Borgarráð - Borgarráð fimmtudaginn 15. janúar 2026 nr. 5809

Borgarráð

Ár 2026, fimmtudaginn 15. janúar, var haldinn 5809. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Þór Helgason. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðmundsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. janúar 2026, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.990 m.kr. í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 44 1 á ávöxtunarkröfunni 3,60% en það eru um 2.016 m.kr. að markaðsvirði og samþykki tilboð að nafnverði 811 m.kr. í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 á ávöxtunarkröfunni 7,83% en það eru um 380 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 14. janúar 2026.

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.

    -    Kl. 9:06 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS26010004

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að framlengja vilyrði fyrir lóð á Ártúnshöfða vegna verkefnisins Re-inventing Cities, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Oddrúnu Helgu Oddsdóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS22040238

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. janúar 2026, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. janúar 2026 á tillögu götunafnanefndar um nafnabreytingu á Fífilsgötu sem verður Túnfífilsgata, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    -    Kl. 9:14 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110431

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. janúar 2026, þar sem lögð er fram til kynningar árshelmingsskýrsla Betri samgangna ohf., dags. desember 2025, um stöðu og framgang verkefna.

    Davíð Þorláksson og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt borgarfulltrúanum Söru Björgu Sigurðardóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS23070018

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2026, þar sem lagðar eru fram til kynningar breytingar á fulltrúum Reykjavíkurborgar í starfshópi um skipulagsreglur Reykjavíkurflugvallar. MSS26010085

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2026, þar sem erindisbréf starfshóps um hreystileikskóla er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS26010046

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2026, þar sem erindisbréf starfshóps um leiksvæðastefnu fyrir alla aldurshópa er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS26010059

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04:30 til American Bar aðfaranótt mánudagsins 26. janúar nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
    Samþykkt. MSS25120126

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04:30 til Just Wingin It aðfaranótt mánudagsins 9. febrúar nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
    Samþykkt. MSS26010070

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04:30 til Keiluhallarinnar aðfaranótt mánudagsins 9. febrúar nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
    Samþykkt. MSS25120121

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04:30 til American Bar aðfaranótt mánudagsins 9. febrúar nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
    Samþykkt. MSS25120131

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 18. desember 2025. MSS25010008

    Fylgigögn

  13. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. september, 6. og 27. október og 24. nóvember 2025. MSS25010028

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram fundargerðir Strætó bs. frá 20. og 22. október, 5. og 14. nóvember og 12., 17. og 22. desember 2025. MSS25010029

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. janúar 2026.
    5. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS26010020

    Fylgigögn

  16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sex mál (MSS26010028, MSS26010060, MSS24100050, MSS26010064, MSS25100046, MSS26010031). MSS25120150

    Fylgigögn

  17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS26010048

    -    Kl. 9:37 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
    -    Kl. 9:38 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  18. Fram fer umræða um bruna í skemmu í eigu Reykjavíkurborgar í Gufunesi. MSS26010096

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. janúar 2026, þar sem lagt er fram til kynningar minnisblað borgarritara um tillögur Vöggustofunefndar og stöðuna á eftirfylgni þeirra, ásamt fylgiskjölum.

    Borgarfulltrúarnir Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Þórdís Skjalddal, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Stefán Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS26010077

    Fylgigögn

  20. Fram fer kynning á skýrslu nefndar um heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins (upptökuheimili barna) 1974-1979.

    -    Kl. 10:46 tekur Róbert Marshall sæti á fundinum.
    -    Kl. 11:57 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi.

    Ellý Þorsteinsdóttir, Trausti Fannar Valsson og Urður Njarðvík taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt borgarfulltrúunum Andreu Jóhönnu Helgadóttur, Ástu Þórdísi Guðjónsdóttur Skjalddal, Einari Sveinbirni Guðmundssyni, Jóhönnu Dýrunni Jónsdóttur, Oktavíu Hrund Guðrúnar Jóns og Stefáni Pálssyni sem taka sæti með rafrænum hætti. MSS26010078

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að því sé beint til umhverfis- og skipulagssviðs að fjölga gangbrautum í Vogahverfi þá sérstaklega með tilliti til gönguleiða að leikskólanum í Naustavogi, að göngubrú Sæbrautar og að matvöruverslunum í hverfinu.

    Frestað. MSS26010097

Fundi slitið kl. 12:05

Alexandra Briem Einar Þorsteinsson

Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 15.1.2026 - Prentvæn útgáfa