Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 77

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 6. júní var 77. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hallgrímur Eymundsson og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1.  Fram fer kynning gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga. VEL24030049.

    -    Kl 10.10 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum. 

    Íris Dögg Lárusdóttir og Tómas Ingi Adolfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á frumkvæðisathugun á þjónustu í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum fyrir fullorðið fatlað fólk um allt land. MSS24060003

    Írisi Dögg Lárusdóttir og Tómas Ingi Adolfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. MSS24060012

    Auður Björgvinsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4.  Fram fer umræða um aðgengi að viðburðum. MSS22100249.

    Aðalheiður S. Sveinsdóttir og Björg Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  5. Lögð fram að nýju tillaga aðgengis- og samráðsnefndar um skynrými/rólegt svæði á menningarnótt sbr. 6. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 15. febrúar 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn samskipta-og mörkunarteymis skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 27. maí 2024. MSS24020057.
    Samþykkt.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nefndin þakkar fyrir góð viðbrögð við tillögunni og hvetur til þess að þetta verði framkvæmt á Menningarnótt í ár.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar haust 2024-2025. MSS24050107.

Fundi slitið kl. 11:36

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hallgrímur Eymundsson

Áslaug Inga Kristinsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 6. júní 2024