Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 86

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2025, fimmtudaginn 30. janúar var 86. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.04 Fundinn sátu:, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Katarzyna Beata Kubiś, Björgvin Björgvinsson, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Tinna Helgadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon og  Lilja Sveinsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir með rafrænum hætti. 
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. janúar 2025, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 21. janúar 202, um að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns taki sæti í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og að Tinna Helgadóttir taki sæti sem varafulltrúi í stað Oktavíu Hrundar Guðrúnar Jónsdóttur. Unnur Þöll Benediktsdóttir er kosin formaður nefndarinnar. MSS22060053.
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dag. 17. desember 2024, um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. 
     

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs á skimunarlistum fyrir ADHD og einhverfu í grunnskólum Reykjavíkur. 

    Alda Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning velferðarsviðs á Betri borg fyrir börn.

    Hákon Sigursteinsson og Hulda Björk Finnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum 
    lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning velferðarsviðs á stjórnskipulagi málaflokks fatlaðs fólks á velferðarsviði. 

    Aðalbjörg Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  6. Kynningu umhverfis- og skipulagssviðs á hönnunarleiðbeiningum vegna leiksvæða, er frestað

Fundi slitið kl.11.32

Unnur Þöll Benediktsdóttir Björgvin Björgvinsson

Hallgrímur Eymundsson Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir

Tinna Helgadóttir Katarzyna Kubiś

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 30. janúar 2025