Verkfall Eflingar hefst kl. 12.30 í dag

Skóli og frístund

""

Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefjast kl 12.30 í dag og stendur til miðnættis.

Verkfallsaðgerðirnar munu skerða þjónustu leikskóla borgarinnar, velferðarþjónustu og sorphirðu. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Mest verða áhrif verkfallsaðgerða á skóla- og frístundasviði þar sem um eitt þúsund Eflingarstarfsmenn starfa, mikill meirihluti þeirra í leikskólum. Í sumum leikskólum skerðist opnunartími í lok dagsins, í öðrum þarf að loka deildum og senda heim börn. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni verði sótt um hádegisbil. Þá má reikna með því að matarþjónusta í mörgum skólum fari úr skorðum. 

Velferðarsvið fékk undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra sem þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif, dagdvöl skerðast.

Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun.