Borgarráð - Fundur nr. 5743

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 2. maí, var haldinn 5743. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

 1. Lagður fram að nýju trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2023, ódags., sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024, ásamt bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. maí 2024, varðandi ársreikning A-hluta og samantekinn ársreikning A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 2023. Einnig lögð fram að nýju skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. maí 2024, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 2. maí 2024, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., ábyrgða- og skuldbindingayfirlit, dags. 11. apríl 2024, og greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, ódags. Jafnframt er lögð fram endurskoðunarskýrsla Grant Thornton vegna endurskoðunar ársreiknings Reykjavíkurborgar 2023, dags. 2. maí 2024, og umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um ársreikning Reykjavíkurborgar 2023, dags. 29. apríl 2024.

  -    Kl. 9:50 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Alexandra Briem tekur sæti.

  Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 hefur verið undirbúinn af fjármála- og áhættustýringarsviði í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn.
  Samþykkt. FAS24010051

  Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Lárus Finnbogason, Ingunn Ólafsdóttir, Sturla Jónsson, Bjarni Már Jónsson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2023 staðfestir að áætlanir meirihlutans um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar eru að ganga eftir þrátt fyrir erfitt efnahagslegt umhverfi og mikinn þrýsting á innviði vegna fjölgunar borgarbúa. Með samstilltu átaki og aga í útgjöldum hefur ríflega 15 milljarða halli farið niður í tæplega 5 milljarða á A-hluta milli ára sem er afar ánægjulegt. Það er milljarði betra en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Niðurstaðan hefði verið ennþá betri ef vanfjármögnun á málaflokki fatlaðra og frávik í fjármagnslið Orkuveitunnar hefðu ekki komið til. Verðbólga setur einnig svip sinn á fjármagnslið ársreikningsins. Reykjavíkurborg, ásamt ríki og öðrum sveitarfélögum, liðkaði fyrir langtíma kjarasamningum sem eru mikilvægur liður í að ná niður verðbólgu og vaxtastigi á næstu misserum. Framundan eru stórar fjárfestingar í innviðum, samgöngum, skólahúsnæði og uppbyggingu íbúða í borginni. Meirihlutinn ætlar sér að halda áfram á þessari braut og koma jafnvægi á rekstur borgarinnar til þess að standa áfram undir þeirri margvíslegu og mikilvægu þjónustu sem borgarbúar treysta á.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar vegna ársins 2023 var neikvæð um 3,385 milljarða kr. sem er nær 13 milljörðum króna lakari niðurstaða en áætlað var. Þá var rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 4,969 milljarða kr. sem er 436 milljónum kr. lakari niðurstaða en áætlað var. Það vekur athygli að niðurstaðan hafi verið lakari en stefnt var að, ekki síst vegna þess að skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði voru sex milljörðum kr. yfir áætlun. Þar af var staðgreiðsla útsvars 5,8 ma.kr. hærri en áætlað var eða 5,1%. Skýringuna á þessari löku niðurstöðu má því rekja til aukinna útgjalda en laun og launatengd gjöld voru 126 milljónum kr. yfir fjárheimildum og annar rekstrarkostnaður og afskriftir voru 6,9 milljörðum kr. yfir fjárheimildum. Sem fyrr er rekstrarvandi borgarinnar ekki tekjuvandi, heldur útgjaldavandi.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Afkoma hefur skánað frá árinu 2022 en engu að síður blikka aðvörunarljós. Þrátt fyrir bata í rekstrinum er engu að síður halli á rekstri A-hlutans sem nemur um 5 milljörðum sem ekki er ásættanlegt. Afkoma A-hlutans var afspyrnuslök og í raun hættulega léleg skv. ársreikningi Reykjavíkurborgar á árinu 2023. Rekstrartekjur A-hlutans hækka um 20 milljarða milli ára eftir því sem séð er. Þar vegur til að mynda töluvert að borgin lækkaði ekki álagningarhlutfall fasteignaskatts á móti mikilli hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Það er í sjálfu sér ekki mikil snilld að hækka skattheimtu á íbúana. Athygli vekur að veltufjárhlutfall (hlutfall milli veltufjármuna (lausafjár) og skammtímaskulda) lækkar úr 1,1 á árinu 2022 niður í 0,94 á árinu 2023. Veltufjármunir hækka um rúma tvo milljarða en skammtímaskuldir hækka um sex og hálfan milljarð. Hér blikkar rautt ljós. Er ekki markmiðið að veltuhlutfall sé alltaf um eða hærra en 1? Fari það mikið undir 1 gefur það til kynna aukningu lausaskulda. Í þessu sambandi vegur þó þyngst hækkun afborgana af langtímalánum og leiguskuldum. Þær hækka úr 6,2 milljörðum á árinu 2023 upp í 12,8 milljarða á árinu 2024 eða rúmlega tvöfaldast á milli ára.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram að nýju yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, dags. 11. apríl 2024, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024.
  Vísað til borgarstjórnar. FAS24040012

  Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Lárus Finnbogason, Ingunn Ólafsdóttir, Sturla Jónsson, Bjarni Már Jónsson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram að nýju skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. apríl 2024, um framkvæmd styrkjareglna, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024. FAS24020030

  Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Lárus Finnbogason, Ingunn Ólafsdóttir, Sturla Jónsson, Bjarni Már Jónsson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram að nýju skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. apríl 2024, um samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2023, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024.

  -    Kl. 10:10 tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sæti á fundinum og Pawel Bartoszek víkur af fundi. FAS23010016

  Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Lárus Finnbogason, Ingunn Ólafsdóttir, Sturla Jónsson, Bjarni Már Jónsson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf fjármála og áhættustýringarsviðs um forsendur fjárhagsáætlunar 2025 og fimm ára áætlunar 2025-2029, dags. 29. apríl 2024.

  Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi S. Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24010022

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Nauðsynlegt er að hafa góða spá og umfram allt að hafa hana sannarlega til hliðsjónar. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir að búast megi við áframhaldandi óvissu hvað varðar fjölda ferðamanna, ekki síst vegna jarðhræringa. En þrátt fyrir það er spáð að fjöldi ferðamanna verði að jafnaði sá sami og 2018 þegar mest var. En hvernig ferðamenn er hér um að ræða, eru það þeir sem dvelja í Reykjavík, mun þetta þýða sambærilegan fjölda gistinátta og 2018, eða eru þetta ferðamenn sem koma rétt svo til að upplifa náttúru og fara síðan? Fram kemur í gögnum að almennt atvinnuleysi fólks á vinnualdri í Reykjavík var um 3,2% á síðasta ársfjórðungi 2023 sem er tæplega 2 stigum undir langtímameðaltali. Starfandi fólki í Reykjavík hefur fjölgað mikið á síðasta ári. Reykjavíkurborg þarf að taka mið af þessu. Góðu fréttirnar eru þó að spáð er hjaðnandi verðbólgu og hlýtur fjármálastjórn borgarinnar að halda áfram að leggja sitt af mörkum til að styðja við þessa hjöðnun. Það ber að gera með því að geyma og frysta ýmis verkefni eins og Grófarhús, Hlemm og fleiri uppbyggingarverkefni sem ekki snúa að íbúðarhúsnæði. Finna þarf leiðir til að auka tekjur án þess að seilast beint í vasa borgarbúa.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2024, að fjárhagsrömmum fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Greinargerð fylgir tillögunni.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi S. Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24010022

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Augljóst er að markmiðið er að hemja fjárútlát, bruðl og sóun sem er vel því komið er að þolmörkum. Viðbætur til sviða spanna breitt svið sem er eðlilegt. Mestu viðbæturnar eru til velferðarsviðs. Viðbætur eru sambærilegar hjá skóla- og frístundasviði og menningar- og íþróttasviði. Það kemur nokkuð á óvart að hið síðara skuli vera á pari við skóla- og frístundasvið. Framtíðarsýn er sannarlega metnaðarfull, þ.e. að borgin verði sjálfbær og skuldlaus. Það er auðvitað langt frá þeim raunveruleika sem við búum við og sjáum í kortinu næstu árin. Meðal þess sem stefnt er að er að ná aðhaldi í ráðningum, sameiningu starfa og virkri forgangsröðun. Þessa þætti þyrfti þjónustu- og nýsköpunarsvið að taka alvarlega en því sviði hefur umfram önnur tekist að eyða gríðarlegu fjármagni án þess að skila á móti í sama mæli stafrænum lausnum í loftið. Ef litið er til síðustu ára þá er ekkert svið eins mikill hástökkvari í eyðslu fjármagns „út í loftið“ en þjónustu- og nýsköpunarsvið undir þeirri stjórn sem þar hefur ríkt. Athygli vekur að ekki verður gert ráð fyrir fjármagni vegna ófyrirséðra verkefna nema að litlu leyti. Eingöngu er gert ráð fyrir 0,5% af heildarútgjöldum borgarinnar í liðinn ófyrirséð.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2024:

  Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur verði lækkaðar að jafnaði um 2,0% frá og með 1. júní 2024, en það felur í sér að viðeigandi gjaldskrár hækki ekki umfram 3,5% á árinu 2024 miðað við árið 2023.

  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Vísað til borgarstjórnar.

  Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi S. Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24040048

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Borgarráð sameinaðist fyrir skemmstu, að mestu, um ályktun um að Reykjavíkurborg vilji greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára m.a. með því að halda aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. Fulltrúi Flokks fólksins studdi þessa tillögu. Nú hefur prósentan verið skilgreind og skulu gjaldskrár lækka um 2,0% að jafnaði frá og með 1. júní 2024 sem felur það í sér að viðeigandi gjaldskrár hækki ekki umfram 3,5% á árinu 2024 miðað við árið 2023. Auðvitað hefði verið hægt að gera betur hér. Í rauninni getur Reykjavíkurborg gert hvað sem er í þessum efnum. Hér er einungis um tilmæli að ræða og er því ekkert að vanbúnaði að ganga lengra þegar um er að ræða þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Flokkur fólksins hefur mótmælt harðlega gjaldskrárhækkunum síðustu ár sem verst hafa komið niður á bágstöddum. Gjaldskrárhækkanir hafa auk þess farið út í verðlagið og ekki hjálpað til að ná stöðugleika í fjármálum. Þó þessu sé vissulega fagnað hefði líka verið gaman að sjá borgina taka frumkvæðið þegar ljóst var að verðbólga var að fara úr böndum.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu matsnefndar um stofnframlag frá Reykjavíkurborg til Brynju leigufélags ses. vegna kaupa: 60 leiguíbúða; kaupáætlun 2024, áætlað stofnvirði 3.890.206.400 kr. og 12% stofnframlag 466.824.768 kr.

  Samþykkt.

  Halldóra Káradóttir og Ívar Örn Ívarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24030001

  Fylgigögn

 9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu matsnefndar um stofnframlag frá Reykjavíkurborg til Byggingarfélags námsmanna ses. vegna byggingar 70 leiguíbúða; nýbygging að Arnarbakka 2-4, áætlað stofnvirði 3.481.669.445 kr. og 12% stofnframlag 417.800.333 kr.

  Samþykkt.

  Halldóra Káradóttir og Ívar Örn Ívarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24030001

  Fylgigögn

 10. Fram fer kynning á stöðu viðræðna við CEB vegna lántöku Reykjavíkurborgar.

  Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
  Bjarki Rafn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24020034

 11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. apríl 2024 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020055

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 455 m.kr. Þar af er hluti Reykjavíkur 145 m.kr. 
  Samþykkt.

  Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040154

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 26. apríl 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. apríl 2024, á Borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2024. Trúnaður er um málið til 30. maí 2024.

  Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR24040006

 14. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. mars 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefnið Hvirfill 2.0 – uppfærsla og endurbætur á Hvirfli, m.a. til að betrumbæta viðmót og birtingu fyrir notendur og borgarbúa ásamt því tryggja betur rekstrarlegt öryggi, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. ÞON21050045

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins man eftir því þegar Hvirfillinn var kynntur til leiks á sínum tíma. Þá fylgdi greinargerð með fjárheimildarbeiðni, að Hvirfillinn hafi verið nauðsynlegur til þess að uppfæra það viðburðadagatal sem fyrir var á vefjum Reykjavíkurborgar. Rökin í greinargerð hljómuðu ekki ósvipað þeim sem koma fram í greinargerð vegna þeirrar nýju fjárheimildarbeiðni sem nú er lögð fram vegna Hvirfilsins 2.0. Fulltrúi Flokks fólksins gagnrýndi á sínum tíma áætlanir þjónustu- og nýsköpunarsviðs um að vera að stofna eigið hugbúnaðarfyrirtæki til að finna upp og smíða sinn eigin hugbúnað í beinni samkeppni við fyrirtæki á markaði. Nú getur Flokkur fólksins ekki fullyrt hvort að Hvirfillinn sé afurð áðurnefndrar hugbúnaðarverksmiðju eða hafi verið keyptur á markaði. Það væri fróðlegt að vita meira um uppruna þessa kerfis og það hvort að í boði hafi verið tilbúnar lausnir á almennum markaði. Það er nokkuð ljóst að Reykjavíkurborg er ekki ein um það að hafa verið að birta yfirlit viðburða á sínum vefjum undanfarin ár.

  Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. apríl 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á afnotasamningi við Borghildi ehf. um afnot af um malbikuðu svæði í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. FAS24040047

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. apríl 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á afnotasamningi við Hestamannafélagið Fák um afnot af um 12 ha viðbótarsvæði í Víðidal, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

  Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Síðan sumarið 2023 hafa langtímaíbúar í hjólhýsum og húsbílum sem var úthýst af tjaldstæðinu í Laugardal beðið eftir því að komast í trygga og mannsæmandi aðstöðu. Það átti að búa þeim aðstöðu í Víðidal en þau hafa nú hírst undir sementssílóum við Sævarhöfða í að nálgast eitt ár án grunnþátta. Ekki er að sjá á þeim afnotasamningi við hestamannafélagið Fák sem er nú verið að leggja fram að þar sé að finna nein skilyrði um að hjólabúar fái afnot af svæðinu þó um það hafi verið rætt. Sósíalistar krefjast þess fyrir hönd hjólabúa að langtímastæði verði fundið nú þegar. Fulltrúi Sósíalista greiðir atkvæði gegn málinu m.a. vegna þess að ekki er búið að vinna að langtímastæði eins og fyrirætlanir stóðu til um.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. apríl 2024, vegna samþykktar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 29. apríl 2024, á nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram bréf borgarlögmanns og fjármála- áhættustýringarsviðs, dags. 30. apríl 2024, varðandi breytingar á reglunum sem óskað er eftir að borgarráð samþykki.
  Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í bréfi borgarlögmanns og fjármála- áhættustýringarsviðs.
  Vísað til borgarstjórnar. FAS24040049

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Óreiða hefur verið í innkaupamálum borgarinnar lengi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnaði á sínum tíma að endurskoða ætti reglurnar. Breytingar eru til bóta og greinilega þarfar. Skemmst er að minnast þess að innkaupareglur í braggamálinu voru brotnar og gera má ráð fyrir að slíkt hafi átt sér stað víðar í borgarkerfinu. Ekki síst er nauðsynlegt að auka áherslu á eftirlit og að auka upplýsingaflæði til innkauparáðs. Eitt mikilvægasta atriðið er að innkauparáð geti stöðvað framkvæmd tímabundið ef ekki liggur fyrir að samningi hafi verið komið á í samræmi við innkaupareglur og/eða ef fjárheimildir eru ekki fyrir hendi. Margar athyglisverðar athugasemdir koma fram í umsögn Innri endurskoðunar og ráðgjafar. Bent er sem dæmi á að skýra þurfi betur valdsvið innkaupadeildar, það er hvenær deildin hefur heimild til að gefa sviðum/skrifstofum fyrirmæli um innkaup í því skyni að samræma innkaup borgarinnar betur en nú er og ná þannig meiri hagkvæmni. Í breytingum felst nú að innkaupa- og framkvæmdaráð er veitt svigrúm til að ákveða hverju sinni hvernig hátta skuli eftirliti með innkaupum Reykjavíkurborgar þannig að ráðið geti sagt til um hvað skuli koma fram í yfirlitum.

  Fylgigögn

 18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar fjórar tillögur samningateymis Reykjavíkurborgar vegna skila á Elliðaárdal og endurheimt náttúrugæða í dalnum í samræmi við erindisbréf samningateymisins sem lagt var fram í borgarráði 25. janúar 2024.

  -    Kl. 11:45 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24040221
  Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  Ívar Örn Ívarsson, Þórólfur Jónsson og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Margt ágætt er að finna í tillögum samningateymisins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sakna samráðs við íbúa og hagsmunasamtök tengdum dalnum við gerð þessara tillagna. Þá vantar alla vísan í hvernig Orkuveita Reykjavíkur hyggst bæta úr óheimilli tæmingu Árbæjarlóns en lónið er skilgreint í deiliskipulagi sem helsta einkenni svæðisins og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað tæmingu Árbæjarlóns ólögmæta. Málið er nú komið fyrir Landsrétt og því ljóst að tillögur skilateymis gætu þurft að taka miklum breytingum. Alla fyrirvara vantar vegna þessa máls. Af þeim sökum er ótímabært að samþykkja fyrirliggjandi tillögur.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á þessar tillögur samningateymis Reykjavíkurborgar vegna skila á Elliðaárdal og endurheimt náttúrugæða í dalnum. Meðal þeirra er að hafa eftirlit og reglubundna vöktun. Hagsmunir lífríkisins, útivistar og mannlífs verða að vera hafðir að leiðarljósi. Þeir sem vilja stífluna rifna rökstyðja mál sitt þannig að öðruvísi verði Elliðaárdalurinn ekki færður í fyrra form. Einnig er þetta spurning um hið „sjónræna“. Dalurinn verður þá ekki lengur tvískiptur. Lífríkisrannsóknir 2021-2023 sýna að afgerandi jákvæða útkomu fyrir lífríkið hverfi stíflan sbr. eins og segir í kynningu um málið: „Rannsóknarniðurstöður 2022 vitna um mikla velgengni laxins í Árbæjarkvísl í kjölfar þess að sá einkennisfiskur Elliðaánna endurheimti gönguleið sína þar sem og hrygningar- og uppeldissvæði, í kjölfar þess að vatnsmiðlun fyrir tilstilli manngerðs Árbæjarlóns var aflögð.“ Vistfræðilegt ástand Elliðavatns telst vera mjög gott. Afstaða fulltrúa Flokks fólksins er að varðveita náttúru eins og hægt er. Því miður hefur verið gengið freklega á græn svæði, fjörur og aðra náttúru í borgarlandinu. Nú þegar er Elliðaárdalurinn heilmikið mótaður og ræktaður af mönnum og náttúran hefur vikið. Skoðun fulltrúa Flokks fólksins er að náttúran eigi að njóta vafans og unnið verði að því að Elliðaárnar renni eins og áður en þær voru virkjaðar.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Tungumelum ehf., lóðinni Bronssléttu 3 og selja sama aðila byggingarrétt að 1350,8 m2 ofanjarðar fyrir atvinnuhúsnæði fyrir fast verð sem er 60.786.000 kr.
  Samþykkt. MSS24040073
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. apríl 2024, þar sem erindisbréf starfshóps um skipulagsvinnu og samninga vegna lífsgæðakjarna er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS22040200

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040098

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja kraftmikla uppbyggingu lífsgæðakjarna í borginni. Mikilvægt er að vanda til verka þegar svo mikilvægum verkefnum er ýtt úr vör. Fulltrúarnir lýsa áhyggjum af því að ekki liggi fyrir forsendur vegna samstarfs við ríkið og að fyrirkomulag rekstrar sé enn óljóst. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Erindisbréf starfshóps um skipulagsvinnu og samninga vegna lífsgæðakjarna er lagt fram til kynningar í borgarráði. Þann 24. apríl sl. samþykkti borgarráð að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að auglýsa eftir samstarfsaðilum og hugmyndum vegna þróunar lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara í Reykjavík. Um er að ræða svæði á hendi einkaaðila sem setja á í forgang. Um er að ræða Reiti, Köllunarklett, Þorpið og Klasa. Mat fulltrúa Flokks fólksins er að hér þarf að gefa gott svigrúm fyrir samráð við þá sem eiga að nota lífsgæðakjarnana. Þeir aðilar þurfa nauðsynlega að koma að þessu verkefni. Staðsetja þarf hjúkrunarheimili á þessum svæðum og aðrar þjónustustofnanir sem og afþreyingu. Verkefni sem þetta nær til margra aðila og stofnana. Flokkur fólksins hefði viljað sjá fulltrúa frá hagsmunaaðilum í þessum starfshópi s.s. frá Félagi eldri borgara. Ekki dugar að eingöngu kalla eftir áhugasömu eldra fólki eins og það er orðað í erindisbréfinu heldur þarf að bjóða fulltrúum þessa hóps formlega um borð. Ef sá hópur sem á að njóta góðs af þessum verkefnum kemur ekki að hönnun og útfærslu frá byrjun er hætta á seinni tíma vandamálum. Alltof oft gleymist að hafa þá með í ráðum sem ætlað er að njóta góðs af verkefninu.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu við Þorpið vistfélag ehf., vegna mögulegrar þróunar og uppbyggingar lífsgæðakjarna á tilteknum lóðum á deiliskipulagssvæði 2 á Ártúnshöfða, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja kraftmikla uppbyggingu lífsgæðakjarna í borginni. Mikilvægt er að vanda til verka þegar svo mikilvægum verkefnum er ýtt úr vör. Fulltrúarnir lýsa áhyggjum af því að ekki liggi fyrir forsendur vegna samstarfs við ríkið og að fyrirkomulag rekstrar sé enn óljóst. 

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040098

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu við Reiti fasteignafélag hf., vegna mögulegrar þróunar og uppbyggingar lífsgæðakjarna á tilteknum lóðum á Borgarhöfða á Loftleiðasvæðinu, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040100

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja kraftmikla uppbyggingu lífsgæðakjarna í borginni. Mikilvægt er að vanda til verka þegar svo mikilvægum verkefnum er ýtt úr vör. Fulltrúarnir lýsa áhyggjum af því að ekki liggi fyrir forsendur vegna samstarfs við ríkið og að fyrirkomulag rekstrar sé enn óljóst. Fulltrúarnir telja fyrirliggjandi tillögu spennandi en lýsa þó áhyggjum af nálægð við Reykjavíkurflugvöll. Nauðsynlegt er að kanna áhrif uppbyggingarinnar á flugumferð á svæðinu áður en lengra er haldið. 

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Tillagan sem Reitir setur fram gengur út á að byggja þjónustu- og hjúkrunaríbúðir í bland við hjúkrunarheimili og almennar íbúðir. Samkvæmt núverandi aðalskipulagi er einkum gert ráð fyrir verslun, þjónustu og skrifstofum á svæðinu og íbúðir eru heimilar á efri hæðum. Þá eru gististaðir í flokki I-IV og veitingastaðir í flokki I-III heimilir á svæðinu. Gert er ráð fyrir því að þessi uppbygging verði við hliðina á flugbraut með tilheyrandi hávaðamengun. Hjúkrunarheimili eru frábrugðin almennri íbúðabyggð að því leyti að þau eru ætluð þeim sem geta ekki lengur búið heima með stuðningi heilbrigðis- og félagsþjónustu og hafa fengið samþykkt færni- og heilsumat. Þau sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili hafa mjög takmarkaða möguleika á að stjórna því hvaða hjúkrunarheimili þeim býðst og mikil bið hefur verið eftir plássi á hjúkrunarheimili. Fulltrúi Sósíalista telur þessa staðsetningu því alls ekki fýsilega fyrir þau sem þurfa á hjúkrunaríbúð eða hjúkrunarheimili á að halda. Mikilvægt er að slík rými verði byggð á friðsælum stöðum en þó í nálægð við helstu nærþjónustu.

  Fylgigögn

 23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu við Köllunarklett ehf., vegna mögulegrar þróunar og uppbyggingar lífsgæðakjarna á tilteknum lóðum á Köllunarklettsvegi og Héðinsgötu, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja kraftmikla uppbyggingu lífsgæðakjarna í borginni. Mikilvægt er að vanda til verka þegar svo mikilvægum verkefnum er ýtt úr vör. Fulltrúarnir lýsa áhyggjum af því að ekki liggi fyrir forsendur vegna samstarfs við ríkið og að fyrirkomulag rekstrar sé enn óljóst. 

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040101

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu vegna mögulegrar þróunar og uppbyggingar lífsgæðakjarna á tilteknum lóðum á Borgarhöfða á Ártúnshöfða, Álfheima og/eða í Norður-Mjódd.
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040102

  Fylgigögn

 25. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. apríl 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 18. apríl 2024 og færð í trúnaðarbók:

  Boðað hefur verið til aðalfundar Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. í samræmi við 10. gr. samþykkta félagsins þann 24. apríl kl. 15:00 í Kaldalóni í Hörpu. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á Hörpu: Dagskrárliður 6: Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. Dagskrárliður 7: Kosning stjórnar. Dagskrárliður 8: Tilnefning í endurskoðunarnefnd. Dagskrárliður 9: Kosning endurskoðenda. Dagskrárliður 10: Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. Dagskrárliður 11: Starfskjarastefna Hörpu. Lagt er til að allar tillögur 6, 8, 9, 10 og 11 verði samþykktar. Varðandi tillögu 7 þá leggur tilnefningarnefnd Reykjavíkurborgar fram tilnefningar Reykjavíkurborgar í kjör stjórnar og varamanns fyrir borgarráð. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. sem haldinn verður 24. apríl 2024.

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins. MSS24040106

  Fylgigögn

 26. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. apríl 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 18. apríl 2024 og færð í trúnaðarbók:

  Boðað hefur verið til aðalfundar Minjaverndar hf. í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins, þann 30. apríl kl. 16:00 á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík kl. 16:00. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Minjaverndar hf: Dagskrárliður 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. Dagskrárliður 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda fyrir liðið starfsár. Dagskrárliður 6. Kosning stjórnar sbr. 17. grein samþykkta. Dagskrárliður 7. Kosning endurskoðanda sbr. 21. grein samþykkta. Lagt er til að allar tillögur 3, 4 og 7 verði samþykktar. Varðandi tillögu 6 þá skipa stjórn Minjaverndar hf. fimm einstaklingum og þremur til vara. Lagt er til að fulltrúar Reykjavíkurborgar verði áfram þau Óli Jón Hertervig og Ólöf Örvarsdóttir sem aðalmenn og Nikulás Úlfar Másson til vara. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Minjaverndar sem haldinn verður 30. apríl 2024. MSS24040107

  Fylgigögn

 27. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. apríl 2024, þar sem fram kemur að borgarstjóra er boðið að taka þátt í fundi borgarleiðtoga sem haldinn verður í tengslum við Sustainable High City Tech Tokyo 2024 ráðstefnuna, dagana 15.-17. maí nk. Borgarstjóri hefur beðið Dag B. Eggertsson formann borgarráðs að sitja ráðstefnuna sem staðgengill sinn. Fundurinn er í boði Koike Yuriko ríkisstjóra Tókýó og Tókýóborg greiðir fyrir ferðir og gistingu formanns borgarráðs. MSS24040096

  Fylgigögn

 28. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-1255/2023. MSS24040195

 29. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf borgarstjóra, dags. 29. apríl 2024, varðandi samkomulag um fullnaðaruppgjör vegna dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 47/2022.
  Samþykkt.
  Trúnaður ríkir um málið þar til málsaðilar hafa samþykkt samkomulagið. MSS23120122

 30. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 4. apríl 2024. MSS24010035

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Í svari kemur fram að til hafi staðið að funda með aðgengisfulltrúa borgarinnar til að óska aðstoðar hans við að útbúa leiðbeiningar fyrir blinda og sjónskerta um notkun á nýju snertilausu skápakerfi. Sá fundur ætti því að vera afstaðinn og næsta skref tekið. Það er afar mikilvægt að sama kerfi og nú er komið í Dalslaug og Sundhöll Reykjavíkur verði sett upp í öllum sundlaugum borgarinnar svo allir geti notið góðs af snertilausu skápakerfi, blindir og sjónskertir, án tillits til hvaða sundlaug þeir kjósa að fara í. 

  Fylgigögn

 31. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 18. apríl 2024. MSS24010008

  Fylgigögn

 32. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 17. apríl 2024. MSS24010011

  Fylgigögn

 33. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 23. apríl 2024. MSS24010013

  Fylgigögn

 34. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. apríl 2024. MSS24010014

  Fylgigögn

 35. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 15. apríl 2024. MSS24010017

  Fylgigögn

 36. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. mars 2024. MSS24010026

  Fylgigögn

 37. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. apríl 2024.
  13. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Lögð var fram bókun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá Flokki fólksins við kynningu á framkvæmdum á lagfæringum á miðeyjum og tíguleyjum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að fara í framkvæmdir til að bæta öryggi og aðgengi fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur yfir Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þetta eru mjög umferðarþung gatnamót og erfið gatnamót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Bæta á lýsingu og kanta ásamt nokkrum einföldum lagfæringum og hefja á með framkvæmdir strax í sumar. Í sumum tilfellum þarf að loka akreinum til að tryggja gönguleiðir á framkvæmdatíma. Vonandi verður framkvæmdatími ekki langur svo ekki myndist enn frekari umferðartafir við þessi gatnamót. 

  Fylgigögn

 38. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 17. apríl 2024. MSS24010033

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 4. lið fundargerðarinnar:

  Liður 2; Kynning á störfum aðgengisfulltrúa. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að embætti aðgengisfulltrúa sé komið á laggirnar. Ráðning aðgengisfulltrúa hefur tafist von úr viti. Þess er vænst að hlutverk aðgengisfulltrúa verði m.a. að sjá til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi viðkomandi aðila. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutist aðgengisfulltrúi til um úrbætur. En fleira þarf að koma til. Það þarf vitundarvakningu meðal allra hópa til ef aðgengi á ekki aðeins að vera viðunandi heldur fullnægjandi. Tekið er undir bókun öldungaráðsins um áherslu á aðgengi eldra fólks til og frá búsetuþyrpingum til félagsmiðstöðva og samfélagshúsa á þeim svæðum þar sem íbúðauppbygging sem sérstaklega er ætluð eldra fólki hefur risið eftir að félagsmiðstöðvar tóku til starfa eins og við Árskóga í Breiðholti”. Liður 4; Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir fækkun fulltrúa í Öldungaráðinu. Síst af öllu ætti að fækka fulltrúum í þessu ráði. Það er mikilvægt að hafa fulltrúa frá stærstu hagsmunafélögum. Þetta er vettvangur þar sem mikilvægt er að hafa sterkar raddir og með því að fækka þeim er verið að ganga á lýðræðislegan rétt ráðsins.

  Fylgigögn

 39. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. MSS24040176

  Fylgigögn

 40. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS24040228

  Fylgigögn

 41. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. Jafnframt verði samningar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva sem samþykktir voru á fundi borgarráðs 24. júní 2021 teknir til skoðunar. Meðal annars verði kannað hvort málefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar samningunum og hvort bestu hagsmunir borgarinnar hafi verið nægjanlega tryggðir við samningsgerðina. MSS24050004

  Frestað. 

 42. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um hvers kyns samningssamband, viðskiptahagsmuni eða aðra fjárhagslega hagsmuni sem liggja milli, eða hafa legið milli, Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins. Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti sem nær aftur til ársins 2010 til ársins 2024. MSS24050002

 43. Áheyrnarfulltrú Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort haldinn hafi verið fundur með aðgengisfulltrúa vegna aðgengi blindra og sjónskerta að nýju snertilausu skápakerfi í sundlaugum og hverjar voru niðurstöður þessa fundar, hafi hann átt sér stað. MSS24050003

  Greinargerð fylgir fyrirspurninni. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:00

Dagur B. Eggertsson Alexandra Briem

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Einar Þorsteinsson

Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 02.05.2024 - Prentvæn útgáfa