Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 19

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, fimmtudaginn 17. desember, var haldinn 19. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 13.05.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á úrbótaáætlun í tengslum við aðgengi að biðstöðvum. R18010184

    Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar Bjarna Rúnari fyrir kynningu á úttekt og úrbótaáætlun um aðgengi að biðstöðvum. Nefndin fagnar því að komin séu drög að úrbótaáætlun og fjármagn, enda sýnir úttektin að aðgengi að þessari grundvallarþjónustu er algjörlega óviðunandi. Þá fagnar aðgengis- og samráðsnefnd því að ætlunin sé að vinna þetta í samráði við nefndina. Loks minnir nefndin á að jafnhliða áformum um mikla uppbyggingu almenningssamgangna sem nú er fyrirhuguð hlýtur það að teljast forgangsatriði að tryggja aðgengi fyrir alla að biðstöðvum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um stafræna umbreytingu á stuðningsþjónustu. R20100017

    Anna Brynja Valmundsdóttir og Eyrún Ellý Valsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  3. Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. nóvember 2020, um merkingar við göngugötur. R20110355

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis og samráðsnefnd hefur tekið til umfjöllunar erindi frá ÖBÍ um skort á merkingum vegna aksturs P – merktra bíla á göngugötum. Nefndin mun kanna hverju þessu máli líður innan USK sem barst sambærilegt erindi og ganga á eftir því að nauðsynlegar merkingar verði settar upp sé því ekkert til fyrirstöðu.

    Fylgigögn

  4. Lagt er fram bréf frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 2. nóvember 2020, með  tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 29. október 2020, um jafnara aðgengi að endurvinnslu sem send er aðgengis- og samráðsnefnd til umsagnar. R20100433

    Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að vinna drög að umsögn um erindið.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt er fram svar velferðarsviðs, ódags., við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 8. september 2020, um fræðslu til starfsfólks og trúnaðaryfirlýsingar. R20090043

    Fylgigögn

  6. Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 16. desember 2020, um aðgengi að grenndargámum. R20120133

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd hefur fengið erindi ÖBÍ um ófullnægjandi aðgengi að djúpgámum sem nýlega voru settir niður við Hrísateig. Nefndin tekur undir erindið og fer fram á að umhverfis- og skipulagssvið tryggi að aðgengið að þessum gámum verði gert fullnægjandi hratt og örugglega. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að borgin sem verkkaupi tryggi að algild hönnun sé höfð að leiðarljósi í öllum framkvæmdum á hennar vegum.

Fundi slitið klukkan 15:06

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1712.pdf