Borgarráð - Fundur nr. 5100

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 28. janúar, var haldinn 5100. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 12. janúar. R10010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 20. janúar. R10010015

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 13. janúar. R10010016

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. janúar. R10010019

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 27. janúar. R10010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. janúar. R10010033

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R09120071

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. varðandi greiðslufrest á gatnagerðargjaldi og fráveituheimæðargjaldi vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg. R08040129
Samþykkt.

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 25. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um þjónustu við innflytjendur, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember sl. R09090064

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 26. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um ræstingar í leikskólum, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. þ.m. R10010072

11. Lögð fram drög að hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík ásamt samþykkt umhverfis- og samgönguráðs frá 12. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra sviðsins frá 15. s.m. R07090080
Vísað til borgarstjórnar.

12. Kynnt er vinna við umsókn Reykjavíkurborgar um að verða tilnefnd sem Græna borg Evrópu. R09110015

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 11. s.m., varðandi framlengingu samnings um samgöngur til Viðeyjar til eins árs. R08040102
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf formanns sóknarnefndar og sóknarprests Dómkirkjunnar frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg greiði áfram helming launa miðborgarprests á árinu 2010, eða 4,6 m.kr. R08090085
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð sér ekki fært að greiða helming launa og launakostnað miðborgarprests. Því er erindinu synjað.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna felld með 6 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 að styrkja verkefnið áfram með þeim hætti sem fram kemur í erindinu, kostnaður færist af liðnum ófyrirséð útgjöld.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Mikill niðurskurður í fjárhagsáætlun Reykjavíkur annað árið í röð setur mark sitt á nauðsynlega grunnþjónustu borgarinnar. Við þessar aðstæður er það ekki verjandi að leggja 4,6 milljónir í starf miðborgarprests. Í og við miðborgina er fjöldi presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar sem þiggja laun sín af skattpeningum borgarbúa en það fjármagn ætti að duga fyrir meintri þörf á sálgæslu á svæðinu. Af hálfu borgarinnar er öðrum þáttum í starfi miðborgarprests sinnt og má þar nefna starf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, íþrótta- og tómstundasvið og velferðarsvið.

15. Lögð fram heildarstefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykkt var á fundi stjórnar fyrirtækisins 30. f.m., sbr. bréf stjórnarformanns og forstjóra, dags. 31. s.m. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um málið, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. þ.m. R10010054
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í drögum að heildarstefnu Orkuveitunnar eru skilgreind skýr arðsemismarkmið. Arðsemi á heitu vatni skal vera 7#PR, á köldu vatni 5#PR, fráveitu 5#PR, á framleiðslu og sölu á rafmagni 7#PR og arðsemi í rekstri gagnaveitunnar á að vera 7#PR. Í fyrirliggjandi svari OR er sagt að til að hægt verði að ná þessum markmiðum þurfi afkoma fyrirtækisins að batna. Jafnframt segir að fyrirliggjandi arðsemismarkmið þýði hvort tveggja, gjaldskrárhækkanir og niðurskurð í rekstri og kostnaði fyrirtækisins. Þetta sé þó mismikið eftir rekstrarþáttum. Óskað er eftir upplýsingum um það, skipt eftir rekstrarþáttum:
1. Hversu mikið afkoman þurfi að batna, í milljónum króna og hlutfallslega.
2. Hversu mikið gjaldskrár þurfi að breytast, í milljónum króna og hlutfallslega, ef bættri afkomu væri einungis mætt með gjaldskrárhækkunum.
3. Hversu mikið rekstrarkostnaður þyrfti að lækka, í milljónum króna og hlutfallslega, ef bættri afkomu væri einungis mætt með lækkun rekstrarkostnaðar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Samfélagslegt mikilvægi Orkuveitu Reykjavíkur hefur aldrei verið skýrara. Ímynd fyrirtækisins hefur borið hnekki og fjárhagslegum erfiðleikum er þar ekki einum um að kenna. Bitrumálið, REI draugurinn, vöntun á gagnsæi og aðgengi og rekjanleika ákvarðana, umræða um ofurlaun og ábendingar um að fyrirtækið fjarlægist eigendur sína, íbúa Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, eiga þar hlut að máli. Brýn nauðsyn er á að OR vinni sig út úr þessum ímyndarvanda á trúverðugan hátt þar sem hófsemi og auðmýkt er höfð að leiðarljósi. Í þeirri vegferð getur stefnumótun á borð við þá sem samþykkt var í stjórn OR skipt máli. Við lestur stefnumótunarplaggsins má ætla að verið sé að lýsa að stórum hluta stöðunni eins og hún er í dag og að sjálfsögðu á það við um margt. Það þarf þó að vera skýrt að um er að ræða framtíðarsýn sem lýsir starfseminni eins og stjórnarmenn í OR vilja sjá hana. Í þessu ljósi ber að túlka endurtekna notkun á hugtakinu ,,sjálfbærni“. Samþykkt stjórnar OR á breytingartillögu VG sem lögð var fram á stjórnarfundi 30. desember sl. er mikils virði en þar segir ,,Orkuveita Reykjavíkur er jákvæð fyrir þróunarsamvinnu. Fyrirtækið gerir ríkar siðferðilegar og umhverfislegar kröfur til allra verkefna sem fyrirtækið tekur þátt í erlendis, engu síður en á Íslandi, og tekur afstöðu til álitamála í þeim efnum á vettvangi stjórnar.“ Ofanritaður sendi nokkuð ýtarlegar breytingatillögur við stefnuplaggið til stjórnarmanna OR 8. ágúst sl. án þess að uppskera árangur sem erfiði en til athugasemdanna er vísað nú þannig að þeim verði haldið til haga því að um er að ræða lifandi stefnumótun sem alltaf er hægt að taka upp og betrumbæta. Margt gott hefur komið út úr stefnumótunarvinnunni og nú þegar opnað hefur verið á þróunarsamvinnu og skýrt kveðið á um siðferðislegar og umhverfislegar kröfur til verkefna innanlands og utan telur ofanritaður niðurstöðuna ásættanlega.

16. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 15. þ.m. þar sem óskað er staðfestingar á gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., samþykktri á fundi stjórnar slökkviliðsins s.d. Samþykkt. R08010147

17. Lögð fram auglýsing um skrár Reykjavíkurborgar yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsrétti, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, dags. 25. þ.m. R10010149
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf Björns G. Björnssonar frá 25. þ.m. um viðburði í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. R08070019
Samþykkt að tilnefna forseta borgarstjórnar sem fulltrúa borgarráðs á samráðsfund um málið.

19. Lagt fram að nýju bréf ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 11. s.m., varðandi fyrirheit um úthlutun lóða til Greenstone ehf. undir gagnaver. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs varðandi málið, dags. í janúar 2010.
Samþykkt. R10010086

20. Lagt fram bréf mannréttindastjóra og mannauðsstjóra frá 25. þ.m. um úttekt á viðbragðsáætlunum borgarstofnana gegn einelti og tillögur í því sambandi, sbr. samþykkt borgarstjórnar 19. maí sl. R09050073
Mannréttindaskrifstofu er falið að fylgja eftir þeim tillögum sem fram koma í úttektinni.

21. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 26. þ.m. varðandi gerð samnings við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um samstarf á sviði öryggis- og forvarnarmála í Reykjavík.
Samþykkt. R09010052
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Samfylkingin lýsti miklum áhyggjum af skipulagsbreytingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hverfislöggæslustöðvarnar í Breiðholti og Grafarvogi voru lagðar niður. Fyrirliggjandi samstarfssamningur er skref í rétta átt. Áhyggjur af stöðu mála og skorti á sýnilegri löggæslu eru þó viðvarandi í fjölda hverfa. Því er mikilvægt að borgarráð fái nánari upplýsingar um stöðu löggæslumála í hverfum borgarinnar.

22. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrispurn:
Samkvæmt fundargerðum hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, sem finna má á heimasíðu Reykjavíkurborgar, reykjavik.is, situr Margrét Sverrisdóttir í hverfisráðinu fyrir hönd Samfylkingarinnar. Margrét virðist skv. þessum sömu fundargerðum ekki hafa mætt á fundi hjá hverfisráðinu síðan í aprílmánuði árið 2009 eða í 9 mánuði. Spurt er hvort Margréti sé sætt í hverfisráði, þar sem hún mætir ekki til fundar í svo langan tíma? Til samanburðar hafa þau Ásdís Sigurðardóttir, fulltrúi F-lista, og Hermann Valsson, fulltrúi VG, mætt á alla fundi í ráðinu frá því að þau tóku þar sæti, við meirihlutaskiptin í borginni í ágúst árið 2008. Hefur Ásdís þó minni skyldur sem áheyrnarfulltrúi, en fulltrúi Samfylkingarinnar, sem hefur atkvæðisrétt í ráðinu. Samkvæmt fundargerðum umhverfis- og samgönguráðs hefur Margrét Sverrisdóttir mætt á 22 af 40 fundum ráðsins á árunum 2008-2009. Þar sem 8 fundir í umhverfis- og samgönguráði virðast vera einu fundirnir sem Margrét hefur mætt á sem kjörinn fulltrúi undanfarna 9 mánuði er spurt: Hver eru mánaðarlaun Margrétar hjá Reykjavíkurborg undanfarna 9 mánuði og þar með raunkostnaður vegna hvers fundar sem hún hefur mætt á? Ennfremur er spurt hvort áðurnefnt mætingarhlutfall eða mætingarleysi í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals í umhverfis- og samgönguráði, ásamt 6 funda mætingu af 11 í menntaráði árið 2008, sé einsdæmi og hvort ástæða sé til að áminna varaborgarfulltrúann um betri ástundun í starfi? Loks er spurt, er það verjandi að starfandi varaborgarfulltrúar F-lista hafi ekki, þrátt fyrir óskir þar um, fengið vinnuaðstöðu á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, á sama tíma og herbergi er tekið frá fyrir varaborgarfulltrúa sem er af F-lista en starfar fyrir Samfylkinguna? Er ætlunin að þetta herbergi verði áfram frátekið fyrir Margréti Sverrisdóttur, þrátt fyrir að engin þörf á slíku sé fyrir hendi? R08080059
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það er sorglegt að Ólafur F. Magnússon skuli verja kröftum sínum í að eltast við Margréti Sverrisdóttur fyrrverandi varaborgarfulltrúa sinn. Á því hefur borið í sölum og á vettvangi borgarstjórnar frá því að Margrét neitaði að fylgja Ólafi að málum þegar Sjálfstæðisflokkurinn bauð honum stól borgarstjóra á ótrúlegan hátt. Þrátt fyrir boð um gull og græna skóga tók Margrét ekki þátt í þeim leiðangri og hefur hún verið á skertum launum fyrsta varaborgarfulltrúa síðan. Það er því afar ósanngjarnt að halda því fram að Margrét stjórnist af öðru en heilindum í störfum sínum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Bókun borgarfulltrúa Samfylkingar er með eindæmum ósmekkleg í ljósi þeirrar staðreyndar að ég var vægast sagt óvelkominn til samstarfs með oddvitum 100 daga meirihlutans þegar ég kom aftur úr veikindaleyfi. Margrét Sverrisdóttir var borgarfulltrúi F-listans í veikindaleyfi mínu og barðist ákaft fyrir því að svo yrði áfram. Það er augljós undirrót þess að ég var krafinn um læknisvottorð til að reyna að tefja endurkomu mína í borgarstjórn. Sú athöfn var með öllu óverjandi þegar engin fordæmi eru um slíkt í sögu Borgarstjórnar Reykjavíkur og þegar fyrir lá að ég hafði þegar hafið læknisstörf á ný, án þess að hæfni mín til þeirra starfa væri dregin í efa eða ég krafinn um læknisvottorð af vinnuveitanda mínum innan Heilsugæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands.

Fundi slitið kl. 12.30

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þorleifur Gunnlaugsson