Borgarráð - Fundur nr. 5805

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 4. desember, var haldinn 5805. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson og Skúli Þór Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Heimir Snær Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt aðgerðaáætlun 2025-2030, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. desember 2025.
    Frestað. USK25090023

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2025 á auglýsingu á tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir lóð nr. 10 við Ármúla, ásamt fylgiskjölum.
    Frestað. USK25090083

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2025 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7A við Krókháls, ásamt fylgiskjölum.

    -    Kl. 09:08 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040088

    Fylgigögn

  4. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-september 2025, ásamt skýrslu fjármála- og áhættuskýringarsviðs með árshlutareikningi janúar-september 2025, ódags, greinargerðum fagsviða með árshlutareikningi janúar-september 2025, ódags., verkstöðuskýrslu nýframkvæmda janúar-september 2025 og bréf endurskoðunarnefndar, dags. 1. desember 2025. FAS25110018

    Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason og Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sigurrós Ástu Sigurðardóttur sem tekur sæti meðrafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að tilnefna Þorstein Gunnarsson borgarritara sem fulltrúa Reykjavíkurborgar í framkvæmdahóp sem mun heyra undir samráðsvettvang um borgarstefnu, sbr. beiðni innviðaráðuneytisins frá 28. nóvember sl. Þann 22. október sl. samþykkti Alþingi þingsályktun um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Framkvæmdahópnum verður falið að móta fáar en vel skilgreindar aðgerðir í samræmi við þá framtíðarsýn sem birtist í þingsályktun um borgarstefnu og forgangsröðun hins formlega samráðsvettvangs um stefnuna. Framkvæmdahópurinn skal skila til samráðsvettvangs um borgarstefnu tillögum að aðgerðum eigi síðar en í júní 2026.

    Samþykkt. MSS25110133

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. desember 2025, þar sem erindisbréf starfshóps vegna aðstöðumála glímufélagsins Ármanns er sent borgarráði til kynningar. MSS25120004

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025.
    4. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. (MSS25010023, MSS25010021, MSS25110116, MSS25110121, MSS25100017, MSS24100050, MSS25120017, MSS23050105, MSS25120022, MSS25110123, VEL25110044). MSS25120002 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25120003

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð taki til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar.
    Vísað til meðferðar styrkjahóps borgarráðs.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Agnes Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25020096

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki framlengingu á gildistíma samnings Reykjavíkurborgar við Knattspyrnusamband Íslands vegna reksturs Laugardalsvallar til 1. júní 2026 með nýjum viðauka þar sem framlagið yrði óbreytt, þ.e. 6 m.kr. á mánuði. Að óbreyttu mun samningur Reykjavíkurborgar og KSÍ renna út í árslok 2025. Jafnframt er lagt til að á tímabili framlengingar verði skipaður starfshópur til að rýna betur og leggja til framtíðarlausn á málefnum Laugardalsvallar.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.

    Steinþór Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25120006

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa öllum tíu tillögum stýrihóps um framtíðarsýn fyrir Viðey til lagalegrar og fjárhagslegrar greiningar hjá menningar- og íþróttasviði og umhverfis- og skipulagssviði og þá fari tillögurnar í frekari útfærslu og forgangsröðun hjá menningar- og íþróttasviði. Tillögurnar verði svo lagðar fyrir menningar- og íþróttaráð og borgarráð.

    Samþykkt.

    Steinþór Einarsson og Guðbrandur Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MIR24080006

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Viðey er dýrmæt perla í borgarlandinu, sögufrægur staður sem eitt sinn var stjórnsýslumiðstöð landsins og heimili elstu steinhúsa á Íslandi. Í Viðey eru merk útilistaverk sem laða að gesti og erlenda ferðamenn. Stýrihópur um stefnumótun varðandi Viðey leggur áherslu á að varðveita stöðu Viðeyjar sem friðsæls sögustaðar í hjarta borgarinnar en jafnframt búa svo um hnútana að fleiri geti notið þess sem eyjan hefur upp á að bjóða; náttúrufegurð, sögu og menningu. Lagt er til að fræðsluhlutverk eyjunnar verði eflt og öll grunnskólabörn í borginni heimsæki eyjuna, aðgengismál verði bætt og mannvirkjum eyjunnar vel við haldið. Lagt er til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar sem muni hýsa óskir jarðarbúa um frið sem safnað hefur verið í milljónatali um allan heim. Gengið er út frá því að verkið verði fjármagnað af stofnun listakonunnar Yoko Ono. Þá er lagt til að Höfði friðarsetur nýti Viðey meira til viðburðahalds til að undirstrika boðskapinn um frið sem sannarlega á brýnt erindi við almenning hér heima og erlendis. Tillögunum verður nú vísað í nánari útfærslu, lagalega rýni og fjárhagsmat hjá menningar- og íþróttasviði og umhverfis- og skipulagssviði þar sem tillögunum verði jafnframt forgangsraðað.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarráð samþykkir að beina því til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðgerðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gagnvart Nýju vínbúðinni og tengdu húsnæði að Skipholti 27, 105 Reykjavík. Það verði kannað hvort Heilbrigðiseftirlitið hafi sinnt leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Nýju vínbúðinni, hvort Heilbrigðiseftirlitið hafi gætt meðalhófs í aðgerðum sínum gagnvart Nýju vínbúðinni og hvort þær aðgerðir hafi reynst lögmætar og málefnalegar. Í framhaldinu verði verklag Heilbrigðiseftirlitsins við sambærilegar aðstæður yfirfarið og eftir atvikum uppfært. MSS25120026

    Frestað. 

Fundi slitið kl. 10:35

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

Hjálmar Sveinsson Sanna Magdalena Mörtudottir

Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Einar Þorsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 4.12.2025 - prentvæn útgáfa