Rykbinding gatna í nótt

Heilbrigðiseftirlit

Rykbinding

Undanfarna daga hefur orðið vart við hækkuð svifryksgildi í borginni. Þar sem stefnir í hægan vind næstu daga hefur viðbragðsteymi borgarinnar ákveðið að rykbinda götur í nótt. 

Notuð er magnesíum klóríðlausn sem bindur ryk svo dregur úr uppþyrlun og þar með líkunum á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fólk til að nýta sér vistvæna ferðamáta, stunda fjarvinnu ef unnt er og hvíla einkabílinn sé það hægt. Saman getum við unnið að bættum loftgæðum í borginni.