Vilja mæta fjölgun nemenda með stækkun skólanna þriggja

Skóli og frístund

Langholtsskóli

Byggja á við grunnskólana þrjá í Laugardag til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu gangi tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur eftir. Borgarráð mun taka tillöguna fyrir á næstu vikum.

Vilja að skólarnir haldi sínum skólabrag

Skólarnir þrír eru Laugarnesskóli, sem er fyrir börn í 1. til 6. bekk, Laugalækjarskóli sem er fyrir börn í 7. til 10. bekk og Langholtsskóli fyrir börn í 1. til 10. bekk. Sú tillaga að velja sviðsmynd I  af þremur byggir á því að skóla- og frístundasamfélag skólanna þriggja og íbúasamtök styðja þá sviðsmynd og telja hana farsælasta. Sviðsmynd II fól í sér að byggt yrði við Laugalækjarskóla og að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla myndu færast þangað og að byggt yrði við Langholtsskóla. Sviðsmynd III, fól í sér að byggður yrði unglingaskóli sem tæki við öllum unglingum í hverfinu en hinir skólarnir þrír yrðu fyrir börn í 1. til 7. bekk.

Með því að byggja við skólana halda þeir sínum skólabrag og skólagerð sem ánægja hefur verið með í skólasamfélaginu að því er segir í samantekt um tillöguna. Þar kemur einnig fram að það feli í sér stöðugleika fyrir nemendur og kennara, auk þess sem að heeilstæður skóli stuðli að samfellu í námi.

Tekið er fram að óverulegur munur sé á kostnaðaráætlun sviðsmyndanna þriggja, þó sé sviðsmynd I 624 milljónum króna ódýrari en sviðsmynd III.