Streymisfundur um rammaskipulag Austurheiða

Afstöðumynd af rammaskipulagi Austurheiða.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund um rammaskipulag Austurheiða fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 17. Þar mun Óskar Örn Gunnarsson arkitekt hjá Landmótun kynna rammaskipulagið. Streymisfundurinn fer fram hér á reykjavik.is og á facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Hægt er að senda inn fyrirspurnir fyrirfram.

Markmiðið með gerð rammaskipulags fyrir Austurheiðar er margþætt og á að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast  hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu. Afmörkun deiliskipulags-svæðisins er um 930 ha. og nær það yfir Austurheiðarnar að mestu, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. 

Helstu markmið eru:

  • Afmarka og skilgreina svæðið eftir nýtingu þeirra.
  • Skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir  alla aldurshópa og ólíka notkun svo sem útreiðar, gönguskíði, fjallahjól, torfæruhjól, göngu, skokk, sveppamó, berjamó, ferðaþjónustu og fisflug.
  • Ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og  göngu-, hjóla- og reiðleiða um svæðið.
  • Styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði.
  • Styrkja samspil og tengingu Austurheiða við  aðliggjandi útivistarsvæði.

Streymisfundur 25.6.20.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund um rammaskipulagið fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 17. Streymisfundurinn fer fram hér á reykjavik.is og á facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Netsamfélagið sendir fundinn út. Kjörið er að senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið skipulag@reykjavik.is og verður leitast við að svara þeim á fundinum. 

Skipulag í kynningu

Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 13. maí 2020 og borgarráðs 28. maí 2020 var lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar.  Meginmarkmið skipulagsins  felst í því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa. Tillagan var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að ábendingar/umsagnir berist eigi síðar en 7. júlí 2020 á netfangið skipulag@reykjavik.is. Verkefnastjóri er Björn Ingi Edvardsson hjá Skipulagsfulltrúa. 

Hér má fá upplýsingar og sjá tillögu, greiningu og heildaruppdrátt.