Vel sóttur kynningarfundur um rafrænar byggingarleyfisumsóknir – myndband

Atvinnumál Framkvæmdir

Fólk á fundi að horfa á kynningarskjá.

Um áttatíu manns sóttu hádegisfund Reykjavíkurborgar sem haldinn var til kynningar á rafrænum byggingarleyfisumsóknum í Hinum húsinu við Rafstöðvarveg síðastliðinn föstudag.

Farið var yfir nýtt umsóknarferli, skil á rafrænum gögnum og afgreiðsluferil byggingarfulltrúa. Umræður voru í lok fundar og boðið var upp á hádegissnarl.

Kynningarfundurinn var tekinn upp og er hægt að horfa á hann hér í gegnum YouTube-rás Reykjavíkurborgar.

 

Með rafrænum byggingarleyfisumsóknum sparast tími bæði íbúa og starfsfólks. Sömuleiðis dregur úr kolefnisfótspori vegna starfseminnar út af minni útblæstri vegna bílferða og minni pappírsnotkunar.

Við þessi umskipti verða talsverðar breytingar á skilum gagna og meðhöndlun umsókna hjá byggingarfulltrúa. Nú verður öllum umsóknum um byggingarleyfi skilað í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar og svarbréf verða rafræn. Skráningin byggir á umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.