Borgarráð - Fundur nr. 5736

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 29. febrúar, var haldinn 5736. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Kjartan Magnússon, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um stöðu kjaramála.

    Lóa Birna Birgisdóttir og Rakel Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24010046

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu vegna færslu lagna á lóðinni Lágmúla 2, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22100205

    Fylgigögn

  3. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS24020113

  4. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2024, varðandi ferð staðgengils borgarstjóra á loftslagsráðstefnu í Brussel þann 15. mars 2024, ásamt fylgiskjölum. MSS24020122

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu á eigninni Hallgerðargata 1A, íbúð 303, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir víkur af fundinum við afgreiðslu málins.

    Helena Rós Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23080004

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu á eigninni Hallgerðargata 1, íbúð 107, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir víkur af fundinum við afgreiðslu málins.

    Helena Rós Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23080004

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa íbúð 114 á Hallgerðargötu 11A til leigu, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir víkur af fundinum við afgreiðslu málins.

    Helena Rós Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010039

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að hætt verði við sölu á sumarhúsi að Vesturtröð 2 á Úlfljótsvatni.

    Samþykkt.

    Helena Rós Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23070016

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2024:

    Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði veitt heimild til að leita tilboða og samþykkja tilboð í umsjón með útgáfu á nýjum óverðtryggðum skuldabréfaflokki til skemmri tíma, þ.e. til 3-5 ára. Útgáfa í nýjum stuttum skuldabréfaflokki yrði innan samþykktrar lántökuáætlunar fyrir árið 2024. Fjárhæð útgáfunnar yrði allt að þremur milljörðum króna. Tilgangur útgáfunnar væri að auka úrval fjárfestingarkosta á skuldabréfamarkaði og ná til breiðari hóps fjárfesta en megnið af útgefnum skuldabréfum Reykjavíkurborgar eru til langs tíma. Þá er lagt til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði einnig veitt heimild til að leita samhliða tilboða í mögulega umsjón, ráðgjöf og útgáfu á nýjum löngum verðtryggðum skuldabréfaflokki. Tilgangur útgáfunnar væri að fjölga valkostum í fjármögnun og lánastýringu en hefðbundnir verðtryggðir skuldabréfaflokkar Reykjavíkurborgar og jafnframt þeir stærstu eru með lokagjalddaga árin 2032 og 2053. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilum verði boðið að senda tilboð í umsjón með ofangreindu og að samið verði við einn eða fleiri aðila um ráðgjöf og umsjón með útgáfu og sölu. Trúnaðarmerkt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs fylgir tillögunni.

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Stefanía Scheving Thorsteinsson og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010012

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2024, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð veiti borgarstjóra heimild til að sækja um lán að fjárhæð 100 milljónir evra til Þróunarbanka Evrópuráðsins eða Council of Europe Developement Bank (CEB) til fjármögnunar á viðhaldsátaki í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar, sbr. áætlun sem upprunalega var lögð fram í borgarráði þann 4. nóvember 2021. Í íslenskum krónum nemur fjárhæðin um 15 milljörðum króna eða um 50% af þeirri áætlun sem lá fyrir við upphaf verkefnisins. Verði lánsumsókn Reykjavíkurborgar afgreidd með jákvæðum hætti verði borgarstjóra veitt heimild til að hefja viðræður um lánskjör og undirbúa drög að gerð lánasamnings. Reykjavíkurborg hóf umfangsmikið viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar á árinu 2022 en gert er ráð fyrir að það muni ná yfir næstu fimm ár samkvæmt fjárhagsáætlun til ársins 2028. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði en unnið hefur verið að því að fjölga valkostum í fjármögnun og yrði fjármögnun frá CEB liður í því. CEB lánar eingöngu í evrum en unnið er að því að skoða varnir gagnvart gengisáhrifum í samstarfi við innlenda banka. Niðurstaða viðræðna og drög að lánssamningi verða lögð fyrir borgarráð til samþykktar.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Stefanía Scheving Thorsteinsson og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24020034

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að sækja um styrk til Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fund til að stofna tímabundinn loftslagssjóð fyrir ungt fólk, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK23120015

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23070113

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á þjónustuhúsi Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 45 m.kr.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020166

    Fylgigögn

  14. Kynningu á langtímaáhættumati Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns og höfuðborgarsvæðisins er frestað. MSS24020152

  15. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2024.

    Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna aðstoðar við neytendur.

    Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð 750.000 kr. vegna starfsemi kórsins.

    Samþykkt að veita Munasafni RVK Tool Library styrk að fjárhæð 850.000 kr. vegna verkefnisins Toolraiser.

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. vegna götubitahátíðar í Hljómskálagarðinum 19.-21. júlí 2024.

    Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. styrk að fjárhæð kr. 600.000 vegna útgáfu hverfablaðsins Laugardalur, Háaleiti & Bústaðir.

    Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. styrk að fjárhæð kr. 600.000 vegna útgáfu hverfablaðsins Miðborg & Hlíðar.

    Samþykkt að veita Human Company ehf. styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna vegna ráðstefnunnar Living Closer.

    Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna Snorraverkefnisins.

    Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.200.000 vegna útgáfu Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins.

    Samþykkt að veta Menningarfélaginu Millu styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna bókmenntahátíðarinnar Queer Situations.

    Samþykkt að veita Skrautás ehf. styrk að fjárhæð 1.800.000 vegna útgáfu hverfablaðanna Grafarvogs-, Grafarholts- og Árbæjarblaðsins.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað. MSS23120008

  16. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. febrúar 2024, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað borgarinnar vegna veisluhalda við starfslok, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010213

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þótt löng hefð sé fyrir því að halda veislu við starfslok æðstu embættismanna er ekki þar með sagt að ekki megi sýna aðhald í útgjöldum. Kostnaður við starfslok borgarstjóra var samkvæmt svarinu rúmar tvær milljónir. Svo má velta því fyrir sér hverjir teljast til æðstu embættismanna. Ljóst er að ef að margir eru skilgreindir sem slíkir geta útgjöld sem þessi verið umtalsverð.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um leigumarkaðsnefnd Reykjavíkur, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. janúar 2024. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. febrúar 2024.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga formanns borgarráðs:

    Lagt er til að borgarráð feli skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að gera drög að erindisbréfi starfshóps um leigumarkað í Reykjavík sem í sitji fulltrúar velferðarsviðs, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og eftir atvikum annarra sviða og skrifstofa með vísan til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 

    Breytingartillagan er samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS23070094

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Tillaga Sósíalista felur í sér að setja á laggirnar leigumarkaðsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar. Hennar hlutverk verði að hafa eftirlit með framboði á húsnæði og stöðu leigjenda í Reykjavík sem allar kannanir sýna að er mjög bágborin. Í umsögn við tillögunni er tekið undir mikilvægi þess að Reykjavíkurborg hafi góða yfirsýn og gögn um stöðu á húsnæðismarkaði, þ.m.t. á leigumarkaði, til að undirbyggja og auðvelda vandaðar ákvarðanir um mögulegar aðgerðir í málaflokknum. Þó er ekki lagt til að tillagan verði samþykkt heldur að starfshópur um leigumarkað verði skipaður. Starfshópar hafa ákveðið starfstímabil á meðan nefndir eru hugsaðar til lengri tíma. Í ljósi stöðunnar er mjög mikilvægt að vel sé haldið utan um þessi mál þar sem staða leigjenda er mjög bágborin.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að bjóða nemendum vinnu hjá leikskólum Reykjavíkurborgar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. febrúar 2024.

    Tillögunni er vísað frá.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS24020085

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að leita í dyrum og dyngjum að lausnum til að leysa mannekluvandann í leikskólum. Þess vegna lagði hann fram tillögu um að borgarráð samþykki að fela mannauðs- og starfsumhverfissviði, í samstarfi við skóla- og frístundasvið, að vinna tillögu að fyrirkomulagi sem gerir Reykjavíkurborg kleift að bjóða nemendum sem hafa til þess aldur vinnu hjá leikskólum Reykjavíkur á þeim tímum og dögum sem þeim hentar og sem fellur vel að námskrá þeirra. Í tillögunni felst að miða skuli við að unnt verði að gera skammtímasamninga við nemana allt niður í tvo mánuði. Tillögunni er hafnað af meirihlutanum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt þessa tillögu við marga og hefur hún fengið góðan hljómgrunn. Öll þekkjum við hversu gríðarleg mannekla er í leikskólum sem hefur valdið því að foreldrar fá ekki pláss fyrir börn sín og sífellt er verið að biðja foreldra að sækja börn sín því ekki tókst að manna daginn. Vel kann að vera að einhverjir eða fleiri nemendur séu tilbúnir að vinna á leikskólum borgarinnar ef þeim er gert auðvelt að laga vinnuna að námi þeirra. Af hverju vill meirihlutinn í borginni ekki kanna þennan möguleika?

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. febrúar 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áhrif og afleiðingu raka og myglu í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. september 2023. Einnig lögð fram ítrekun á fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. janúar 2024. MSS23090081

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borist hefur svör við fyrirspurnum um myglu og veikindi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur og hverjir báru ábyrgð á að leggja viðarparkett á raka gólfplötu sem talin er orsök myglu og rakans. Aðvaranir húsasmíðameistara voru hundsaðar því svo mikið lá á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. Margar greinar liggja fyrir um hroðvirkni við byggingu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Vesturhúsið er talið svo gott sem ónothæft sökum raka og myglu. Málið var ekki tilkynnt til vinnueftirlits ríkisins sem er á skjön við ráðleggingar stéttarfélaga. Orkuveita Reykjavíkur fullyrðir að ekki margir hafi veikst. Nefndir eru 47 en talið er að mun fleiri hafi veikst alvarlega. Starfsmenn sem glímt hafa við afleiðingar myglu og raka taka ekki undir að Orkuveita Reykjavíkur hafi gert allt sem að þeirra valdi stóð til að tryggja góðan líðan starfsmanna. Fólk sem kenndi sér meins var rekið í skjóli skipulagsbreytinga. Starfsmannavelta er há hjá Orkuveitu Reykjavíkur ef aðeins 80 manns sem eru við vinnu í dag hafa verið frá árinu 2004. Ekki voru tekin efnisýni sem eru mun nákvæmari sýni en rakamæling og sjónskoðun og ekki síst með tilliti til fyrri sögu. Það er hátt hlutfall ef sjö einstaklingar þurfa að sækja á Orkuveitu Reykjavíkur vegna heilsubrests eftir veru þeirra í húsnæðinu að Bæjarháls 1.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. febrúar 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um óafgreidd mál Flokks fólksins í febrúar 2024, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. febrúar 2024. MSS24020003

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir samantekt á fyrirspurnum sem enn er ósvarað og tillögum sem enn eru óafgreiddar sem lagðar hafa verið fram af Flokki fólksins á þessu og síðasta kjörtímabili í borgarráði. Svar hefur verið lagt fram og á yfirstandandi kjörtímabili hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt fram 249 fyrirspurnir og tillögur. Þar af eru 32 sem ekki hafa verið afgreiddar. Við upphaf kjörtímabils voru 53 fyrirspurnir og tillögur frá fulltrúa Flokks fólksins frá fyrra kjörtímabili sem ekki höfðu verið afgreiddar í borgarráði. 1. febrúar voru 30 sem enn biðu afgreiðslu. Þetta er meira en fulltrúa Flokks fólksins hafði órað fyrir. Á listanum er t.d. tillaga Flokks fólksins um Bara tala frá því í sumar. Það hefði verið huggulegt að Flokkur fólksins hefði fengið tilkynningu um að samningur væri í höfn og þá hefði verið hægt að afgreiða tillöguna.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 15. febrúar 2024. MSS24010035

    Fylgigögn

  22. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 12. og 23. febrúar 2024. MSS24010003

    Fylgigögn

  23. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 13. febrúar 2024. MSS24010009

    Fylgigögn

  24. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. febrúar 2024. MSS24010011

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 22. febrúar 2024. MSS24010016

    Fylgigögn

  26. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21. febrúar 2024. MSS24010023

    Fylgigögn

  27. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 20. febrúar 2024. MSS24010027

    Fylgigögn

  28. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. febrúar 2024. MSS24010030

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. og 9: lið fundargerðarinnar:

    Í fundargerð er fjallað um útboð á akstri. Fulltrúi Sósíalista leggst gegn útvistun á þjónustu Strætó. Slíkt hefur leitt til mismunandi kjara og réttinda þeirra sem vinna sömu störf sem vagnstjórar. Í fundargerð kemur einnig fram að Mjódd sé stærsta stoppistöðin. Fulltrúi Sósíalista ítrekar nauðsyn þess að aðstaðan verði gerð boðleg strætófarþegum en salerni hafa ekki verið til staðar í langan tíma. Gjaldfrjáls salernisaðstaða verður að vera til staðar fyrir strætófarþega sem og umsjón með húsnæðinu.

    Borgarráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar: 

    Fleiri innstig mælast nú en áður sem gefur von um að fleiri noti strætó nú en í fyrra. En ef tekið er mark á mörgum öðrum upplýsingum um reksturinn er þó ekki hægt að vera bjartsýn fyrir hönd Strætó. Áhyggjur eru af útvistun á þjónustu Strætó. Með útvistun á þjónustu sem þessari er hætt á að þjónusta versni og kjör sömuleiðis. Flokkur fólksins hefur oft talað um hvað byggðasamlagskerfið hentar illa þessari þjónustu. Galli er við þetta fyrirkomulag sem felst í því að Reykjavík er stærsti eigandi Strætó en hefur ekki ákvarðanavald í samræmi við eigendaprósentu. Þjónusta er víða afleit og illa gengur að bæta úr. Strætó hefur lengi róið lífróður. Vandinn er á flestöllum sviðum hjá Strætó bs., nýtt greiðslukerfi hefur reynst illa og þjónustustefnu fyrirtækisins virðist illa fylgt. Reglulegar kvartanir hafa borist vegna aksturslags bílstjóra og framkomu þeirra við farþega. Stjórn Strætó hefur ekki reynst hafa getu til að taka á þessum málum eftir því sem næst verður komist.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2024.

    6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 11. og 12. lið fundargerðarinnar: 

    11. liður: Tillaga um lýsingu við gangbrautir í Grafarholti og Úlfarsárdal. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis lagt fram fyrirspurnir og tillögur er lúta að umferðaröryggi í Úlfarsárdal og tekur því undir tillögu íbúaráðsins um úrbætur við gangbrautir í Úlfarsárdal þar sem lýsingu skortir. Þarna er gönguleið barna. Lengi hefur verið kallað eftir úrbótum. Úlfarsárdalur sem er 15 ára hverfi er ekki enn sjálfbært. 12. liður: Tillaga íbúaráðs Kjalarness um eflingu strætóþjónustu í borgarhlutanum. Ungmennaráð Kjalarness leggur til að tíðni strætóferða til og frá Kjalarnesi verði að minnsta kosti á klukkustundarfresti sem er lágmark að mati Flokks fólksins. Í dag líða allt að fjórar stundir á milli ferða. Vandamál með strætóferðir á Kjalarnesi eru ekki ný af nálinni. Líta má aftur til ársins 2013 en þá voru stopular strætóferðir um Kjalarnes ræddar í hverfisráði Kjalarness. Börn gátu þá ekki notað strætó til að komast í skóla eða til að fara í vettvangsferðir eða sækja tómstundastarf. Lítið hefur breyst til batnaðar. Strætó er byggðasamlag. Sá galli eru við fyrirkomulagið er að stærsti eigandi Strætó hefur ekki ákvarðanavald í samræmi við eigendaprósentu. Strætó hefur lengi róið lífróður. Vandinn liggur á öllum sviðum, nýtt greiðslukerfi hefur reynst illa og þjónustustefnu fyrirtækisins virðist illa fylgt.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 14. febrúar 2024. MSS24010033

    Fylgigögn

  31. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. MSS24010231

    Fylgigögn

  32. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24010230

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um stöðu raunhæfismats á útilistaverkinu Pálmatré í Vogabyggð, upplýsingum um framvindu matsins og kostnað. Hefur verið hætt við að setja verkið upp?

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24020179

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um stöðu á notkun/notkunarbanni farsíma hjá nemendum í grunnskólum borgarinnar. Er búð að ákveða að grunnskólar borgarinnar verði símafríir?

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24020181

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um samning um aðgang Reykjavíkurborgar að forritinu Bara tala. Spurt er hvort borgin hafi keypt aðgang að forritinu og ef svo er, er það komið í framkvæmd? Á fundi borgarráðs 29. júní 2023 lagði fulltrúi Flokks fólksins til að Reykjavíkurborg keypti aðgang að forritinu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna. Engin viðbrögð hafa komið við þessari tillögu og er óskað upplýsinga um hvenær standi til að afgreiða hana.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS23060218

    Fylgigögn

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um fyrirkomulag og ábyrgð á upplýsingaöryggi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hvernig er ábyrgð á upplýsingaöryggi skilgreind og hvernig er það meðhöndlað innan Barnaverndar Reykjavíkur? MSS24020184

Fundi slitið kl. 11:05

Dagur B. Eggertsson Alexandra Briem

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kjartan Magnússon

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 29.02.2024 - Prentvæn útgáfa