Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 18. desember, var haldinn 5807. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hjálmar Sveinsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Þór Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúar tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Heimir Snær Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. desember 2025, um kosningu í borgarráð á fundi borgarstjórnar þann 16. desember 2025. Alexandra Briem var kjörin formaður borgarráðs. MSS22060043.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. desember 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum er bárust í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 44 1. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 17. desember 2025.
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 09:02 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 09:04 taka borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir sæti á fundinumSamþykkt.
Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Jónas Skúlason og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-október 2025.
Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Jónas Skúlason og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25050057
Kl. 9:08 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2025 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými Suðurlandsbrautar frá gatnamótum við Skeiðarvog og til vesturs að gatnamótum við Lágmúla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Atli Björn Levy, Davíð Þorláksson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Ólöf Guðbjörg Söebech og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Marta Guðjónsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24090201
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Að baki deiliskipulagstillögu fyrir fyrstu lotu Borgarlínu á Suðurlandsbraut milli Kringlumýrarbrautar og Skeiðarvogs liggur mikil greiningarvinna samgönguverkfræðinga Betri samgangna og borgarinnar. Umtalsvert samráð hefur verið haft við lóðarhafa og verður því haldið áfram. Fyrirkomulagið sem tillagan gerir ráð fyrir mun að áliti samgönguverkfræðinganna leiða til nauðsynlegra samgöngubóta á Suðurlandsbraut en búast má við að mun fleiri leggi leið sína þarna um í nálægri framtíð. Vegna umræðu um bílastæðamál er rétt að vekja athygli á því að í dag eru 1600 bílastæði á svæðinu, þeim mun fækka um 160, eða 10%, og nær eingöngu á landi í eigu borgarinnar. Benda má á að lóðarhafar hafa í flestum tilvikum heimildir til að byggja bílastæðahús á baklóðum og fjölga þannig bílastæðum á sínum lóðum. Tillagan er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Hún er einnig í samræmi við yfirlýsta stefnu borgarinnar um að efla virka og vistvæna samgöngumáta. Við teljum tillöguna framfaraskref borgarbúum til hagsældar. Nú er komið að borgarbúum og hagsmunaaðilum að senda inn athugasemdir og spurningar því tillagan verður nú auglýst í umsagnarferli.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur eðlilegt að hleypa málinu í auglýsingu en hefur áhyggjur af því að tillagan gangi of nærri hagsmunum fyrirtækja og stofnana við Suðurlandsbraut. Betur hefði farið á því að hefja strax formlega vinnu með hagaðilum um hvernig fjölga megi bílastæðum á bak við þau hús sem standa við götuna í ljósi þess að fjöldi bílastæða verður fjarlægður samhliða þessari framkvæmd. Að því sögðu telur Framsókn afar mikilvægt að styðja við verkefni samgöngusáttmálans sem Borgarlína er hluti af.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Viðreisn fagnar því að góður gangur sé í undirbúningi og skipulagningu Borgarlínu. Hér er er verið að setja deiliskipulagið Borgarlína 1 við Suðurlandsbraut í auglýsingu. Borgarfulltrúar Viðreisnar hafa stutt uppbyggingu Borgarlínu af heilum hug undanfarin sex ár, enda brýnt að boðið verði uppá fjölbreyttar samgöngur um borgina. Nú er svo komið að deiliskipulag verður auglýst og hafa íbúar, fyrirtæki og lóðarhafar tækifæri til að rýna gögn og koma með athugasemdir. Borgarfulltrúi Viðreisnar leggur áherslu á að allar greiningar liggi fyrir s.s. samgöngugreiningar og þá einkum míkró umferðargreiningar, á ljósastýringum á gatnamótum og á biðraðamyndun. Afar mikilvægt er að öll gögn liggi fyrir til upplýsingar við auglýsingu deiliskipulags til að tryggja gagnsæi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á Suðurlandsbraut 56 og lóðarstækkun, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25120226
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á fundinum eru lagðir fram þrír samningar um uppbyggingu húsnæðis sem mun styðja við það forgangsmál samstarfsflokkanna að byggja upp fjölbreytt húsnæði til að mæta mikilli þörf borgarbúa fyrir öruggt og hagkvæmt húsnæði. Um er að ræða samninga um uppbyggingu við Suðurlandsbraut 56 þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð, við Nauthólsveg þar sem gert er ráð fyrir lífsgæðakjarna með möguleika á leik- og grunnskóla í inngarði og í Spönginni þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Stefnt er að uppbyggingu á fimmta hundrað íbúða samtals á þessum þremur svæðum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppbyggingarsamkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar lífsgæðakjarna og stækkunar á lóð við Nauthólsveg 50-52, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25120230
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á fundinum eru lagðir fram þrír samningar um uppbyggingu húsnæðis sem mun styðja við það forgangsmál samstarfsflokkanna að byggja upp fjölbreytt húsnæði til að mæta mikilli þörf borgarbúa fyrir öruggt og hagkvæmt húsnæði. Um er að ræða samninga um uppbyggingu við Suðurlandsbraut 56 þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð, við Nauthólsveg þar sem gert er ráð fyrir lífsgæðakjarna með möguleika á leik- og grunnskóla í inngarði og í Spönginni þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Stefnt er að uppbyggingu á fimmta hundrað íbúða samtals á þessum þremur svæðum.
Borgarráðsfulltrúi Framsónarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn fagnar því að kominn sé á uppbyggingarsamningur um byggingu lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk á Loftleiðareit enda verkefni sem Framsókn setti af stað fyrr á kjörtímabilinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppbyggingarsamkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar, stækkunar á lóð og breyttrar nýtingar á reit A í Spönginni, Grafarvogi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á fundinum eru lagðir fram þrír samningar um uppbyggingu húsnæðis sem mun styðja við það forgangsmál samstarfsflokkanna að byggja upp fjölbreytt húsnæði til að mæta mikilli þörf borgarbúa fyrir öruggt og hagkvæmt húsnæði. Um er að ræða samninga um uppbyggingu við Suðurlandsbraut 56 þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð, við Nauthólsveg þar sem gert er ráð fyrir lífsgæðakjarna með möguleika á leik- og grunnskóla í inngarði og í Spönginni þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Stefnt er að uppbyggingu á fimmta hundrað íbúða samtals á þessum þremur svæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja fyrirliggjandi uppbyggingu en leggja áherslu á að skuggavarp hafi ekki neikvæð áhrif á nærliggjandi byggð. Fulltrúarnir fagna því að bílastæðafjöldi samræmist fjölda íbúða en lýsa þó yfir áhyggjum af samgönguskipulagi borgarinnar fyrir svæðið og sitja hjá af þeim sökum. Af gögnum virðist borgin áforma takmarkað aðgengi fyrir akandi að verslun og þjónustu á svæðinu. Telja fulltrúarnir mikilvægt að samgönguskipulagi verði breytt með þeim hætti að aðgengi að íbúðum, verslun og þjónustu verði gott, óháð þeim fararmáta sem fólk kann að velja sér.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25110046
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta um 727,5 fermetra lóð við Grjótháls 2, ásamt fylgiskjölum. Verð fyrir hvern fermetra lóðastækkunar sem kann að verða samþykktur í deiliskipulagi er 20.000 kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25110206
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta um 6.471 m2 lóð og byggingarrétti fyrir allt að 110 íbúðir við Gjúkabryggju 8, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS23100037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025 á tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Skeifuna, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050162
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að hefja innkaupaferli vegna hönnunar á áfanga 2, Hólmsheiði athafnasvæði, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun vegna hönnunar er 92 m.kr. og hlutur Reykjavíkurborgar þar af 62 m.kr.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25100440
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um leigu af hluta af húsnæði við Bíldshöfða 20, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25120212
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um húsnæði borgarbókasafns í Grafarvogi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25120228
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur verið með á leigu húsnæði í Spönginni 41 frá árinu 2014 og hefur húsnæðið verið nýtt fyrir borgarbókasafn í Spöng. Ánægjulegt er að framlengja samninginn um þrjú ár, þar að auki mun leigusali ráðast í endurbætur á anddyri.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um afnot af hluta af aðstöðu á Laugardalsvelli, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25120208
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti heimild til að ganga frá kaupum á sex færanlegum einingum við Gufunesbæ, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25120105
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti heimild til að ganga frá kaupum á tveimur færanlegum einingum við bækistöð umhverfis- og skipulagssviðs við Rafstöðvarveg.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25120106
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarastjóra, dags. 15. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um Höfða friðarsetur fyrir árin 2026-2028. Samningurinn er til þriggja ára. Framlag Reykjavíkurborgar samkvæmt samningnum er 12.500.000 hvert samningsár, samtals 37.500.000 kr. á samningstímanum, sem færist á kostnaðarstað 09510 – ýmsar samningsbundnar greiðslur. Framlög Reykjavíkurborgar eru með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlana á samningstímanum. MSS25090057
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning við Íslandsstofu um framkvæmd markaðs- og kynningarverkefnisins Meet in Reykjavík sem gildir frá 2026 til 2030. Framlag Reykjavíkurborgar er 40 m.kr. á ári út samningstímann sem er óbreytt upphæð frá fyrri samningi sem rennur út í lok árs 2025. Þá mun Íslandsstofa leggja til 46 m.kr. árlega til samningsins og Harpa 5 m.kr. Framlag Íslandsstofu skiptist í 21 m.kr. fjárframlag annars vegar og 25 m.kr. sem er hlutdeild verkefnisins í sameiginlegum kostnaði.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25120048Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Viðreisnar fagnar nýjum samningi við Meet in Reykjavík sem gildir frá 2026-2030. Mikilvægt er að styrkja og viðhalda ímynd Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði. Mikilvægt er að samningur borgarinnar við Íslandsstofu sé til langs tíma og eins að ákveðinn fyrirsjáanleiki sé til staðar hvað varðar sölu og markaðssetningu. Það tekur langan tíma að tryggja verkefni til áfangastaðarins og er gjarnan unnið nokkur ár fram í tímann. Góður árangur hefur náðst í ráðstefnusókn til borgarinnar enda innviðir góðir, gjaldeyristekjur vegna ferðamanna sem hingað koma á ráðstefnur og fundi eru um 7,8 milljarðar króna. Greiningar sýna einnig að ferðamenn sem koma til borgarinnar til að sækja ráðstefnur og fundi skila tæplega þrisvar sinnum hærri tekjum en hefðbundnir ferðamenn.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Þann 14. nóvember sl. á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt að gera tillögu til eigenda um að skipa eigendanefnd, sambærilega þeirri sem vann að undirbúningi eigendastefnu, sem samþykkt var árið 2010. Lagt er til að borgarráð samþykki að fulltrúar Reykjavíkurborgar í eigendanefnd verði Magnús Davíð Norðdal, Líf Magneudóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Samþykkt. MSS25120054
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. desember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi reglur um réttindi og skyldur æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar, sem komi í stað reglna með sama heiti frá 1. janúar 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Lóa Birna Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25120063
Fylgigögn
-
Lögð fram samantekt Arcur ráðgjafar, ódags., um helstu niðurstöður borgaraþings Reykjavíkur, sem fram fór 6. september 2025 undir yfirskriftinni Hvernig Reykjavíkur verður kolefnishlutlaus borg. MSS25010177
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. desember 2025, varðandi verklag um meðferð umsókna og framlag vegna skólavistar reykvískra nemenda í Ásgarðsskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Frans Páll Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25040010
Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25080043
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. desember 2025:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögur um málefni hjólabúa:1. Að fela umhverfis- og skipulagssviði að lagfæra til bráðabirgðaaðstöðu á núverandi stæði á Sævarhöfða svo svæðið sé boðlegt til dvalar fyrir hjólabúa. 2. Að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna kostnaðarmetna tillögu um gerð stæðis fyrir hjólabúa, sem nú eru á Sævarhöfða, á svæði B í Gufunesi, þar sem aðgangur að vatni og rafmagni er tryggður. Tillagan verði lögð fram samhliða kynningu á vinnu starfshóps um málefni hjólabúa í janúar. 3. Að fela velferðarsviði að bjóða hjólabúum sem nú dvelja á svæðinu stuðning og ráðgjöf. 4. Að fela borgarstjóra að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga um langtímabúsetu í hjólhýsum, þar sem slík eftirspurn er ekki bundin við Reykjavíkurborg.
Greinargerð fylgir tillögunni. MSS25020108
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í fyrstu aðgerðaáætlun samstarfsflokkanna sem samþykkt var í borgarstjórn 4. mars sl. var umhverfis- og skipulagsráði falið að finna betri staðsetningu fyrir hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða. Stofnaður var starfshópur sem skoðaði ýmsa þætti sem tengjast búsetu í hjólhýsum eða húsbílum og fór yfir mögulegar staðsetningar slíks svæðis innan borgarlandsins. Í kjölfarið leggja samstarfsflokkarnir til eftirfarandi: Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna kostnaðarmetna tillögu um gerð stæðis á svæði B í Gufunesi þar sem aðgangur að vatni og rafmagni er tryggður fyrir þá hjólabúa sem nú eru á Sævarhöfða. Tillagan verði lögð fram samhliða kynningu á vinnu starfshóps um málefni hjólabúa í janúar. Jafnframt er umhverfis- og skipulagssviði falið að lagfæra til bráðabirgða aðstöðu á núverandi stæði á Sævarhöfða svo svæðið sé boðlegt til dvalar fyrir hjólabúa þar til ný staðsetning í Gufunesi er tilbúin. Velferðarsviði er falið að bjóða hjólabúum sem nú dvelja á svæðinu stuðning og ráðgjöf. Borgarstjóra er falið að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga um langtímabúsetu í hjólhýsum, þar sem slík eftirspurn er ekki bundin við Reykjavíkurborg.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja brýnt að málefni hjólabúa verði leyst farsællega en núverandi staðsetning að Sævarhöfða er óviðunandi. Fulltrúarnir telja þó óæskilegt að skipuleggja varanlega staðsetningu í Gufunesi, á svæði sem mögulega fer undir Sundabraut. Af þeim sökum sitja fulltrúarnir hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur að það sé ekki hlutverk borgarinnar að skipuleggja hjólhýsabyggð í Reykjavík. Reykjavíkurborg á um 5% alls húsnæðis í borginni sem úthlutað er til lágtekjufólks í gegnum Félagsbústaði. Að auki veitir borgin milljarða í stofnframlög til uppbyggingar óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis fyrir tekjulægri einstaklinga. Æskilegra er að tryggja fólki húsnæðisöryggi í gegnum þetta kerfi. Hjólhýsabyggð er að mati Framsóknar ekki æskilegt búsetuform, sérstaklega ekki fyrir börn, aldraða eða fólk sem glímir við veikindi. Staðreyndin er sú að í núverandi hjólhýsabyggð hafa börn, aldraðir og veikt fólk búið sem er óásættanlegt. Þá er stór hluti þessa hóps með lögheimili í öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Viðreisnar ítrekar þá skoðun sína að borgin eigi ekki að bjóða upp á og reka langtímastæði fyrir þá einstaklinga sem vilja búa til langs tíma í hjólhýsum eða ferðabýlum. Slíkt er ekki partur af grunnþjónustu borgarinnar og varðar ekki húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaga. Í nágrannalöndum eru slík stæði rekin af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa boðið uppá langtímastæði og mikilvægt er að borgin sé ekki að færa sig inn á þann samkeppnismarkað. Borgarfulltrúi Viðreisnar fagnar annars ágætri skýrslu og tekur undir að borgin á ekki að reka slík stæði. Fréttir hafa borist af því að hin og þessi svæði séu í skoðun og ljóst er á framangreindri skýrslu að engin fótur var fyrir því. Lögð er áhersla á að vera ekki að draga málið og leggur Viðreisn til að borgin taki þá afdráttarlausu afstöðu að langtímastæði fyrir hjólabúa sé ekki verkefni sem borgin á að vera skipuleggja eða reka. Viðreisn óskar eftir að upplýst verði um framkvæmda- og rekstrarkostnað sem borgin hyggst leggja út í. Einnig óskar borgarfulltrúi Viðreisnar eftir lagalegu áliti á því hvort borgin sé ekki að brjóta samkeppnisreglur með slíkri framkvæmd
.
Kl.12:08 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi og Andrea Helgadóttir tekur sæti.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tilkynningu lóðasamninga Reykjavíkurborgar og RÚV til Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember 2024. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 15. desember 2025. MSS24110146
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á aðgerðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gegn Nýju Vínbúðinni, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. desember 2025. MSS25120026
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. desember 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. desember 2025.
9. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sjö mál. (MSS25010021, MSS25120002, MSS24100050, MSS25120061, MSS25010043, MSS25110121, MSS25120053). MSS25120002
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25120003
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:20
Alexandra Briem Hjálmar Sveinsson
Skúli Helgason Andrea Helgadóttir
Hildur Björnsdóttir Einar Þorsteinsson
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 18.12.2025 - Prentvæn útgáfa