Staðsetning Borgarlínu - verkefnalýsingar

Samgöngur Skipulagsmál

""

Í svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er kveðið á um að sveitarfélögin í samvinnu við Vegagerðina skuli ákveða legu Borgarlínu og festa í svæðisskipulagi með sérstakri breytingu. Nú liggja fyrir verkýsingar um undirbúning Borgarlínunnar og eru þær í kynningu til 25. apríl. 

Höfuðáhersla svæðisskipulagsins Höfuðborgarsvæðið 2040 er að vöxturinn á skipulagstímabilinu verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem búa fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Lykilatriðið í því er að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og síðustu áratugi.

Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, getur gegnt þar lykilhlutverki og tengt kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Með Borgarlínu verður til skilvirkur valkostur í samgöngum, þar sem íbúar geta gengið að hágæða almenningssamgöngukerfi og ferðast fljótt um höfuðborgarsvæðið.

Staðsetning Borgarlínu og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða hennar. Verkefnalýsingar eru í kynningu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.

Breytingar á svæðisskipulagi

Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

Breytingar á aðalskipulögum

Lögð er fram til kynningar sameiginleg verkefnislýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2016 og Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að staðsetja legu Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreina heimildir til uppbygginga á áhrifasvæðum.

Breyting í undirbúningi - tenglar

Hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína

Auglýsing um staðsetningu borgarlínu

Borgarlína og auknar byggingarheimildir