Borgarráð - Fundur nr. 5791

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 28. ágúst, var haldinn 5791. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra sem tók sæti með rafrænum hætti, Líf Magneudóttir, Andrea Helgadóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sem tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. ágúst 2025. MSS25010004

    -    Kl. 9:07 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 9:09 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að ráðningu innri endurskoðanda hafi ekki verið lokið en innri endurskoðun gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki í umboði borgarráðs. Ítreka fulltrúarnir mikilvægi þess að faglegt ferli hefjist hið fyrsta og að skerpt verði á rétti borgarráðs í samþykktum til að hefja ráðningarferlið, leita umsagnar innri endurskoðunarnefndar og loks staðfestingar borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025 á tillögu að nýju deiliskipulagi við Ártúnshöfða 2 vegna Borgarlínu, 1. lotu, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24120106

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja jákvætt að sérakreinum fyrir almenningssamgöngur verði fjölgað án þess að akbrautum fyrir almenna umferð verði fækkað. Fulltrúarnir taka þó undir þau sjónarmið Vegagerðarinnar að óvissa ríki enn um þá fullyrðingu að deiliskipulagið muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og samgöngur, enda hefur slíkt ekki verið staðfest með umferðarmati. Þá taka fulltrúarnir undir áhyggjur Veitna um að þétting byggðar og aukið byggingarmagn á svæðinu kalli á viðeigandi skipulagningu innviða, og mikilvægt verði að lagnakerfið geti þjónað framtíðarþörfum svæðisins án óþarfa raskana eða tafa.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025 á auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa 6, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24100330

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi Leirtjarnar vesturs, 1. áfanga, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060028

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Framsókn styður þessa húsnæðisuppbyggingu og vekur athygli á að þarna eru ekki færri en eitt bílastæði á íbúð. Framsókn hvetur til þess að deiliskipulagsvinnu við allt svæðið sé lokið sem allra fyrst og sé þannig sett í forgang.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050498

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

    Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24120041

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Isavia kemur skýrt fram að borginni hefur láðst að taka til afgreiðslu erindi þeirra frá árinu 2021 varðandi lóðina sem um ræðir. Telja fulltrúarnir mikilvægt að borgin veiti Isavia skýr svör og leiti lausna áður en skipulag er formlega samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. ágúst 2025, varðandi leiðréttingu á afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Haðarland, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. ágúst sl. Mistök urðu við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði og ætlunin var að afgreiða málið í grenndarkynningu, ekki í auglýsingu, og þar með ekki að senda til borgarráðs. Afgreiðslan verður leiðrétt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 3. september nk.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050357

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni tónlistarskóla.

    Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25080063

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Heildarfjárveitingar borgarinnar til tónlistarskólanna hækka um 9% milli ára og þau sjónarmið hafa komið skýrt fram af hálfu stjórnenda skóla- og frístundasviðs að skólarnir hafi svigrúm til að hafa áhrif á verð á hverri kennslustund til að halda sama nemendafjölda. Þá er mikilvægt að borgin bjóði upp á hvata og stuðning við þá tónlistarskóla sem hafa vilja til aukins samstarfs eða sameiningar eins og sviðið hefur boðað.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja Reykjavíkurborg til að tryggja traustan rekstrargrundvöll tónlistarskólanna í Reykjavík. Nýlegur niðurskurður til skólanna hefur þegar ógnað rekstrargrundvellinum og leitt til verulegrar fækkunar þeirra barna sem eiga möguleika á að leggja stund á tónlistarnám í Reykjavík. Tónlistarskólarnir eru ómissandi þáttur í menntaflóru borgarinnar og hafa auðgað anda og líf óteljandi Reykvíkinga í gegnum árin og áratugina. Borgarfulltrúarnir minna á að þær tónlistarkonur sem sem hafa borið hróður Íslands víðast á sviði tónlistar eru menntaðar í reykvískum tónlistarskólum. Má þar nefna heiðursborgara Reykjavíkur Björk Guðmundsdóttur, Laufeyju Lín Jónsdóttur og tónskáldið Önnu S. Þorvaldsdóttur. Allar hafa þær vakið heimsathygli á sínu sviði tónlistar og voru að stórum hluta menntaðar í reykvískum tónlistarskólum. Þá eru ótaldar þær þúsundir einstaklinga sem kynntust tónlistinni faglega í reykvískum tónlistarskólum og hafa notið þess að eiga hana sem hluta af lífi sínu þótt þeir hafi valið sér önnur viðfangsefni í lífinu. Þjónustusamningar Reykjavíkurborgar eru lífæð tónlistarskólanna og tryggja að tónlistarmenntun sé ekki bara á færi þeirra sem mest hafa á milli handanna. Það væri sorgleg niðurstaða af starfi hinna svokölluðu samstarfsflokka ef aðgengi almennings að tónlistarskólum færðist áratugi aftur í tímann vegna misráðinna aðgerða meirihlutans í Reykjavík.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Framsóknar telur afar brýnt að tryggja rekstrargrundvöll tónlistarskólanna í Reykjavík enda eru þeir grunnurinn að aðgengi barna og ungmenna að tónlistarnámi.

  9. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25080064

  10. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 21. ágúst 2025 og færð í trúnaðarbók:

    Boðað hefur verið til aðalfundur Þjóðarleikvangs ehf. í samræmi við 14. gr. samþykkta félagsins, mánudaginn 25. ágúst 2025 kl. 14:15 í Ráðhúsi. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Þjóðarleikvangs ehf.: Dagskrárliður a. – Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. Dagskrárliður b. – Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda eða skoðunarmanna félagsins til samþykktar. Dagskrárliður c. – Stjórn félagsins skal kjörin og endurskoðendur eða skoðunarmenn. Dagskrárliður d. – Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap. Dagskrárliður e. – Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu. Dagskrárliður f. – Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Lagt er til að dagskrárliður b. verði samþykktur. Lagt er til varðandi dagskrárlið c. að fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Þjóðarleikvangs verði Helga Friðriksdóttir (formaður) og Hörður Hilmarsson (meðstjórnandi). Þá verði Halldóra Káradóttir varamaður í stjórn. Þá er lagt til varðandi dagskrárlið c. að tillaga stjórnar um að Grant Thornton endurskoðunarþjónusta ehf. verði endurskoðendur félagsins verði samþykkt. Lagt er til varðandi dagskrárlið d. að tillaga stjórnar um hvernig fara skal með hagnað eða tap, þ.e. að tap ársins 2024 færist til lækkunar á eigin fé félagsins og að ekki verði greiddur út arður til hluthafa, verði samþykkt. Varðandi dagskrárlið e. er lagt til að tillaga stjórnar um stjórnarlaun verði óbreytt verði samþykkt. Varðandi dagskrárlið f. liggur fyrir tillaga um að ræða næstu verkefni og hlutverk félagsins. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Þjóðarleikvangs ehf. sem haldinn verður 25. ágúst 2025. MSS25080041

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð feli sviðum borgarinnar í samstarfi við skrifstofu borgarstjórnar að hefja vinnu við verkefni sem tengjast borgarstjórnarkosningum sem fara fram þann 16. maí 2026.
    Samþykkt. MSS25050113

    Ebba Schram víkur af fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. ágúst 2025, vegna borgarstjórnarkosninga sem fara fram 16. maí 2026 með tillögu að umboði til borgarráðs og fleira.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS25050113

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2025, varðandi kjörstaði í borgarstjórnarkosningum 16. maí 2026.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS25050113

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. ágúst 2025, vegna borgarstjórnarkosninga sem fara fram 16. maí 2026 með tillögu að þóknunum til kjörstjórna.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS25050113

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15. ágúst 2025. MSS25010029

    Fylgigögn

  16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sjö mál (MSS25080055, MSS25080067, MSS25080069, MSS25010042, MSS25080056, MSS25080057, MSS25080058). MSS25070091 

    Fylgigögn

  17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25080023

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:02

Líf Magneudóttir Andrea Helgadóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Einar Þorsteinsson

Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 28.08.2025 - Prentvæn útgáfa