No translated content text
Borgarráð
FORSÆTISNEFND
Ár 2010, föstudaginn 26. febrúar, var haldinn 95. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Óskar Bergsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt er vinna sem unnin hefur verið í tengslum við málefni hússins Höfða. Jafnframt er kynntur nýr starfshópur borgarráðs sem móta á tillögur um framtíðarnotkun Höfða og sem tekið hefur við því hlutverki af forsætisnefnd.
2. Fjallað er um lengd bókana í fundargerðum borgarstjórnar sem og nefnda og ráða borgarinnar.
3. Lögð fram að nýju svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna við fjárhagsáætlun ársins 2010, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarstjórnar 15. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. s.m.:
Lagt er til að sérfræðiaðstoð til borgarstjórnarflokka verði lækkuð um 15.000 þ.kr. Sparnaður verði færður á liðinn ófyrirséð.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Óskar Bergsson leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Borgarstjórn hefur þegar tekið afstöðu til þess hvert framlag borgarinnar til stjórnmálasamtaka, sem fengu kjörna fulltrúa í borgarstjórn í síðustu borgarstjórnarkosningum, verði á árinu 2010, en það var lækkað um u.þ.b. 12#PR frá síðasta ári. Tillögunni er því vísað til borgarráðs með þeim tilmælum að tekin verði afstaða til lækkunar framlaga til stjórnmálasamtaka við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Málsmeðferðartillagan samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum.
Þorleifur Gunnlaugsson óskar bókað:
Greiðsla Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka hækkaði úr 13,9 milljónum króna árið 2006 í 32,75 milljónir árið 2007. Undanfari þessarar hækkunar var að árið 2006 var ákveðið að ýmis kostnaður sem áður féll á sveitarfélög við alþingis- og forsetakosningar skyldi framvegis greiddur af ríkissjóði en vafasamt er að réttlæta það að þessar breytingar leiddu af sér færslu fjármuna til stjórnmálaflokka í Reykjavík. Þar að auki skal það áréttað að allar ákvarðanir um fjármál borgarinnar sem teknar voru árið 2007 ber að endurskoða þar sem fjárhagur borgarinnar hefur breyst, mjög til hins verra. Það hefur einnig komið fram að framlög Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka eru meira en helmingi hærri en framlög flestra annarra sveitarfélaga, ef miðað er við höfðatölu. Það er hinsvegar ljóst að Reykjavíkurborg er skylt skv. lögum að veita þeim stjórnmálasamtökum, sem uppfylla skilyrði ákvæðisins, fjárframlög til starfsemi sinnar, og skal heildarfjárhæðinni skipti milli þeirra í hlutfalli við atkvæðamagn í næstliðnum borgarstjórnarkosningum en í lögum er ekki getið um upphæð framlagsins. Færa má rök fyrir því að borgarstjórnarflokkar, sérstaklega þeir sem eru í minnihluta, þurfi á fjárframlögum að halda til þess að sækja sérfræðiaðstoð en sú mikla hækkun sem orðið hefur á framlögum undanfarin ár er langt umfram þá þörf. Lækkun framlaga til stjórnmálaflokka svarar kalli tímans þegar mikill niðurskurður kallar á forgangsröðun í þágu velferðarmála. Skerðing á fjármagni til stjórnmálaflokka, hvort sem það er frá einkafyrirtækjum eða opinberum aðilum, færir þá nær þeim tíma þegar starfsemin var fyrst og fremst byggð á félögunum í flokkunum sjálfum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég minni á tillögu mína í borgarstjórn um að framlög til stjórnmálasamtaka í borginni verði felld niður vegna ársins 2010. Framlög þessi eru til þess fallin að auka enn frekar mismunum milli framboða til borgarstjórnar og hafa snúist upp í andhverfu sína þegar framlög ætluð borgarstjórnarframboði F-listans nýtast borgarmálunum á engan hátt.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óskar Bergsson og Björk Vilhelmsdóttir óska bókað:
Styrkir til stjórnmálasamtaka voru hækkaðir í framhaldi af lagasetningu um fjármál stjórnmálaflokka. Megintilgangur þeirrar lagasetningar var að auka gegnsæi og aftengja tengsl stjórnmála og fjársterkra aðila atvinnulífsins. Á grundvelli þeirra markmiða voru styrkir frá ríki og sveitarfélögum til stjórnmálaflokka hækkaðir.
4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2011-2013; fyrri umræða.
b. Umræða um fyrirhugaðan flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga (að beiðni borgarfulltrúa allra framboðslista).
c. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um samstarf grunnskóla og framhaldsskóla.
d. Lántaka Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. febrúar.
e. Umræða um ferðakostnað kjörinna fulltrúa í borgarstjórn og fyrirtækjum borgarinnar (að beiðni Ólafs F. Magnússonar).
Fundi slitið kl. 10.50
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Júlíus Vífill Ingvarsson