Borgarstjórn - 6.12.2001

Borgarstjórn

9

B O R G A R S T J Ó R N DRÖG

Ár 2001, fimmtudaginn 6. desember, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Helga Jóhannsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Pétursdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Eyþór Arnalds. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar kvaddi Inga Jóna Þórðardóttir sér hljóðs og ræddi fundarsköp.

1. Fjárhagsáætlun 2002; síðari umræða. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2002 ásamt greinargerð. Jafnframt lagðir fram 18. liður fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember, starfsáætlanir, og 32. liður fundargerðar borgarráðs frá 4. desember, breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun.

- Kl. 14.10 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Árni Þór Sigurðsson vék af fundi.

Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun 2002:

Fjármögnunarhreyfingar Tekin ný langtímalán í stað 1.120.000 komi 1.049.770

- Kl. 15.50 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Helga Jóhannsdóttir vék af fundi. - Kl. 15.58 var gert hlé á fundi. - Kl. 16.25 var fundi fram haldið og vék þá Anna Geirsdóttir af fundi og Árni Þór Sigurðsson tók þar sæti. - Kl. 16.58 tók Jóna Gróa Sigurðardóttir sæti á fundinum og Guðrún Pétursdóttir vék af fundi. - Kl. 17.10 vék Kjartan Magnússon af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti. - Kl. 17.23 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Kristín Blöndal tók þar sæti. - Kl. 17.50 vék Helgi Hjörvar af fundi og Guðrún Jónsdóttir tók þar sæti. - Kl. 18.33 vék Kristján Guðmundsson af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 19.17 var gert hlé á fundi. - Kl. 19.53 var fundi fram haldið. - Kl. 20.04 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Helga Jóhannsdóttir vék af fundi. - Kl. 21.56 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Árni Þór Sigurðsson vék af fundi. - Kl. 22.35 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti. - Kl. 22.41 vék Kjartan Magnússon af fundi og Guðrún Pétursdóttir tók þar sæti. - Kl. 23.57 vék Jóna Gróa Sigurðardóttir af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 00.52 vék Guðrún Jónsdóttir af fundi og Guðrún Erla Geirsdóttir tók þar sæti. - Kl. 01.17 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti. - Kl. 01.20 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Guðrún Erla Geirsdóttir vék af fundi. - Kl. 02.19 var gert hlé á fundi. - Kl. 02.45 var fundi fram haldið og tók þá Sigrún Magnúsdóttir sæti á fundinum og Óskar Bergsson vék af fundi.

Var nú gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 ásamt framkomnum breytingartillögum.

Fjárhagsáætlun 2002

Frumvarp að fjárhagsáætlun Breytingatillögur skv. fundargerð borgarráðs 4. desember 2001 Aðrar breytinga-tillögur

Skatttekjur og rekstrargjöld

Skatttekjur í heild 26.960.000

Samþ. 8 shlj.

Rekstrargjöld

Stjórn borgarinnar

Upplýsingatækniþjónusta 16.180 16.580

Samþ. 8 shlj. Sameiginlegur kostnaður 20.500 21.300

Samþ. 8 shlj. Aðkeypt tölvuvinnsla 51.200 59.000

Samþ. 8 shlj.

Umhverfis- og tæknisvið

Svæðisskipulag 0 3.200

Samþ. 8 shlj.

Umhverfismál

Heiðmörk 25.000 26.600

Samþ. 8 shlj. Flutningur bækist. 80.800 86.800

Samþ. 8 shlj.

Menningarmál

Fornl. skr. á Kjalarnesi 0 5.000

Samþ. 8 shlj.

Fræðslumál

Kjarasamningur við tónlistarkennara 0 130.000

Samþ. 8 shlj. Vesturgarður 0 1.100

Samþ. 8 shlj. Tilfærslur fjárveitinga milli kostnaðarstaða skv. yfirliti Fræðslumiðstöðvar

Samþ. 8 shlj.

ÍTR

Húsaleigu- og æfingastyrkir 77.000 79.700

Samþ. 8 shlj. Kjarasamningar um vaktaálag 0 11.600

Samþ. 8 shlj. Vesturgarður 0 1.100

Samþ. 8 shlj.

Leikskólar Reykjavíkur

Sameiginlegur kostnaður 121.245 125.745

Samþ. 8 shlj. Útdeiling potta 0 63.000

Samþ. 8 shlj. Vesturgarður 0 1.100

Samþ. 8 shlj.

Félagsþjónustan

Mismunur á leigu 210.000 335.000

Samþ. 8 shlj. Vesturgarður 0 8.000

Samþ. 8 shlj.

Rekstur eigna

Fasteignir 143.000 118.000

Samþ. 8 shlj.

Önnur útgjöld

Ófyrirséð útgjöld 236.860 237.860

Samþ. 8 shlj. Kirkjubyggingarsjóður 18.000 20.000

Samþ. 8 shlj. Lánatryggingasjóður kvenna 3.000 0

Samþ. 8 shlj.

Framlög

Framlag til Strætó bs. 700.000 730.000

Samþ. 8 shlj.

Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld

Vaxtatekjur af langtímakröfum -45.000 -63.130

Samþ. 8 shlj.

Rekstrarliðir í heild að viðbættum

fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum

í heild með áorðnum breytingum 22.686.605 23.046.375

Samþ. 8 shlj.

Sjóðstreymi

Fjárfestingahreyfingar

Stofnkostnaður. menningarmála -100.000 -105.000

Samþ. 8 shlj. Áhaldakaup -500.000 -519.000

Samþ. 8 shlj. Söluverð seldra rekstrarfjármuna 0 400.000

Samþ. 8 shlj. Afborganir af skuldabréfaeign 110.000 164.000

Samþ. 8 shlj.

Fjárfestingar aðalsjóðs í heild

með áorðnum breytingum -3.906.000 -3.476.000

Samþ. 8 shlj.

Fjármögnunarhreyfingar

breyt.t. b.ftr.

Reykjav.lista

Tekin ný langtímalán 1.120.000

1.049.770 Samþ. 8 shlj.

Fjármögnunarhreyfingar aðalsjóðs í heild

með áorðnum breytingum -682.435

-752.665 Samþ. 8 shlj.

A-hluta fyrirtæki

Skipulagssjóður

Rekstrartekjur 212.940

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 38.054

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 0

Samþ. 8 shlj.

Vélamiðstöð

Rekstrartekjur 402.560

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 393.134

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 0

Samþ. 8 shlj.

Innkaupastofnun

Rekstrartekjur 60.279

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 63.985

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 3.039

Samþ. 8 shlj.

B-hluta fyrirtæki

Fráveita Reykjavíkur

Rekstrartekjur 985.000

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 819.387

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 0

Samþ. 8 shlj.

Félagsbústaðir hf.

Rekstrartekjur 843.800

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 1.024.500

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 39.300

Samþ. 8 shlj.

Bílastæðasjóður

Rekstrartekjur 480.655

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 413.886

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 0

Samþ. 8 shlj.

Orkuveita Reykjavíkur

Rekstrartekjur 11.255.654

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 10.852.410

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 178.715

Samþ. 8 shlj.

Reykjavíkurhöfn

Rekstrartekjur 1.040.123

Samþ. 8 shlj. Rekstrargjöld 971.894

Samþ. 8 shlj. Niðurstaða eftir eignabreytingar

sýnir hækkun (lækkun) á handbæru fé 7.000

Samþ. 8 shlj.

Frumvarp að fjárhagsáætlun í heild

með áorðnum breytingum

Samþ. 8 shlj.

Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Sú umræða sem átt hefur sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur nú endurspeglar það hyldýpi sem er á milli málflutnings og framtíðarsýnar þeirra tveggja fylkinga sem borgarstjórnina skipa. Reykjavíkurlistinn hefur ítrekað kallað eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum, en án árangurs. Borgarbúar hafa þurft að sæta því að umræðan þeirra snúist um bókhaldsatriði í stað málefnalegrar umfjöllun um framtíð og þróun borgarsamfélags í upphafi nýrrar aldar.

Stefnufesta og framtíðarsýn Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002, sem nú hefur hlotið staðfestingu borgarstjórnar Reykjavíkur, endurspeglar þá stefnufestu og pólitísku sannfæringu sem Reykjavíkurlistinn hefur haft að leiðarljósi við stjórn borgarinnar undanfarin tvö kjörtímabil. Árið 1994 setti borgarstjórnar-meirihlutinn sér mjög ákveðin markmið sem í hnotskurn lúta að því að auka lífsgæði í Reykjavík, bæta þjónustu við íbúa, stöðva skuldasöfnun borgarsjóðs og fjárfesta í arðbærum verkefnum. Jafnræði er lykilhugtak í stefnu Reykjavíkurlistans sem telur það meginverkefni borgaryfirvalda að sjá til þess að sameiginlegum þörfum borgarbúa fyrir margvíslega þjónustu sé mætt með þeim hætti að allir geti nýtt sér hana óháð félagslegri stöðu.

Árangur Einsetningu grunnskóla lýkur á hausti komanda og á næsta ári mun Reykjavík standa á þeim tímamótum að öllum börnum yfir tveggja ára aldri stendur til boða leikskólavist. Á árinu 2002 munu alls 93% barna á aldrinum 1-5 ára njóta niðurgreiddrar dagvistar á vegum Reykjavíkurborgar. Samfara þessu hefur hefur verið rennt stoðum undir samfélagslega ábyrgð með endurskoðun og uppbyggingu félagsþjónustunnar í Reykjavík. Með þessu er Reykjavíkurborg komin í fremstu röð þeirra borga sem fjárfest hafa í menntun og öryggi yngstu borgarbúanna og annarra borgarbúa sem á alúð og umhyggju þurfa að halda.

Styrk fjármálastjórn Fjárhagur borgarinnar er traustari en nokkru sinni. Rekstrarútgjöld sem hlutfall af skatttekjum nema 82,7%, og skuldir sem hlutfall af skatttekjum hafa lækkað úr 120% árið 1994 í 52% á árinu 2002. Þessi árangur hefur náðst samhliða gríðarlegri uppbyggingu skóla, leikskóla og fráveitukerfis og fjárfestingu á flestum sviðum borgarrekstursins. Sjálfstæðismönnum hefur orðið tíðrætt um skuldaaukningu og að skuldir borgarinnar hafi á degi hverjum vaxið um tæpar 9 mkr. Þeim hefur láðst að geta þess að eignamyndum hefur á sama tíma verið mun meiri eða sem svarar tæpum 37 mkr. á dag. Ef stilla á umræðu um fjárhagsáætlun upp í umræðu um debet og kredit verður að halda hvoru tveggja til haga. Handbært fé frá rekstri borgarsjóðs er áætlað 4.297 mkr. Af rekstrarafgangi er 3.574 mkr. varið í fjárfestingar á vegum borgarsjóðs, en 619 mkr. verður ráðstafað til nýbygginga holræsa. Skuldir borgarsjóðs í árslok 2002 eru áætlaðar kr. 13.870 mkr. á verðlagi í nóvember 2001, eða 122 þúsund krónur á hvern íbúa. Í árslok 2000 voru skuldir án lífeyrisskuldbindinga á hvern íbúa lægstar í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Með lífeyrisskuldbindingum var Reykjavík í næstlægsta sæti, aðeins Seltjarnarnes var lægra.

Stefnumótun til framtíðar Fjárfestingar undanfarinna ára í skólum, leikskólum og félagsþjónustu hafa verið gríðarlega miklar og munu án efa skila ríkulegum arði til framtíðar. Að þessum verkefnum loknum munu gefast tækifæri til að setja aukið fjármagn í annars konar fjárfestingar, ekki síst þær sem tengjast atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í borginni. Fjölga þarf atvinnutækifærum sem krefjast menntunar, þekkingar og nýsköpunar. Hlutverk borgaryfirvalda er að skapa fyrirtækjum kjöraðstæður til að festa rætur, vaxa og nýta þá miklu möguleika sem framundan eru. Tengja þarf saman miðborgar- og háskólasvæðið ekki síst með tilkomu vísindagarða sem fyrirhugað er að byggja á háskólasvæðinu. Þannig styrkist atvinnulíf í miðborginni sem og verslun og þjónusta. Fjölskrúðugt miðborgarlíf þar sem ungt, kraftmikið og framsækið fólk upplifir borgarmenningu er ein forsenda þess að Reykjavík standist samkeppni um fólk og þekkingu við erlendar stórborgir. Þar skiptir einnig sköpum blómlegt menningarlíf, en Reykjavíkur-listinn hefur lagt sérstaka áherslu á að efla og styðja menningarflóru borgarinnar á undanförnum árum. Nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús í miðborginni verður stórt skref í þá átt auk þess sem það mun koma atvinnulífinu öllu til góða.

Atvinnulíf borgarinnar er sú stoð sem velferð borgarbúa og velferðarkerfi Reykjavikur hvíla á. Atvinnulíf og velferðarkerfi styðja hvort annað. Hvorugt getur án hins verið. Lífsgæði fóks skapast af traustu umhverfi í lífi og starfi, og markmið Reykjavíkurlistans er að skapa þau lífsgæði. Okkar framtíðarsýn er sú að í Reykjavík verði vaxtarbroddur Íslands og að borgin standi jafnfætis, eða framar, erlendum stórborgum þegar kemur að lífsgæðum og fjölbreytni í atvinnulífi, menningu og mannlífi. Grunnurinn hefur verið lagður og við munum halda áfram að byggja á honum hér eftir sem hingað til – án þátttöku sjálfstæðismanna.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar endurspeglar sívaxandi skuldasöfnun og aukna útþenslu í rekstri borgarinnar. Skuldasöfnun borgarinnar er komin á alvarlegt stig og er þegar farin að draga mátt úr stærsta fyrirtæki borgarinnar, Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhagsáætlunin endurspeglar einnig það skilnings- og áhugaleysi sem R-listinn hefur gagnvart þeim sem minna mega sín í borgarsamfélaginu.

Aldrei hafa biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði verið lengri. Aldrei hafa biðlistar eftir hjúkrunarrými verið lengri. Aldrei hafa fleiri verið heimilislausir í Reykjavík. Aldrei fyrr hafa biðlistar á leikskólum borgarinnar verið lengri en um síðustu áramót. Aldrei fyrr hefur lóðaverð í Reykjavík verið hærra, sem leiðir af sér hærri fasteignaskatta, hærra íbúðaverð og hærri húsaleigu á almennum markaði. Aldrei fyrr hefur stjórnsýsla borgarinnar verið jafn þung í vöfum og seinvirk fyrir einstaklinga sem eiga samskipti við borgarkerfið. Aldrei fyrr hefur uppboð lóða og skipulagsskilmálar í nýju íbúðahverfi valdið því að íbúðir í fjölbýlishúsum eru allt að 30% stærri og þar með dýrari en í öðrum hverfum borgarinnar. Aldrei fyrr hafa húsbyggjendur verið í slíkum vandræðum og nú í Reykjavík. Þessar staðreyndir sýna að stefnu- og aðgerðarleysi R-listans í mörgum mikilvægum málum er hvorki fjölskylduvænt né boðar aukin lífsgæði í Reykjavík eins og borgarstjóri gaf til kynna þegar mælt var fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar. Þessar staðreyndir sýna þvert á móti að R-listinn lætur mikilvæg fjölskyldumál reka á reiðanum og bygging vist- og hjúkrunarheimila fyrir aldraðra er orðin algjör hornreka í borgarkerfinu.

Á valdatíma R-listans hefur lengst af verið mjög gott efnahagsástand í landinu og hagvöxtur verið meiri en áður hefur þekkst. Tekjur borgarsjóðs hafa hækkað mjög verulega. Á næsta ári mun borgarsjóður fá sex og hálfan milljarð meira í skatttekjur en árið 1998 á föstu verðlagi. Þrátt fyrir þessar góðu ytri aðstæður hefur skuldaaukning borgarinnar verið gífurleg. Frá árslokum 1993 til ársloka 2002 hafa hreinar skuldir borgarinnar á föstu verðlagi áttfaldast. Á hverjum einasta degi hafa skuldirnar hækkað um 9 milljónir króna.

Fyrirtæki borgarinnar hafa verið veikt vegna fjármálaóstjórnar R-listans. Orkuveita Reykjavíkur hefur orðið að taka háar fjárhæðir að láni erlendis til að standa undir kröfum um greiðslur fyrirtækisins inn í borgarsjóð til að sýna betri stöðu hans. Þannig hefur fyrirtækið orðið að greiða um níu milljarða inn í borgarsjóð á valdatíma R-listans umfram það sem áður var. Fullyrt hefur verið af hálfu meirihlutans að skuldsetning Orkuveitunnar sé vegna framkvæmda á Nesjavöllum. Frá árinu 1993 til ársloka 2002 munu skuldir Orkuveitu Reykjavíkur (áður HR,RR og VR) aukast um 19,5 milljarða króna á föstu verðlagi en fjárfestingar á Nesjavöllum nema á sama tíma 9,2 milljörðum króna.

Allt tal R-listans um festu í fjármálastjórn og skýra framtíðarsýn er ekkert annað en innantómt hjal. Meirihlutinn hefur gefist upp við að standa við það fyrirheit að greiða upp skuldir borgarinnar. Eyðsla og óráðsía hefur einkennt valdaferilinn eins og málefni Línu.Nets hf. ber með sér. Sífellt kemur betur og betur í ljós það ábyrgðarleysi sem ríkir hjá meirihlutanum gagnvart fjármálum borgarinnar. Umfjöllun um fjármál er vísað á bug með þeim ummælum að hún sé ekki pólitík heldur bókhald. Mörg hundruð milljóna króna fjáraustur úr sjóðum Orkuveitunnar yfir í Línu.Net hf. sem er í miklum samkeppnis og áhætturekstri er í augum borgarstjóra lítið mál. Slík viðhorf lýsa hroka og lítilsvirðingu gagnvart borgarbúum.

Það skiptir máli fyrir framtíðarhagsmuni Reykvíkinga að sparnaðar og aðhalds sé gætt í rekstri borgarinnar þannig að borgin geti sinnt mikilvægri grunnþjónustu við íbúa sína, sem mikið skortir á að gert sé í dag. Óráðsíu og siðleysi í fjármálastjórn Reykjavíkurborgar verður að linna.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 20. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 27. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 4. desember. 13. liður fundargerðarinnar, 53. liður fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. október s.l., sbr. b-hluti fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 24 s.m., varðandi umsókn um gistirými að Snorrabraut 27-29, samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa 14. lið fundargerðarinnar, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, til síðari umræðu. 27. liður fundargerðarinnar, kjör fulltrúa í jafnréttisnefnd, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 28. liður fundargerðarinnar, kjör fulltrúa í skólanefnd Klébergsskóla, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa 29. lið fundargerðarinnar, lækkun afltaxta Orkuveitu Reykjavíkur, til síðari umræðu.

5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 21. nóvember.

6. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26. nóvember.

7. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 3. desember.

8. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. nóvember.

9. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 21. nóvember.

10. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 21. nóvember.

11. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 12. nóvember.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 21. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

15. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 13. nóvember.

16. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 22. nóvember.

17. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 29. nóvember.

18. Lögð fram samþykkt um hundahald; síðari umræða. Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2.

Fundi slitið kl. 03.13.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Helgi Hjörvar

Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson