Borgarráð - Aukafundur borgarráðs föstudaginn 11. apríl 2025 nr. 5779

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 11. apríl, var haldinn aukafundur borgarráðs nr. 5779. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:47. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Líf Magneudóttir, Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson og Katrín Margrét Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS22100084

  2. Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS25040071

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að tilnefna Helenu Wolimbwa, starfsmann Alþjóðateymis og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar í grunnskólum, til vara, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar til setu í innflytjendaráði, til næstu alþingiskosninga, sbr. hjálagða beiðni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins frá 21. mars sl.

    Samþykkt. MSS25030096

    -    Kl. 16:24 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.
    -    Kl. 16:27 víkur Ebba Schram af fundinum.
    -    Kl. 16:29 víkja Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir af fundinum.
    -    Kl. 16:43 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftirfarandi upplýsinga um lóðarleigusamninga undir atvinnuhúsnæði að Ártúnshöfða: 1. Sundurliðað yfirlit yfir alla lóðarleigusamninga á Ártúnshöfða (heimilisfang, fastanúmer, landnúmer) 2. Upplýsingar um það hvenær lóðarleigusamningur var undirritaður upprunalega? 3. Hvenær rennur lóðarleigusamningur út? 4.Hefur lóðarleigusamningur verið framlengdur, til hve langs tíma? 5. Er uppkaupsákvæði í samningnum? Ef ekki, hvaða kvaðir hvíla á lóðarhöfum um frágang lóðar? 6. Hvert er fasteignamat eignanna sem standa á lóðinni? 7. Hversu margar kennitölur starfa í fasteignunum sem standa á lóðinni? 8. Hefur borgin unnið með lóðarhöfum að því að finna fyrirtækjum þeirra nýjan stað í borginni, í aðdraganda þess að lóðarleigusamningur rennur út?

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. MSS25040075

Fundi slitið kl. 16:45

Líf Magneudóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 11.04.2025 - Prentvæn útgáfa