Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 79

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 19. september var 79. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon, Stefán Vilbergsson, Hallgrímur Eymundsson, Katarzyna Beata Kubis, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtalið starfsfólk sat einnig fundinn: Elísabet Pétursdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf ÖBÍ, dags. 17. september 2024, um að Guðjón Sigurðsson taki sæti sem aðalfulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Áslaugar Ingu Kristinsdóttur. Jafnframt að Kjartan Þór Ingason taki sæti sem varafulltrúi í stað Önnu Kristínar Jensdóttur. MSS22070012

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga aðgengis- og samráðsnefndar um upplýsingagjöf um aðgengi að strætisvögnum og biðstöðvum strætó sbr. 1. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 5. september 2024. MSS23030208

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks samþykki að beina því til umhverfis-og skipulagsráðs að upplýsingar um aðgengileika biðstöðva verði settar á aðgengilegt form þannig að Strætó geti miðlað þeim auðveldlega til farþega. Jafnframt að Reykjavíkurborg hvetji hin sveitarfélögin til að koma sambærilegum upplýsingum um sínar biðstöðvar til Strætó.

    Breytingatillagan er samþykkt.
    Tillagan er samþykkt svo breytt.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um beingreiðslusamninga vegna NPA og húsnæði fatlaðs fólks. MSS24090013

    Samþykkt að óska eftir að samtali og samráði við starfshóp um notendastýrða persónulega aðstoð, beingreiðslusamninga og húsnæði fyrir fatlað fólk á fundi nefndarinnar þann 17. október 2024.

    -    Kl. 10.16 tengist Lilja Sveinsdóttir fundinum með rafrænum hætti.

Fundi slitið kl. 10.41.

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Ingólfur Már Magnússon Katarzyna Kubiś

Þorkell Sigurlaugsson Stefán Vilbergsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks 19.09.2024 - prentvæn útgáfa