytist í samræmi við fjárhagsáætlun SORPU vegna endurvinnslu- og grenndarstöðva U5420. Gert er ráð fyrir að gjöld hækki um 33.000 þ.kr. og tekjur sömuleiðis.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn einu atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-3, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til þess að setja á fót verkefnastofu til að halda utan um stór fjárfestingarverkefni. Tilgangur verkefnastofunnar er að helstu verkefnum USK verði stýrt samkvæmt aðferðafræði verkefnisstjórnunar. Aldrei hafa verið í undirbúningi fleiri stór verkefni þvert á skrifstofur og svið en núna. Flækjustig er gjarnan mikið og verkþættir og hagaðilar fjölmargir. Tillagan felur í sér kostnaðarauka vegna ráðningu skrifstofustjóra upp á 19.000 þ.kr. sem verður fjármagnaður með gjaldfærslu á fjárfestingu. Tillagan rúmast innan fjárfestingaáætlunar en felur í sér hækkun gjalda og hækkun tekna í rekstri sviðsins í eignasjóði.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-4, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna viðhaldsátaks. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til þess að stofna nýja deild, viðhald fasteigna, á skrifstofu framkvæmda og viðhalds til að halda utan um almennt viðhald fasteigna og viðhaldsátak Reykjavíkurborgar. Tillagan felur í sér kostnaðarauka skrifstofunnar vegna eins deildarstjóra og tveggja verkefnastjóra, alls upp á 46.000 þ.kr. sem verður fjármagnaður með gjaldfærslu á fjárfestingu. Tillagan rúmast innan fjárfestingaáætlunar en felur í sér hækkun gjalda og hækkun tekna í rekstri sviðsins í eignasjóði.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-5, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna upplýsingagjafar og samskipta. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 19.000 þ.kr. vegna nýs stöðugildis skrifstofustjóra þjónustu og samskipta. Tillagan felur í sér að efla samskipti og upplýsingagjöf í tengslum við framkvæmdir og að stofna skrifstofu þjónustu og samskipta er hluti af því. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-6, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna breyttrar gjaldskrár Bílastæðasjóðs. Lagt er til að tekjur umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. vegna nýrrar gjaldskrár Bílastæðasjóðs. Tillagan felur í sér hækkun um 4,1% í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar. Handbært fé hækkar vegna þess.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-7, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 29.400 þ.kr. vegna kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Tillagan felur í sér að koma upp tveimur íslenskuverum í þeim borgarhlutum sem hafa ekki slík ver frá og með haustinu 2022, en nú þegar eru tvö íslenskuver starfrækt í borginni. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-8, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna hverfiskóra. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 11.500 þ.kr. vegna stofnunar á tveimur hverfiskórum, annars vegar í Grafarvogi og hins vegar í Laugardal/Háaleiti. Ráðið verði í 100% stöðugildi kórstjóra sem sinnir báðum hverfum. Jafnframt sinni viðkomandi fræðslu fyrir kennara yngri barna við almennan söng í yngri bekkjum í þessum hverfum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-9, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna hópkennslu í hljóðfæraleik. Lagt er til að veita skóla- og frístundasviði heimild til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla. Kennt verður á píanó (allir aldurshópar), rafgítar (unglingastig) og samspil, trommur-gítar-hljómborð-bassi (unglingastig). Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára í samstarfi við Tónlistarskóla Árbæjar með því að kosta eitt stöðugildi tónlistarkennara. Árlegur kostnaður nemur 12.700 þ.kr. Þar sem um tímabundið verkefni er að ræða verður verkefnið fjármagnað með viðauka við fjárhagsáætlun í janúar 2022 af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-10, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna sjálfstætt starfandi grunnskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 79.022 þ.kr. vegna samninga við sjálfstætt starfandi grunnskóla. Tillagan felur í sér hækkun vegna nýs viðmiðunarverðs frá Hagstofu Íslands. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-11, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna Arnarskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 4.944 þ.kr. vegna samninga við Arnarskóla. Tillagan felur í sér hækkun vegna verðlagsbreytingar árið 2021. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-12, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna frístundaheimila. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 29.866 þ.kr. vegna aukningar í frístundaheimilum. Tillagan felur í sér fjölgun um 57 börn, fjölgun um 5 í frístundastarfi fatlaðra og fjölgun um 52 í almennri frístund. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-13, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna sjálfstætt starfandi leikskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 184.590 þ.kr. vegna samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla en þeir eru háðir fjárhagsáætlun borgarreknum leikskólana. Tillagan felur í sér hækkun vegna verðlags- og launabreytingar árið 2022. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205 og liðnum launa og starfsmannakostnaður, kostn.st. 09126.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-14, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna kjarabóta skóla- og frístundasviðs. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 126.194 þ.kr. vegna kjarasamninga FL og FSL. Ákveðnir liðir kjarasamninga voru vistaðir miðlægt þar til skýrari mynd væri komin. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum launa- og starfsmannakostnaður, kostn.st. 09126.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-15, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna hinsegin félagsmiðstöðvar. Lagt er til að fjárheimildir mannréttindaskrifstofu verði hækkaðar um 6.218 þ.kr. vegna eflingar hinsegin félagsmiðstöðvar. Tillagan felur í sér að hafa forstöðumann í 40% starfshlutfalli og þrjá hlutastarfsmenn sem sinni opnun fyrir unglinga 13-16 ára einu sinni í viku. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-16, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna lýðheilsusjóðs. Lagt er til að veita skrifstofu borgarstjóra og borgarritara heimild til að stofna lýðheilsusjóð vegna átaksins heilsueflandi samfélag. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs sem felur í sér að koma á fót lýðheilsusjóði heilsueflandi hverfa þar sem er úthlutað 30.000 þ.kr. til þjónustumiðstöðva sem deilist skv. íbúafjölda þar sem almenningur getur óskað eftir styrk til heilsueflandi verkefna í viðkomandi hverfi. Árlegur kostnaður nemur 30.000 þ.kr. Þar sem um tímabundið verkefni er að ræða verður það fjármagnað með viðauka við fjárhagsáætlun í janúar 2022 af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-17, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna endurmats starfa. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs, velferðarsviðs, menningar- og ferðamálasviðs og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hækki um samtals 83.002 þ.kr. vegna endurmats á störfum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-18, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna verðbóta á samningsbundnar skuldbindingar. Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 76.093 þ.kr. vegna breytinga á verðlagsforsendum skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. nóvember 2021. Breytingin felur í sér verðlagsáhrif á samningsbundnar skuldbindingar þar sem vísitala neysluverðs er áætluð 3,3% í stað 2,4% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Launavísitala lækkar hins vegar úr 5,4% í 4,9%. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með lækkun handbærs fjár.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-19, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna innri leigu fasteigna, áhalda og tækja og gatna. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði hækkaðar um 473.092 þ.kr. vegna hærri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar í samræmi við breyttar forsendur um vísitölu neysluverðs innan ársins sem tekur mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. nóvember 2021. Þá er lagt til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði lækkaðar um 882.800 vegna lægri leigu gatna í samræmi við uppfærðar forsendur um breytingu á vísitölu neysluverðs milli ársmeðaltala. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir eignaskrifstofu verði hækkaðar um 349.707 þ.kr vegna lækkunar á tekjum af innri leigu samkvæmt töflu.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-20, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna breytingar á fjármagnskostnaði A-hluta. Lagt er til að nettó fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður um 388.520 þ.kr í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. nóvember 2021. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á fjármagnskostnað verða 3,3% í stað 2,4% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Útgjaldaauki hefur ekki áhrif á handbært fé en rekstrarniðurstaða er lakari.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-21, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga verði lækkuð um 1.300.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. nóvember 2021. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Áhrif lægri launaforsendu eru jákvæð vegna þess að skuldbindingar sjóðsins eru uppreiknaðar með launavísitölu. Lækkun útgjalda hefur ekki áhrif á handbært fé en bætir rekstrarniðurstöðu. Breytingin felur jafnframt í sér lækkun á liðnum „breyting lífeyrisskuldbindingar“ um 1.300.000 þ.kr. í sjóðstreymi aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-22, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna lækkunar útsvarstekna. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna útsvars verði lækkaðar um 286.820 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. nóvember 2021. Áhrif lægri launavísitölu á útsvarstekjur eru neikvæðvegna þess að útsvarstekjur eru háðar launum íbúa Reykjavíkur. Lækkun útsvarstekna verður mætt með lækkun handbærs fjár.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-23, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna breytingar á fjárhagsáætlun Strætó bs. Lagt er til að fjárhagsáætlun Strætó 2022 verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu í samræmi við samþykkta áætlun stjórnar félagsins dags. 29. október 2021.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-24, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um viðbótarframlag til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss vegna COVID-19. Lagt er til að veita menningar- og ferðamálasviði heimild til að ráðstafa allt að 116.000 þ.kr. viðbótarframlagi til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árinu 2022. Framlagið verði nýtt til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu sökum lokunar og annarra aðgerða í rekstri vegna COVID-19. Gerður er fyrirvari um sambærilegt framlag ríkisins sem fer með 54% eignarhlut í Hörpu á móti Reykjavíkurborg (46% eignarhlutur). Fjárhagsáætlun Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss gerir ráð fyrir að EBIDTA verði neikvæð sem nemur 252,2 m.kr. og tekur tillaga um viðbótarframlag mið af því. Þar sem um aukaframlag er að ræða til eins árs verði það fjármagnað með viðauka við fjárhagsáætlun í janúar 2022 af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-25, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um breytingar á milliviðskiptum A-hluta. Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í töflu í viðauka.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-26, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna bættra almenningssamgangna. Lagt er til að fjárheimildir til framlaga Strætó bs. verði hækkaðar um 14.600 þ.kr. til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi. Kostnaðarauki verður fjármagnaður af kostnaðarliðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. Milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í töflu í viðauka.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-27, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um framkvæmd. Lagt er til að sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-1, tillaga Sjálfstæðisflokks um að gera fólki kleift að eignast félagslegt húsnæði Félagsbústaða. Borgarstjórn samþykkir að beina því til Félagsbústaða hf. að gera áætlun til þriggja ára sem geri leigjendum Félagsbústaða hf. mögulegt að eignast heimili sitt, þ.e. húsnæðið sem það leigir af Félagsbústöðum. Gera skal ráð fyrir að unnt verði að selja allt að 100 íbúðir árlega eða allt að 300 íbúðir á þremur árum. Þannig láni Reykjavíkurborg fyrir útborgun í félagslegu húsnæði til handa núverandi leigjendum með sérstöku eiginfjárláni til þriggja ára sem gerir þeim sem eru eignaminni auðveldara að greiða útborgunina. Þannig myndi Reykjavíkurborg lána allt að 20%. Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar verði falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samráði við Félagsbústaði hf.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
D-2, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur. Lagt er til að fyrirtækið Ljósleiðarinn ehf. (áður Gagnaveita Reykjavíkur) verði selt. Sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað í samstæðu Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-3, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Malbikunarstöðin Höfði verði seld. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að Malbikunarstöðin Höfði sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar verði sett í söluferli. Enda skekkir eignarhald borgarinnar á henni samkeppnisstöðu fyrirtækja á sama markaði, sem samræmist ekki sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
J-1, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um niðurfellingu leigu hjá leigjendum Félagsbústaða á krepputímum. Lagt er til að fella niður leigu hjá leigjendum Félagsbústaða í einn mánuð, janúarmánuð 2022, og að borgarsjóður bæti Félagsbústöðum tekjutap vegna þessa. Tekjutapið nemur 380.000 þ.kr. en á móti kemur að sérstakar húsnæðisbætur um 52.000 þ.kr. myndu falla niður. Kostnaðarauki vegna tillögunnar nemur því samtals 328.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-2, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að gera allt skólastarf á vegum borgarinnar gjaldfrjálst með öllu, þ.m.t. frístundaheimilin og máltíðir. Lagt er til að gera öll skólastig á vegum borgarinnar gjaldfrjáls með öllu. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru eftirfarandi; tekjur skóla- og frístundasviðs lækka um samtals 3.092 m.kr. að teknu tilliti til þeirra afslátta sem eru veittir. Þá aukast útgjöld samtals sem nemur 768 m.kr., annars vegar um 235 m.kr. vegna áætlaðrar fjölgunar í skólamat í grunnskólum og aukinnar aðsóknar í frístund, hins vegar er gert ráð fyrir að útgjöld til sjálfstætt starfandi leikskóla og grunnskóla aukist um 551 m.kr. vegna skóla- og leikskólagjalda sem foreldrar greiða til sjálfstætt starfandi stofnana. Nettóáhrifin nema því samtals 3.878 m.kr. og skiptast sem hér segir milli þjónustuþátta; leikskólar 1.790 m.kr., grunnskólar 1.089 m.kr. og frístund 1.000 m.kr. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækki um 3.878 m.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af handbæru fé.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-3, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hækkun fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð borgarinnar er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar og er ekki veitt nema allar aðrar leiðir hafi verið kannaðar til hlítar. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er því síðasta úrræðið sem stendur einstaklingum til boða og er oft hugsuð sem öryggisnet til skemmri tíma en sumir þurfa að lifa á þessari upphæð til lengri tíma. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar nemur allt að 212.694 krónum á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en upphæðin fer lækkandi ef slíkt á ekki við. Upphæðir fjárhagsaðstoðarinnar eru því ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni. Því er lagt til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu verði bundin við upphæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sem verkalýðsfélögin hafa sett við 368.000 krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022. Kostnaðarauki tillögunnar sé tekið mið af fjölskyldugerð og búsetuformi þess hóps sem fékk fjárhagsaðstoð í september 2021 og áætlaðrar fjölgunar á komandi ári, nemur á mánuði um 145,8 m.kr. eða á ári um 1.750 m.kr. (1,75 milljarðar). Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoðin þróist í takt við hækkun lágmarkstekna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Mikilvægt er að litið sé á fjárhagsaðstoð til framfærslu sem rétt einstaklingsins sem er ófær um að sjá sér farborða án aðstoðar en ekki sem þáttur sem stuðli að því að letja fólk til atvinnuþátttöku. Einstaklingar sem þurfa að treysta á fjárhagsaðstoð ættu ekki að þurfa að lifa á upphæð sem dugar vart til framfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-4, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð. Lagt er til að allir sem fá nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það bara náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 20 m.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-5, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um greiðslu NPA-samninga. Reykjavíkurborg samþykkir að allir sem hafi fengið samþykkta umsókn um NPA hjá Reykjavíkurborg, fái samninginn veittan. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi bera ríki og hlutaðeigandi sveitarfélag sameiginlega ábyrgð á því að fjármagna NPA-samning (samning um notendastýrða persónulega aðstoð). Fjármögnunin skiptist þannig að sveitarfélag greiðir 75% af umsaminni samningsfjárhæð og ríkið 25% af fjárhæðinni. Fjöldi samþykktra umsókna á bið á árinu 2021 eru 34 talsins. Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi út fyrir öllum kostnaði þeirra samninga sem eru á bið og þeirra sem eiga rétt á þjónustunni, svo að enginn þurfi að bíða eftir samningnum sem viðkomandi á rétt á. Reykjavíkurborg sendi síðan rukkun á ríkið. Einstaklingur á ekki að þurfa að bíða eftir þjónustu sem hann á rétt á og það á ekki að vera kvóti á mannréttindi. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra efni tillögunar. Kostnaður vegna 34 nýrra samninga er að hámarki 693 m.kr. að teknu tilliti til 25% endurgreiðslu frá ríkinu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 21 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Miðflokksins og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
J-6, tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjárfestingu gegn húsnæðiskreppu. Reykjavíkurborg felur Félagsbústöðum að fara í fjárfestingu til að útvega húsnæði fyrir fólk sem nú bíður eftir húsnæði hjá borginni. Yfir 800 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir húsnæði hjá borginni sé litið til félagslegs leiguhúsnæðis, húsnæðis fyrir fatlað fólk, húsnæðis fyrir heimilislausa einstaklinga og þjónustuíbúða aldraðra. Miklu fleiri eru að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum ef börn þessara einstaklinga eru talin með. Samkvæmt grófri áætlun myndi það kosta um 24 milljarða að kaupa húsnæði til að vinna upp biðlista vegna húsnæðis í Reykjavík fyrir lok kjörtímabilsins. Það er nauðsynlegt að útrýma biðlistum eftir húsnæði og vinna gegn húsnæðiseklunni sem bitnar harðast á þeim sem verst standa í samfélaginu. Húsnæði og öruggt húsaskjól er grunnforsenda velferðar og fjárfesting í þágu húsnæðisuppbyggingar ætti að vera efst á forgangslista borgarinnar. Hver íbúð mun skila borginni leigutekjum sem getur farið í afborgun af lántöku vegna húsnæðisuppbyggingar. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra efni tillögunnar í samvinnu við Félagsbústaði og velferðarsvið.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
M-1, tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um hækkun á upphæð frístundakorts. Borgarstjórn samþykkir að hækka upphæð frístundakorts Reykjavíkurborgar miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2017.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
M-2, tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um hagræðingu og forgangsröðun í þágu lögbundinna verkefna. Borgarstjórn samþykkir að: 1. Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í lögbundna og grunnþjónustu. 2. Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar. 3. Tekið verði tafarlaust upp ráðningastopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft. 4. Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og a.m.k. 10% hagræðingu verði náð. 5. Stofnaður verði vinnuhópur allra flokka í borgarstjórn sem hefur það hlutverk að fara í saumana á áætlanagerð borgarinnar í verkum sem hafa farið fram úr áætlunum og geri tillögur um nýtt verklag. Allar þessar aðgerðir nái fram að ganga fyrir 1. maí 2022.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
M-3, tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur Borgarstjórn samþykkir að ráða óháðan/utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
M-4, tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að fella niður fasteignagjöld á Hörpu, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið. Borgarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld á Hörpu, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið á árinu 2021.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-1, tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um fríar skólamáltíðir. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að foreldrar þeirra verst settu fái fríar skólamáltíðir fyrir börn sín í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Í því felst að einstæðir foreldrar með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði (þ.e. 5.307.888 kr. á ári) fái fríar skólamáltíðir í skólum borgarinnar fyrir börn sín. Miðað verði við frítekjumörk einstæðra foreldra sem njóta stuðnings og eru með tekjur undir kr. 5.307.888 á ári. Heildarkostnaður við tillöguna nemur 27,5 m.kr. Fjárhæðin komi til hækkunar á fjárheimildum skóla- og frístundasviðs og verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. tillögu F-2. Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-2, tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins vegna áskrifta og innlendrar og erlendrar ráðgjafar. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 27,5 m.kr., þar af verði áskriftargjöld lækkuð um 12,5 m.kr., útgjöld vegna innlendrar ráðgjafar lækkuð um 7 m.kr. og útgjöld vegna erlendrar ráðgjafar lækkuð um 8 m.kr. Fjárhæðinni verði varið til að mæta tekjutapi vegna frírra skólamáltíða barna einstæðra foreldra í leik- og grunnskólum, sbr. tillögu F-1.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-3, tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um fjölgun sálfræðinga og fagaðila. Lagt er til að fjárheimildir til velferðarsviðs verði hækkaðar til að ráða, á næsta ári, nægilega marga sálfræðinga og annað fagfólk til að vinna á biðlistum vegna mikillar fjölgunar tilvísana í leik- og grunnskólum m.a. vegna afleiddra áhrifa COVID-19 faraldursins. Áætlaður heildarkostnaður við þessa tillögu er 200 m.kr. Fjárhæðin komi til hækkunar á fjárheimildum velferðarsviðs og verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs til fjárfestinga tækja- og hugbúnaðar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-4. tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um niðurfellingu á hagræðingarkröfu hjá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að afnema 1,0% hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasvið og velferðarsvið árið 2022 vegna slæmrar afkomu þessara sviða á tímum COVID-19. Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 410.135 þ.kr. og fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 215.852 þ.kr. Samanlagt felur tillagan í sér aukin útgjöld sem nema 625.987 þ.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Sviðin geta að sjálfsögðu og eiga að hagræða eins og þeim er framast unnt án þess að það þurfi að gera körfu um það frá miðlægri stjórnsýslu.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 með áorðnum breytingum.
Mynd sjá fylgiskjal I
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 með áorðnum breytingum er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er sóknaráætlun sem lýsir áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum, svo sem grænum skrefum í þágu loftslagsins og framtíðarkynslóða, góðri þjónustu, einfaldara lífi borgarbúa með stórum stafrænum skrefum og háu fjárfestingarstigi. Meðal þeirra breytingartillagna sem samþykktar voru milli umræðna voru aukin framlög vegna strætósamgangna í Gufunesi, frístundar fatlaðra framhaldsskólanema og stofnun tveggja nýrra íslenskuvera vegna kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Einnig var samþykkt að hækka framlög til frístundaheimila vegna fjölgunar barna, tillaga um eflingu hinsegin félagsmiðstöðvar og samþykkt tilraunaverkefni um lýðheilsusjóð. Þá var samþykkt að koma á fót tveimur nýjum barnakórum í Grafarvogi og Laugardal og Háaleiti auk framlaga vegna hópkennslu í hljóðfæraleik. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á að auka fé í menntun og viðhald skóla- og frístundahúsnæðis. Einnig er lögð áhersla á aukið fjármagn til velferðarsviðs til að auka og bæta þjónustu. Það er bjart fram undan í Reykjavík þar sem verður áfram gott að búa, starfa og heimsækja.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Áætlunin gerir ráð fyrir viðstöðulausri skuldasöfnun allt næsta kjörtímabil og er ljóst að reksturinn er engan veginn sjálfbær. Margt í rekstri samstæðu borgarinnar minnir á skuldsettan vogunarsjóð. Afkoma borgarinnar byggir á afleiðum í áli og gjaldmiðlum, endurmati á félagslegu húsnæði og fjárfestingum í fyrirtækjum sem fjármagnaðar eru með lánum. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir að Orkuveitan greiði skuld upp á meira en þrjá milljarða við Glitni þó dómur liggi fyrir um að það beri að gera. Ekki er gert ráð fyrir krónu í rekstur borgarlínu næstu fimm árin. Þá er vanmat á ýmsum fjárfestingum sem ljóst er að þurfi á næstu árum svo sem vegna sorpbrennslu og hreinsistöðva í frárennsli. Ekkert er minnst á hvernig þetta samræmist góðri áætlanagerð og öðrum fyrirheitum.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistar lögðu til að fjárfesta gegn húsnæðiskreppunni sem er í borginni. Samkvæmt grófri áætlun myndi það kosta um 24 milljarða að kaupa húsnæði til að vinna upp biðlista vegna húsnæðis í Reykjavík. Raunverulegur kostnaður borgarinnar yrði lægri þar sem hver íbúð skilar borginni leigutekjum sem getur farið í afborgun af lántöku vegna húsnæðisuppbyggingar. Aðrar breytingartillögur sósíalista sneru að því að fella niður leigu í einn mánuð hjá leigjendum Félagsbústaða, að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar, að allir sem fá fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót, að skólar og frístund borgarinnar yrðu gerð gjaldfrjáls, þar með taldar máltíðir, og að þau sem eigi rétt á NPA fái slíkt. Fulltrúi sósíalista undirstrikar mikilvægi þess að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að leitast við að koma útsvari á fjármagnstekjur. Slíkt er ekki hægt án laga frá Alþingi en er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina og sveitarfélög. Fulltrúi sósíalista telur að það eigi ekki að þurfa að fórna einu mikilvægu verkefni svo að önnur mikilvæg nái fram að ganga. Til þess þarf að tryggja nægt fjármagn og forgangsröðun þannig að borgin starfi fyrir fólkið og vinni sannarlega eftir markmiðum sínum um að enginn verði skilinn eftir.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Starfsfólki Reykjavíkur hefur fjölgað um 20% á sl. fjórum árum á meðan Reykvíkingum fjölgaði einungis um 8%. Þetta þýðir að tæplega 8,4% af öllum mannfjölda í Reykjavík sé í vinnu hjá borginni og ef aldursbilið 15-64 ára er skoðað þá eru starfsmenn borgarinnar 12,3%. Borgarsjóður/A-hlutinn skuldar rúma 140 milljarða og samstæðan öll skuldar rúma 400 milljarða. Lántökuáætlun til ársins 2026 er 91,6 milljarðar og verða þá skuldir A-hlutans tæpir 235 milljarðar. Afborganir langtímalána á sama tímabili eru áætlaðar 40,1 milljarður. Í sömu áætlun er gert ráð fyrir 25 milljarða tekjum af sölu byggingaréttar. Það vita allir að þessar áætlanir standast ekki. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið sig upp til ríkisins sem ógjaldfæra í umsögn dags. 27. apríl 2020 til Alþingis. Sjá þessa slóð: https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-1904.pdf. Alvarleg fjárhagsstaða Reykjavíkur er ekki COVID að kenna, skuldasöfnunin hófst 2013. Í umsögn borgarinnar til Alþingis kom fram að gera mætti ráð fyrir að veltufé frá rekstri yrði neikvætt 2020-2022 og á sama tíma myndi reiknuð fjármögnunarþörf borgarsjóðs aukast langt umfram fjárhagsáætlanir eða um 75,5 milljarða samanlagt árin 2020-2024. Orðrétt sagði: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtímafjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára.“ Frekari útskýringar eru óþarfar.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjármálastjórn innan Reykjavíkurborgar veldur áhyggjum í heild sinni. Veltufé frá rekstri í A-hluta er óásættanlegt. Það er neikvætt á árinu 2021 og einungis er gert ráð fyrir að það verði um 1,9% af heildartekjum á árinu 2022. Til að rekstur Reykjavíkurborgar geti kallast sjálfbær þarf veltufé frá rekstri að vera hærra en 9% af heildartekjum. Lántaka vex úr 9,4 milljörðum á árinu 2020 í 25 milljarða á árinu 2021. Á árinu 2022 er áfram gert ráð fyrir nýrri lántöku upp á 25 milljarða. Afborganir langtímalána tvöfaldast milli áranna 2020 og 2022. Þær hækka úr 1,8 milljörðum í 3,6 milljarða. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af hvernig þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur farið með skattpeninga af lausung og þanist út. Samtals eru 10 milljarðar lagðir til sviðsins á þremur árum. Á árinu 2022 eru útgjöld þjónustu- og nýsköpunarsviðs ætluð 4,5 milljarðar króna. Tekjur eru áætlaðar 1,5 milljarðar. Ekki verður séð að einstök verkefni hafi verið kostnaðarmetin né mat verið lagt á ávinning af hverju og einu þeirra. Ekki verður heldur séð að einstökum stafrænum lausnum hafi verið forgangsraðað eftir nauðsyn. Ekki hafa borist svör við ítrekuðum fyrirspurnum um hvort lagt hafi verið mat á fjárhagslegan ávinning hvers og eins verkefnis og þeim forgangsraðað í framhaldi af því.
2. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. nóvember 2021. Einnig er lagður fram 5. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. desember sl.; breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merkt SCPV-1. FAS21120097
Er þá gengið til atkvæða um þá breytingartillögu við frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem fyrir liggur:
SCPV-1, tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna breytingar á fjárhagsáætlun Strætó bs. 2023-2026 þar sem lagt er til að fjárhagsáætlun 2023-2026 Strætó verði breytt eins og lýst er í töflu í samræmi við samþykkta áætlun stjórnar félagsins dags. 29. október 2021.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026 er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í kjölfar efnahagslegra og samfélagslegra afleiðinga kórónuveirunnar hafa borgaryfirvöld talað fyrir því að vaxa út úr vandanum þar sem enginn verði skilinn eftir. Staðan er sú að fátækt fólk er skilið eftir í þessari borg, því er gert að reiða sig á hjálparstofnanir ef tekjur þeirra, hvort sem þær eru tekjur vegna fjárhagsaðstoðar eða lágra tekna, duga ekki út mánuðinn. Stuðningskerfi borgarinnar virka ekki þar sem umsóknir á biðlista um húsnæði hjá borginni telja 871, þar af eru 524 umsóknir um almennt félagslegt leiguhúsnæði, umsóknir um húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir telja 72, umsóknir um þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru 138 og umsóknir um húsnæði fyrir fólk með fötlun eru 137. Fulltrúi sósíalista lagði til að borgin myndi fela Félagsbústöðum að að fara í fjárfestingu til að útvega húsnæði fyrir fólk sem nú bíður eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistar eftir húsnæði eru ekki nýir af nálinni hjá borginni og nauðsynlegt er að tryggja húsnæðisöryggi borgarbúa. Til langs tíma þarf einnig að tryggja að borgin sé í stakk búin til að veita öfluga þjónustu og minnir fulltrúi sósíalista í því samhengi á tillögu um að leitast við að að hluti áfengisgjalds renni til sveitarfélaganna.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026 kemur fram sýn meirihluta borgarstjórnar á hvernig fjármál A-hluta borgarsjóðs þróast á komandi árum. Þar kemur fram að reksturinn muni fara batnandi á komandi árum. Í því sambandi er eðlilegt að velta fyrir sér hvort kostnaður við kaup á vörum og þjónustu sé vanmetinn þar sem hann hækkar mun minna en bæði launakostnaður og tekjuhliðin. Á þessu tímabili mun skuldsetning A-hluta borgarsjóðs hækka verulega. Reiknað með að taka 92 milljarða að láni á tímabilinu. Langtímaskuldir A-hlutans hækka úr 97 milljörðum í 132 milljarða. Það gerir um eina milljón á hvern íbúa borgarinnar, einungis í A-hlutanum. Fyrirhugaðar fjárfestingar eru 142 milljarðar. Árlegar afborganir langtímalána hækka um 129%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum er öll árin undir því sem metið er ásættanlegt. Það vekur einnig sérstaka athygli að veltufjárhlutfall lækkar úr 1,0 niður í 0,7. Það hefur í för með sér hækkun dráttarvaxta. Einnig er handbært fé í árslok undir lok tímabilsins einungis 58% af því sem það er í upphafi. Lausafjárstaða borgarinnar versnar þannig verulega vegna mikillar skuldaaukningar samtímis því að rekstrarniðurstaðan er lakari en nauðsynlegt er. Flokkur fólksins varar við að halda óbreyttri stefnu í fjármálastjórn borgarinnar.
3. Lagt er til að Vigdís Hauksdóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Baldurs Borgþórssonar. Einnig er lagt til að Kolbrún Baldursdóttir taki sæti sem varamaður hennar í ráðinu. MSS21120108
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
4. Lagt er til að Vigdís Hauksdóttir taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Baldurs Borgþórssonar. Einnig er lagt til að Kolbrún Baldursdóttir taki sæti sem varamaður hennar í ráðinu. MSS21120109
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
5. Samþykkt að taka kosningu í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði á dagskrá. Lagt er til að Anna Wojtynska taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í stað Daníels Arnar Arnarsonar. MSS21120110
Samþykkt.
6. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 18. nóvember, 25. nóvember og 2. desember. MSS21120111
4. liður fundargerðarinnar frá 18. nóvember; Borgarlína – deiliskipulag, Steinahlíð að Katrínartúni, er samþykktur með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS21120112
6. liður fundargerðarinnar frá 2. desember; viðaukar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021, er borinn upp í tvennu lagi. FAS21120098
7. liður viðaukans þar sem lagt er til að að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs hækki um 5.000 þ.kr. vegna styrks við Reykjavíkurmaraþon er samþykktur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Aðrir liðir viðaukanna eru samþykktir. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar frá 18. nóvember:
Mikilvægt er að stórbæta samgöngur í Reykjavík, ekki síst almenningssamgöngur í borginni. Sú útfærsla sem hér er boðuð mun þrengja verulega að almennri umferð og þannig lengja ferðatíma fólks. Rétt væri að skoða aðrar útfærslur á sérrýmum sem þrengja ekki að almennri umferð. Hætta er á að þessi útfærsla á Suðurlandsbrautinni muni beina almennri umferð inn í íbúðahverfi og skerða mjög aðgengi að Laugardal og atvinnu- og þjónustusvæðum svo sem í Ármúla og Síðumúla. Þessar róttæku breytingar munu hafa þau áhrif að umferð sem nú fer um Suðurlandsbraut mun flytjast annað og auka umferðarþunga á Miklubraut og Sæbraut auk annarra gatna. Lengja ferðatíma fólks. Þá liggja enn ekki fyrir endanleg drög að 1. áfanga borgarlínu, eingöngu frumdrög og því ekkert sem kallar á þessar þrengingar sem hér eru lagðar fram.
7. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 3. desember, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. og 25. nóvember, skipulags- og samgönguráðs frá 24. nóvember og 1. desember, skóla- og frístundaráðs frá 23. nóvember, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 17. nóvember og velferðarráðs frá 17. nóvember. MSS21120113
2. liður fundargerðar forsætisnefndar; lausnarbeiðni Rögnu Sigurðardóttur, er samþykktur. MSS21120114
Fundi slitið kl. 00:01
Alexandra Briem
Ellen Jacqueline Calmon Kolbrún Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 7.12.2021 - prentvæn útgáfa