Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, fyrir hönd Innanríkisráðuneytisins, undirrituðu í dag samning um þjónustu og möttöku við 50 hælisleitendur. Reykjavíkurborg fagnar undirritun samningsins sem tekur gildi í janúar á næsta ári.
Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, fyrir hönd Innanríkisráðuneytisins, undirrituðu í dag samning um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi.
Reykjavíkurborg fagnar undirritun samningsins sem felur í sér móttöku 50 hælisleitenda til Reykjavíkur.
Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra árið 2011 um að kannað yrði hvort hægt væri að stuðla að því að hælisleitendur dveldu í Reykjavík meðan fjallað væri um hælisumsóknir þeirra af íslenskum stjórnvöldum.
Allt frá þeim tíma hefur verið unnið að því að gera samning þessa efnis við Innanríkisráðuneytið og í dag var samningurinn undirritaður. Samkvæmt honum er gert er ráð fyrir að borgin taki að sér þjónustu við allt að 50 hælisleitendur, 18 ára og eldri. Í viðauka með samningnum er tilgreint í hverju þjónustan skal fólgin svo sem húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum.
Samningurinn við Reykjavíkurborg er hliðstæður samningi sem er í gildi við Reykjanesbæ.