Skrekkur stigmagnast

Skóli og frístund

""

Undanúrslitum í Skrekk er lokið og átta skólar keppa til úrslita mánudaginn 12 nóvember. Ekki missa af lokakvöldinu á stóra sviði Borgarleikhússins í beinni útsendingu á RUV.

Það voru 26 grunnskólar sem tóku þátt með metnaðarfullum atriðum en Seljaskóli, Langholtsskóli, Hólabrekkuskóli, Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli og Vogaskóli komust áfram í úrslit sem fara fram næstkomandi mánudagskvöld. Tvö atriði til viðbótar komast áfram með dómaravali en það eru Hlíðaskóli og Hagaskóli.

Það hafa hvorki meira né minna en 669 ungmenni stigið á stokk í Borgarleikhúsinu á undanúrslitakvöldum Skrekks 2018, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fór fram í Borgarleikhúsinu 5., 6., og 7. nóvember.

Við minnum enn og aftur á að hægt er að fylgjast með úrslitum Skrekks í vefútsendingu á ungruv.is.