Þórunn Ólafsdóttir hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016
Mannlíf Mannréttindi
Þórunn hefur verið við sjálfboðastörf á eynni Lesbos frá því í ágúst á síðasta ári þar sem hún hefur barist fyrir mannréttindum fólks á flótta, og frætt almenning um þær erfiðu aðstæður sem bíða flóttafólks við komuna til Evrópu. Þórunn er enn við störf í Idomeni og gat ekki veitt verðlaununum viðtöku sjálf en amma hennar og nafna Þórunn Ólafsdóttir tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.
Borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að starf Þórunnar væri ómetanlegt „ Þórunn hefur unnið þrotlaust að hjálparstarfi þar sem neyðin er mest í Evrópu við móttöku flóttafólks í flóttamannabúðunum í Idomeni. Hún hefur lagt sjálfa sig í hættu og lagt allt í sölurnar fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Á milli þess sem hún sinnir sjálfboðastörfum hefur hún verið óþreytandi við að fræða Íslendinga um stöðuna í Evrópu varðandi flóttafólk“ sagði borgarstjóri. Verðlaunin að þessu sinni eru 600 þúsund krónur.
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir, situr í stjórn Akkeris, flutti stutt ávarp fyrir hönd Þórunnar þar sem hún sagði meðal annars: