Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 18. september, var haldinn 5794. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ólöf Magnúsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. september 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. september 2025 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna stakra húsbygginga á opnum svæðum, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060311
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs fram breytingatillögu sem tók meðal annars til þess að leyfilegt nýtingarhlutfall á lóð vegna bygginga verði 350 m2 en ekki 180, heimildir til byggingar húsa til ferðaþjónustu eða útivistar verði rýmri og að heimilt verði að stunda garðyrkju og reisa gróðurhús og verkfærageymslur í því skyni, á þeim frístundalóðum sem skipulagstillagan nær til. Var breytingatillagan felld og sitja fulltrúarnir því hjá við afgreiðsluna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. september 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. september 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarvegar 5-9, Rafstöðvasvæði, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 9:13 taka borgarstjóri og Róbert Marshall sæti á fundinum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060155Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. september 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda við breytingar á Hlöðunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, ásamt fylgiskjölum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. september 2025. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og íþróttaráðs, dags. 12. september 2025.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060043
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir fagna áformum um að breyta gömlu hlöðunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fræðslusetur. Fræðslustarfsemi garðsins hefur verið órjúfanlegur hluti af menntun reykvískra barna frá stofnun hans og mikilvægt er að styrkja þennan þátt starfseminnar með viðeigandi aðstöðu. Fræðsludeildin hefur verið án aðstöðu síðan gamli bærinn Hafrafell var rifinn árið 2018, sem hefur hamlað framþróun fræðslustarfs og sumarnámskeiða. Ný aðstaða mun gjörbylta möguleikum til framþróunar fræðslustarfs garðsins, auka framboð sumarnámskeiða og tryggja góða aðstöðu fyrir nemendur. Með þessari fjárfestingu styrkist hlutverk garðsins sem mikilvægs fræðsluseturs um íslensk húsdýr og tengsl manna og dýra. Endurskoðuð kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdin muni kosta 88 milljónir króna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks draga í efa að fyrirhuguð framkvæmd í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum geti talist forgangsverkefni við núverandi árferði í rekstri borgarinnar og almennt ástand á innviðum borgarinnar. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar nemur 115 milljónum króna en jafnframt hefur þegar verið ákveðið að ráðast í gerð nýrrar selalaugar sem kosta mun 150 milljónir króna hið minnsta. Brýnna væri að verja þessum fjármunum til viðhalds á skólahúsnæði grunn- og leikskóla og samgönguinnviðum svo dæmi séu tekin.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar fagnar því að ábendingum Framsóknar um upphaflega kostnaðaráætlun verkefnisins var vel tekið og áformin endurskoðuð. Framsókn styður að ráðist verði í framkvæmdina til þess að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn geti betur sinnt fræðsluhlutverki sínu gagnvart börnum og ungmennum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. september 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka vegna Álfabakka 7, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25090037
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja ótímabært að taka á þessu stigi fyrir málefni tengd rammasamkomulagi borgarinnar við olíufélögin. Á næstu vikum mun borgarráði berast skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um téða samninga þar sem olíufélögum voru veittar verðmætar byggingarheimildir á bensínstöðvalóðum án endurgjalds. Betra væri að bíða skýrslunnar áður en lengra er haldið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. september 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka vegna Álfheima 49, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25090038
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja ótímabært að taka á þessu stigi fyrir málefni tengd rammasamkomulagi borgarinnar við olíufélögin. Á næstu vikum mun borgarráði berast skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um téða samninga þar sem olíufélögum voru veittar verðmætar byggingarheimildir á bensínstöðvalóðum án endurgjalds. Betra væri að bíða skýrslunnar áður en lengra er haldið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. september 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan þjónustusamning við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands fyrir árið 2026. Samningurinn er til eins árs. Kostnaður samkvæmt samningnum er 2.750.000 kr. sem færist á kostnaðarstað 09510 – ýmsar samningsbundnar greiðslur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS25090058
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja samninginn ekki rúmast innan kjarnahlutverks borgarinnar og ekki á ábyrgð útsvarsgreiðenda í Reykjavík að fjármagna verkefni hans.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. september 2025, þar sem uppfært erindisbréf neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar 2023-2026 er lagt fram í borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS23020135
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 26. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 28. ágúst 2025 og færð í trúnaðarbók:
Boðað hefur verið til aðalfundar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. í samræmi við 10. gr. samþykkta félagsins, þriðjudaginn 16. september kl. 08:15 í Bæjarbíó, Hafnarfirði. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses.: Dagskrárliður 1: Skýrsla stjórnar um liðið starfsár lögð fram til kynningar og umræðu. Dagskrárliður 2: Endurskoðaðir reikningar fyrir næstliðið almanaksár lagðir fram til kynningar. Dagskrárliður 3: Starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu. Dagskrárliður 4: Áfangastaðaáætlun lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu. Dagskrárliður 5: Samskiptasáttmáli lagður fram til umræðu og atkvæðagreiðslu Dagskrárliður 6: Stjórnarskipti Dagskrárliður 7: Stefnuráð Dagskrárliður 8: Tillaga um launakjör stjórnar. Lagt er til að laun stjórnar verði óbreytt. Dagskrárliður 9: Önnur mál sem stjórn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. eða stefnuráð óska eftir að tekin verði til umræðu á aðalfundi. Lagt er til að tillögur dagskrárliða 3, 4, 5 og 8 verði samþykktar. Varðandi tillögu dagskrárliðar 6 um kjör í stjórn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. þá er lagt til að Kristinn Jón Ólafsson verði tilefndur í stjórn. Málið er trúnaðarmál fram yfir Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. sem haldinn verður 16. september 2025.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. MSS25080064
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 9. og 12. september 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. september 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 11. september 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13. júní og 15. ágúst 2025. MSS25010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. september 2025.
11. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál (MSS22030266, MSS25010021, MSS25090050, MSS25090059, MSS25010042, MSS25090030, MSS25010043, MSS25090056, MSS25090055, MSS25090055, MSS25090055, MSS25090055). MSS25090002
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25090005
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. september 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. september 2025 á tillögu um endurnýjun samnings við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS25030161
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 10. september 2025, á heimild til að hefja verkefnið framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25030001
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig andsnúna því að ríflega 20 milljónum króna sé eytt í stafræna verkefnið „Framþróun og fjölbreytni“, sem snýst í grunnatriðum að gera upplýsingavef borgarinnar meira smart. Það er ekki forgangsverkefni í þjónustu við borgarana að geta birt myndir og myndbönd sem sýna „lifandi og fjölbreytt mannlífsefni á vefnum“.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 10. september 2025, á heimild til að hefja annan vasa verkefnisins „Stafræn sorphirða“, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25070230
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 10. júlí 2025, um afléttingu trúnaðar af fylgiskjölum með samningi við Hörpu, sbr. 47. liðar fundargerðar borgarráðs frá 10. júlí 2025. Einnig lögð fram umsögn stjórnar Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf., dags. 12. september 2025.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25070006Fylgigögn
-
Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 12. september 2025, varðandi breytingu á samþykkt endurskoðunarnefndar og ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Einnig lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 18. júní 2025, um ráðningu í starf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar.
Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25030005
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að beina því til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að sekta ekki ökumenn á gjaldskyldum bílastæðum hjá kirkjum á messutíma. Fólk er misjafnlega gott til gangs og margir messugestir búa utan sóknamarka og ferðast því langar leiðir til að sækja messu auk þess sem messusókn getur verið skylda, t.d. meðal kaþólskra.
Frestað. MSS25090087
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokksins:
Lagt er til að borgarráð samþykki að tekinn verði upp að nýju afsláttur af gatnagerðargjaldi við byggingu bílastæðakjallara.
Greinargerð fylgir tillögunni. MSS25090088
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:41
Líf Magneudóttir Alexandra Briem
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 18.9.2025 - prentvæn útgáfa